Frétt

bb.is | 10.12.2004 | 16:54Starfsmenn Orkubúsins óánægðir með sinnuleysi ráðamanna fyrirtækisins

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.
Starfsmenn Orkubús Vestfjarða er óánægðir með það sem þeir kalla sinnuleysi ráðamanna fyrirtækisins. Þeir telja einnig lítið hald í þeim loforðum sem fulltrúar Ísafjarðarbæjar fengu á fundi sínum með fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar vegna framtíðar Orkubúsins. Þeir telja ekki ástæðu til bjartsýni um sinn hag fyrr en ráðherrar geta lagt fram einhverjar hugmyndir um það sem kallað er efling starfa í raforkugeiranum á Vestfjörðum. Fundur var haldinn í starfsmannafélagi Orkubús Vestfjarða hf. síðastliðinn þriðjudag vegna þeirra hugmynda sem fram hafa komið um sameiningu Landsvirkjunar, Rarik og Orkubús Vestfjarða.

Í bréfi sem starfsmannafélagið hefur sent stjórn Orkubúsins kemur fram að á fundinum hafi komið fram mikil óánægja vegna sameiningarhugmynda iðnaðarráðherra sem áður er getið. Jafnframt kemur fram í bréfinu að fundarmenn hafi lýst óánægju „með það sinnuleysi ráðamanna Orkubús Vestfjarða hf. að starfsmönnum séu ekki kynntar þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á fyrirtækinu. Bent skal á að frá því að sveitarfélög á Vestfjörðum seldu hlut sinn í fyrirtækinu til ríkisins og ljóst varð að einhverjar breytingar yrðu á skipulagi og starfsemi þess, hafa starfsmenn mjög takmarkaðar upplýsingar fengið um stöðu mála öðruvísi en í fjölmiðlum.“

Þá segir einnig í bréfinu: „Einnig er minnt á að í samkomulagi því sem gert var í tengslum við kaup ríkisins á hlut sveitarfélaganna á Vestfjörðum í Orkubúi Vestfjarða kemur fram að reynt verði eftir megni að efla starfsemi orkugeirans á Vestfjörðum og viðhalda þjónustu við dreifðar byggðir.”

Ljóst er á harðorðu bréfi stjórnar starfmannafélagsins að mikil óánægja kraumar undir hjá starfsmönnum fyrirtækisins. Starfsmenn hafa ávallt staðið þétt við bakið á fyrirtæki sínu og stjórnendum í gegnum tíðina. Enginn starfsmaður sem rætt var við treysti sér þó til þess að ræða málið opinberlega og segir það meira en mörg orð um stöðu þeirra.

Í fyrradag áttu formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar fund með fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar vegna áðurnefndra sameiningarhugmynda. Fulltrúar Ísafjarðarbæjar hafa báðir látið hafa eftir sér að þeir séu mjög ánægðir með þau svör sem gefin voru á þeim fundi og treysta þeim loforðum ráðherranna um að í fyrirhugaðri sameiningu felist sóknarfæri fyrir íbúa Vestfjarða og að starfsemi orkugeirans muni eflast á Vestfjörðum við sameininguna.

Þeir starfsmenn sem rætt var við í dag voru sammála um að lítið hald væri í orðum forsvarsmanna Ísafjarðarbæjar. Þykir starfsmönnum nokkurri undrun sæta hvílík gleði ríki meðal forystumanna bæjarins án þess að nokkrar haldbærar hugmyndir hafi komið fram á hvern veg starfsemin gæti eflst hér um slóðir við sameiningu.

„Að lokinni þessari sameiningu getum við verið viss um að aðalstöðvarnar verða áfram hvítar vegna þess að liturinn er innbrenndur. Hvort að einhver starfsemi verður í húsinu veit enginn, hvorki starfsmenn né forystumenn bæjarins“, segir einn starfsmanna Orkubúsins og vitnar í fleyg ummæli Þorsteins Más Baldvinssonar um að Guðbjörgin yrði áfram gul í kjölfar sameiningar Hrannar hf. og Samherja hf. fyrir nokkrum árum.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli