Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson | 09.12.2004 | 17:23Lækkum gjaldið í „Göngin“

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
Þrír þingmenn Frjálslynda flokksins hafa lagt fram frumvarp til laga á Alþingi um afnám virðisaukaskatts á veggjöld. Ég er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en með mér á því eru þingmenn Norðvesturkjördæmis þeir Guðjón Arnar Kristjánsson og Sigurjón Þórðarson. Virðisaukaskatturinn á veggjöldin er nú 14%. Yrði niðurfelling hans að lögum ætti það að verða mikilvægt skref til þess að lækka veggjöld í Hvalfjarðargöng en þau eru eina samgöngumannvirkið á Íslandi í dag þar sem slík gjöld eru innheimt.

Mikil umræða

Undanfarið hefur farið fram mikil umræða um að leita leiða til að lækka gjöld í Hvalfjarðagöngin verulega eða afnema þau alveg. Þessi umræða er mjög skiljanleg. Hið opinbera endurgreiddi á sínum tíma virðisaukaskatt vegna kostnaðar við gerð ganganna, en hefur frá því þau voru opnuð innheimt 14% virðisaukaskatt af veggjöldum. Göngin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem samgöngubót sem komið hefur landsmönnum öllum til góða. Þarf ekki að hafa langt mál um gildi þeirra. Þar er reynslan ólygnust. Þau hafa stytt vegalengdir, aukið umferðaröryggi og styrkt byggðarlög.

Göngin hafa sparað hinu opinbera verulegar fjárhæðir sem annars hefðu einkum runnið til viðhalds og reksturs vegar fyrir Hvalfjörð. Einnig hefur fé sparast vegna þess að slysatíðni á veginum fyrir Hvalfjörð er nú nánast engin. Fyrir tíma Hvalfjarðarganga voru alvarleg umferðarslys sem leiddu til örkumla og dauða árlegur viðburður á þeim vegi. Ekkert dauðaslys hefur orðið í göngunum. Hvalfjarðargöngin hafa einnig orðið mikilvæg forsenda fyrir því að styrkja Vesturland sem atvinnusvæði. Síðast má geta þess að þau hafa auðveldað íbúum höfuðborgarsvæðisins að nýta sér dýrmæta möguleika til útivistar og ferðalaga um Vesturland, Vestfirði og Norðurland.

Ósanngjarn skattur

Okkur sem stöndum að þessu frumvarpi þykir afar ósanngjarnt að ríkið innheimti virðisaukaskatt fyrir gjöld sem reidd eru af hendi fyrir notkun samgöngumannvirkis. Hið opinbera innheimtir veruleg gjöld með ýmsum álagningum á farartæki og eldsneyti. Alger rökleysa er að leggja aukaálögur í formi virðisaukaskatts á ferðir slíkra ökutækja þegar þau fara um gjaldskyld samgöngumannvirki sem gerð hafa verið af einkaaðilum.

Þegar síðan er litið til þess hve mikinn hag ríkið getur haft af slíkum mannvirkjum, eins og sannast hefur með Hvalfjarðargöngum, þá hljóta allir að sjá að virðisaukaskattlagningin á engan rétt á sér. Skattinn ber því að afnema sem fyrst og í eitt skipti fyrir öll. Umræðan um að ríkið yfirtaki alfarið þær skuldir sem hvíla á göngunum í dag verður sífellt háværari. Þetta þýðir að ríkið yfirtæki rúmlega fimm milljarða skuld Spalar og kostaði síðan rekstur gangnanna. Það yrði meiri háttar pólitísk ákvörðun sem hlýtur að krefjast mikils undirbúnings ef af yrði. Fimm milljarðar eru engir smápeningar og einhvers staðar yrði að finna slíkar fjárhæðir.

Í ljósi þessa og síðan þeirrar staðreyndar að það er mikilvægt að lækka gjaldið í göngin hið fyrsta, teljum við að raunhæfasta leiðin nú, sé að ríkið felli niður virðisaukaskattinn. Ef hægt yrði síðan að endurfjármagna lán Spalar eins og Ríkisendurskoðun hefur lagt til, og ná niður kostnaði þá gætu við kannski horft til 25% lækkunar í göngin í það heila án þess að það tefðist að búið yrði að greiða þau upp eftir um það bil 12 ár? Enginn þyrfti að velkjast í vafa um að fjórðungs lækkun á gjaldi í göngin yrði veruleg kjarabót fyrir notendur þeirra sem árlega greiða nú samtals um 900 milljónir króna í veggjöld.

Frádráttarbær ferðakostnaður

Að lokum má svo benda á að Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram breytingu á lögum um tekjuskatt. Þær ganga út á að útgjöld vegna ferðakostnaðar til og frá vinnu sem er umfram 120.000 á ári en þó aldrei hærri en 400.000 árlega yrði frádráttarbær frá skatti. Slíkar reglur eru í gildi í nágrannalöndunum, til að mynda Noregi og þykja sjálfsagðar. Yrði slíkt að veruleika hér, þá þýddi það að stórnotendur Hvalfjarðagangnanna sem nota þau til og frá vinnustað gætu dregið verulegan hluta útlagðs kostnaðar í göngin frá tekjum fyrir skatta.

Við hvetjum alla til að leggja okkur lið við þessar umbætur á skattkerfinu. Fellum niður virðisaukaskattinn og drögum ferðakostnað frá tekjum fyrir skattaálagningu.

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður og þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli