Frétt

bb.is | 09.12.2004 | 13:05„Sjávarútvegsráðherra stráir salti í sárin með ummælum sínum“

Óðinn Gestsson.
Óðinn Gestsson.
Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. á Suðureyri segir sjávarútvegsráðherra vera að strá salti í sár manna á Suðureyri með ummælum sínum í Morgunblaðinu á dögunum um úthlutun byggðakvóta. Óðinn segir úthlutun byggðakvóta á norðanverðum Vestfjörðum á liðnum árum hafa skekkt gríðarlega samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Hann segir að kvóti sem ætlaður var Suðureyri hafi verið nýttur til uppbyggingar fyrirtækis sem nú eigi aðsetur á Djúpavogi. Einnig segir hann þann grun læðast að sér að úthlutun sé ákveðin fyrst og síðan séu reglurnar ákveðnar til þess að réttlæta útkomuna.

„Með þessum ummælum sínum er ráðherra að strá salti í sár okkar hér á Suðureyri. Hann hlýtur að hafa sagt þetta í einhverju fljótræði. Hingað hefur engum byggðakvóta verið úthlutað á undanförnum árum, sem máli skiptir“, segir Óðinn.

Í frétt bb.is í morgun var birt samantekt um úthlutun uppbótarkvóta á liðnum árum. Þar kom fram að mikill mismunur er á milli einstakra byggðarlaga á norðanverðum Vestfjörðum. Minnst hefur komið í hlut Suðureyrar en mest í hlut Þingeyrar. Í fréttinni var einnig vitnað í ummæli Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar sagði m.a.: „Sagði Árni að mörg dæmi væru um að einstakar byggðir hefðu nýtt byggðakvótann vel og væru ekki lengur háð úthlutunum uppbótarkvóta. Nefndi hann meðal annars Flateyri og Suðureyri í því sambandi en hvorug þessara byggða fær úthlutað byggðakvóta nú. Árni sagði einnig dæmi að byggðir væru enn í vanda, þrátt fyrir að þau hefðu fengið byggðakvóta en þar væri helst um allra minnstu byggðirnar að ræða.“

Aðspurður um einstakar úthlutanir segir Óðinn „Það er sammerkt með öllum þessum úthlutunum að þær koma til vegna breytinga í umhverfinu, nema ef vera skyldi eldiskvótinn. Honum er úthlutað í þágu vísindanna og get ég í sjálfu sér fallist á að það eigi að gera það, ef hægt er að sýna fram á að það sé til hagsbóta fyrir svæðið og ekki síst alla landsmenn. Ef við veltum fyrir okkur breytingum í umhverfinu og hvers eðlis þær eru þá vita allir að rækjustofninn hrundi og þannig hvarf kvóti. Þeim útgerðum er bætt það upp að einhverju leyti og ekkert óeðlilegt við það á meðan slíkur kvóti er tekinn af öllum flotanum. Slíkt gerist ekki í dag þar sem loðnuflotinn leggur engan kvóta til slíkra hluta þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað miklum varanlegum aflaheimildum í bolfiski þegar loðnubrestur varð á árum áður. Þegar kemur að því að bæta byggðarlögum upp önnur áföll sem orðið hafa eins og breytingar sem orðið hafa á útgerðarháttum og fleira, þá blasir það við að einungis fáum útvöldum er bættur sá skaði. Þar hafa ekki allir setið við sama borð og raunar sýna tölur að byggðarlögum hefur verið stórlega mismunað.“

Eins og kom fram í frétt bb.is eru ákveðin verðmæti fólgin í úthlutun aflakvóta. Aðspurður segir Óðinn að sú mismunun sem hafi viðgengist við úthlutun uppbótarkvóta hafi skekkt mjög samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. „Öll eru fiskvinnslufyrirtækin á þessum stöðum að keppa á sama markaði. Það segir sig sjálft að sá mismunur sem er í úthlutun hefur komið mjög niður á uppbyggingu fyrirtækjanna.Þar brennur mest á okkur sá ójöfnuður sem átti sér stað við úthlutun byggðakvótans til Þingeyrar á sínum tíma með ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Þangað var úthlutað kvóta sem upphaflega var ætlaður Suðureyri. Kvóti sem varð til vegna erfiðrar stöðu á Suðureyri var nýttur til þess að bæta stöðu Þingeyrar og gera með því stöðu Suðureyrar ennþá verri. Á fimm ára tímabili runnu rúm 500 tonn til Þingeyrar af kvóta sem ætlaður var Suðureyri og þau tonn voru notuð til þess að byggja upp eiginfjárstöðu fyrirtækis á Þingeyri. Það fyrirtæki hefur nú verið sameinað fyrirtæki á Djúpavogi og er með lögheimili þar. Hvað gerist næst veit enginn. Það hefur kannski verið tilgangurinn allan tímann að byggja upp öflugt fyrirtæki á Djúpavogi með kvóta sem var ætlaður Súgfirðingum, Flateyringum og Þingeyringum í upphafi. Kannski eigum við bara að gleðjast fyrir þeirra hönd. Þeir hafa verið að gera ágæta hluti og eru einfaldlega snjallari en við hér, eða hvað“.

Óðinn segir byggðakvóta ekkert annað en útgerðar- og hráefnisstyrk og því hafi samkeppnisstaða Súgfirðinga stórlega versnað á undaförunum árum þar sem fyrirtækin í nágrenninu hafi fengið útgerðar og hráefnisstyrki fyrir tugi milljóna á ári hverju.

„Leikreglum hefur verið breytt af handahófi á hverju ári og sá grunur læðist að manni að útkoman sé ákveðin fyrst og síðan séu reglurnar tilbúnar, til þess að réttlæta útkomuna. Svo er einnig nú. Á sama tíma og samkeppnislög eru hert viðgengst það að ráðherra eða stofnanir á vegum stjórnvalda úthluti að eigin geðþótta eða að minnsta kosti án haldbærra raka tugum milljóna til einstakra fyrirtækja og stórskekki þannig samkeppni í greininni.“

Aðspurður hvað hann eigi við með að útkoman hafi verið ákveðin fyrst segir Óðinn að þegar einstakar úthlutanir í byggðakvóta séu skoðaðar hljóti menn að sjá að þrátt fyrir keimlíkar aðstæður í byggðunum þá hafi eitthvað annað ráðið niðurstöðu úthlutana en sanngirni.

Óðinn segir það ekki hafa verið byggðakvóti sem var undirstaðan í þeirri vinnslu sem farið hafi fram á Suðureyri á undanförnum fimm árum þrátt fyrir að sjávarútvegsráðherra haldi því fram. „Hér hefur það verið afli af heimabátum og bátum sem gert hafa héðan út sem haldið hafa uppi fiskvinnslu. Einnig hefur Fiskvinnslan Íslandssaga hf á undanförnum árum reynt að fjárfesta í veiðiheimildum og þá sérstaklega í ýsu. Á sama tíma hafa aðrir ekki þurft að leggja út fyrir veiðiheimildunum úr eigin vasa heldur fengið þær að stórum hluta með úthlutun byggðakvóta.“

Hvað hefði gerst á Suðureyri ef þangað hefði runnið viðlíka byggðakvóti og í önnur byggðalög sagði Óðinn: „Ég tel að ef Íslandssaga hefði fengið sömu tækifæri og önnur fyrirtæki þá hefðum við notað þau til þess byggja upp útgerð á stórum bát sem hefði verið notaður samhliða þeirri útgerð sem rekin er á Suðureyri í dag. Þannig hefðum við tryggt okkur stöðugra hráefni til vinnslu á þeim mánuðum sem eru hvað erfiðastir fyrir smábátaútgerð. En það hefur ekki orðið ennþá. Við munum væntanlega reyna að halda okkar striki sem hingað til því við búumst ekki við að nein stefnubreyting muni eiga sér stað hjá stjórnvöldum í þessum efnum.“

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli