Frétt

bb.is | 09.12.2004 | 10:15Gríðarlegur munur á milli byggðarlaga við úthlutun uppbótarkvóta

Mestur uppbótarkvóti hefur komið í hlut Þingeyrar.
Mestur uppbótarkvóti hefur komið í hlut Þingeyrar.
Súgfirðingar hafa einungis fengið lítið brot af þeim uppbótarkvóta sem úthlutað hefur verið til byggðarlaga á norðanverðum Vestfjörðum. Hlutur þeirra er einungis innan við 10% af því sem í hlut Þingeyringa hefur komið. Sláandi munur er á milli einstakra byggðarlaga sem erfitt er að útskýra með mismunandi aðstæðum. Heildarverðmæti aflaheimilda er um 613 milljónir króna sem komið hefur í hlut 6 byggðarlaga. Á síðustu sex fiskveiðiárum hefur verið úthlutað samtals 7.892 þorskígildistonnum til byggða á norðanverðum Vestfjörðum fyrir utan hefðbundið úthlutunarkerfi fiskveiðistjórnunarkerfisins. Í þessum tölum eru svokallaðir byggðakvótar, krókabætur, fiskeldiskvóti, byggðakvóti ráðherra og bætur vegna aflabrests.

Langmest hefur komið í hlut Þingeyrar eða 2.231 tonn. Til Bolungarvíkur hefur verið úthlutað 1.740 tonnum, til Flateyrar hefur verið úthlutað 1.379 tonnum, til Ísafjarðar hefur verið úthlutað 1.289 tonnum, til Hnífsdals hafa runnið 679 tonn, í hlut Súðavíkur hafa komið 256 tonn og minnst hefur komið í hlut Súgfirðinga eða 196 tonn. Að auki bíður 120 tonna ráðherrakvóti útdeilingar í Ísafjarðarbæ. Þessar tölur koma fram í samantekt Fiskistofu.

Af einstökum tegundum uppbótarkvóta hefur mest komið í svokallaðar krókabætur eða 2.860 tonn. Byggðakvóti Byggðastofnunar er 2.128 tonn, bætur vegna aflabrests í rækju- og skelveiðum er 1.643 tonn, byggðakvóti ráðherra er 771 tonn og í eldiskvóta hefur verið úthlutað 275 tonnum. Að auki er óútdeilt 120 tonnum af ráðherrakvóta eins og áður sagði.

Erfitt er hægt að slá neinu föstu um verðmæti þess kvóta sem úthlutað hefur verið á undanförnum árum. Eftir samtöl við ýmsa aðila sem þekkja vel til kvótasölu er þó ekki óvarlegt að miða við 80 krónur fyrir hvert kíló þorskígildis. Að því gefnu er heildarverðmæti kvótans rúmlega 631 milljón króna. Hefur þá mesta verðmætið runnið til Þingeyrar eða tæpar 175 milljónir króna, til Flateyrar 110 milljónir króna, til Ísafjarðar 103 milljónir króna, til Hnífsdals 54 milljónir króna, til Súðavíkur rúmar 20 milljónir króna og til Suðureyrar hafa komið tæpar 16 milljónir króna. Hlutur Suðureyrar er einungis innan við tíund af hlut Þingeyringa.

Á undanförnum árum hafa orðið miklar sviptingar í sjávarútvegi í flestum þessum byggðarlögum. Auk aflabrests í rækju- og skelveiðum hafa flest þessi byggðarlög orðið fyrir miklum áföllum vegna brottflutnings aflaheimilda. Vandséð er hins vegar hvernig sá gríðarlegi munur verður til sem óneitanlega er á milli byggðarlaga sem búið hafa við að mörgu leyti svipaðar aðstæður. Þó má nefna að stærsta einstaka úthlutunin er sú ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að úthluta öllum byggðakvóta Byggðastofnunar til Þingeyrar þrátt fyrir að hann hafi í upphafi einnig verið ætlaður Flateyri og Suðureyri. Með þeirri ákvörðun komu samtals 1.935 tonn í hlut Þingeyringa á fimm árum. Byggðastofnun afréð fyrir skömmu að framlengja þá úthlutun í tvö ár gegn mótmælum bæjarstjórnar. Þess má geta að þær reglur sem unnið hefur verið eftir hafa oft tekið breytingum á undanförnum árum.

Í Morgunblaðinu í fyrradag var viðtal við Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra þar sem hann ræddi nýjustu úthlutun ráðuneytisins í byggðakvóta. Þar segir m.a.: „Sagði Árni að mörg dæmi væru um að einstakar byggðir hefðu nýtt byggðakvótann vel og væru ekki lengur háð úthlutunum uppbótarkvóta. Nefndi hann meðal annars Flateyri og Suðureyri í því sambandi en hvorug þessara byggða fær úthlutað byggðakvóta nú. Árni sagði einnig dæmi að byggðir væru enn í vanda, þrátt fyrir að þau hefðu fengið byggðakvóta en þar væri helst um allra minnstu byggðirnar að ræða.“

Ef marka má þessi orð ráðherra hafa Súgfirðingar nýtt sín 196 tonn vel í samanburði við þær úthlutanir sem komu í hlut annarra byggðarlaga.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli