Frétt

| 15.08.2001 | 13:55„Ferðalitboltavöllur“ verður á túni í Tungudal

Byrjað verður að leika „litbolta“ á Ísafirði kl. 20 á föstudagskvöld en völlur til þeirra hluta verður settur upp á föstudaginn á túni sem tilheyrir Tungu í Tungudal fyrir botni Skutulsfjarðar. Eins og fram kom hér á vefnum í gær leitaði einkahlutafélagið Engill á Seltjarnarnesi til yfirvalda á Ísafirði eftir aðstöðu fyrir „ferðalitboltavöll“ dagana 17.-21. ágúst og hefur nú verið gengið frá formsatriðum. Að sögn Vilhelms Bernhöft hjá Engli verður völlurinn að öllu leyti sambærilegur þeim sem eru notaðir syðra og notaður verður á væntanlegu Íslandsmeistaramóti.
„Við tökum á móti hópum af öllum stærðum og gerðum. Það er 18 ára aldurstakmark en 15, 16 og 17 ára geta komið með skriflegt leyfi forráðamanns og fengið að spila. Við verðum hérna að minnsta kosti fram á sunnudagskvöld. Við erum með leyfi fram á þriðjudag þannig að ef vel gengur, þá endurmetum við stöðuna á sunnudaginn og verðum jafnvel fram á þriðjudag. Það er langbest að hringja og panta völlinn hjá okkur í síma 893-9000. Þá getur fólk líka safnað fleirum saman en það er miklu skemmtilegra að spila þegar það eru komnir átta eða tíu manns, eða fjórir til fimm í hvoru liði. Ef fólk hringir og pantar, þá getum við líka tekið smærri hópa og raðað þeim saman“, sagði Vilhelm.

Litbolti er nokkurs konar framþróun á leikjunum eltingaleik og skotbolta. Þarna keppa oftast tvö lið með jafnmörgum leikmönnum á afmörkuðum velli, sem getur verið bæði innandyra eða utanhúss. Leikurinn fer þannig fram að leikmenn bera á sér merkibyssur, sem knúnar eru þrýstilofti. Þær skjóta málningarkúlum, sem eru lítið eitt minni en kúlur þær sem notaðar eru fyrir baðolíur. Þegar einn leikmaður hittir annan rofnar húð kúlunnar og merkir hann með áberandi bletti. Er þá leikmaðurinn úr leik. Litarefnin þvost auðveldlega úr fötum. Á þennan máta reyna liðin að útiloka liðsmenn hvors annars frá frekari leik, sækja að fána andstæðinganna um leið og gætt er eigin fána.

„Fólk fær allar græjur lánaðar hjá okkur, andlitsgrímur til að verja andlit og augu, galla, belti og byssu. Þetta kemur til með að kosta 1990 kr. á manninn í klukkutíma og innifalin í því er leiga á öllu sem þú þarft, þ.e. grímu, galla, belti, byssu og 100 skotum. Spilaðir eru sex til átta leikir á þessum klukkutíma og hundrað skot aukalega kosta 990 kr“, sagði Vilhelm.

Nánari upplýsingar um litbolta er að finna hér.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli