Frétt

| 14.08.2001 | 15:00Lögmaður Hornstranda ehf. kvartar yfir seinagangi í framkvæmd málsins

Frá Ísafjarðarhöfn.
Frá Ísafjarðarhöfn.
Bréf frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hrl., lögmanni Hornstranda ehf. á Ísafirði, var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í gærkvöldi. Í bréfinu segir m.a.: „Þann 19. júní ritaði umbjóðandi minn, Henry Bæringsson, bæjarráði bréf fyrir hönd Hornstranda ehf. þar sem kvartað var yfir því að Hornströndum ehf. væri búin mun verri aðstaða við Ísafjarðarhöfn en Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar ehf....“
Síðan minnir lögmaðurinn á bréf það sem bæjarstjórinn á Ísafirði ritaði starfsmönnum Ísafjarðarhafnar 16. júlí sl. Þar greindi bæjarstjóri frá þeirri ákvörðun sinni að Hornströndum ehf. verði gert kleift að taka farþega og skila af sér við flotbryggju þar sem Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar hafa aðstöðu. Jafnframt gaf bæjarstjóri hafnarstarfsmönnum fyrirmæli um að koma þeirri ákvörðun til framkvæmda. Bréf bæjarstjóra var svohljóðandi:

Eins og hafnarstarfsmönnum er kunnugt tók undirritaður ákvörðun sem kynnt var með bréfi 31. maí sl. að föst hafnaraðstaða fyrir báta Hornstranda ehf. verði við stauraflotbryggju og lóðsbryggju. Hefur það fyrirkomulag verið síðan að smærri bátur fyrirtækisins, Anna, er með fasta hafnaraðstöðu við stauraflotbryggju og tekur þar farþega og skilar af sér. Taldi undirritaður er ákvörðunin var tekin, að þetta fyrirkomulag gæti gengið þar til sköpuð væri betri og sambærileg aðstaða fyrir alla ferðaþjónustubáta. Hefur þetta verið reynt í einn og hálfan mánuð og reynist illa. Lóðsbryggja fylgir ekki flóði og fjöru og því skapast slæm aðstaða á fjörunni til að taka farþega og farangur um borð. Auk þess hefur borið á vandræðum vegna staðsetningar bátanna en þeir eru á sitt hvorum staðnum.

Fyrst þetta reynist svona illa hefur undirritaður ákveðið að Hornströndum ehf. verði gert kleift að taka farþega og skila af sér við flotbryggju þar sem Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar hafa aðstöðu. Þýðir þetta að hafnarverðir þurfa að finna legupláss fyrir bát Sjóferða, Guðrúnu Kristjáns, en Bliki getur væntanlega legið áfram á sama stað. Verður þá innri hluti flotbryggjunnar aðstaða fyrir ferðaþjónustubáta til að taka farþega og skila þeim af sér. Er það skipulagsatriði þeirra sem í þessari þjónustu eru að koma því þannig fyrir að vel gangi upp. Þeir kostir eru við þetta fyrirkomulag, að þeir sem reka ferðaþjónustubáta hafa sambærilega aðstöðu til að taka farþega og skila á land. Auk þess ætti að vera auðveldara fyrir farþega að átta sig á brottfararstað þegar um einn og sama staðinn er að ræða. Ókostir eru, að legupláss verður með misjöfnum hætti en það er eins og gengur og gerist hjá öðrum bátum. Auk þess getur verið ókostur ef fleiri en einn bátur þarf að taka farþega eða skila á land á sama tíma.

Undirritaður ræddi við fulltrúa Sjóferða fyrir helgi og skýrði fyrir þeim sjónarmið í þessu máli.

Vinsamlega komið þessari ákvörðun undirritaðs til framkvæmda.


Lögmaður Hornstranda ehf. segir síðan m.a. í bréfi sínu: „Nú eru liðnar rúmar þrjár vikur frá því að bréfið var ritað en ákvörðuninni hefur ekki enn verið komið til framkvæmda... Fyrir hönd umbjóðanda míns er óskað eftir að henni verði komið til framkvæmda þegar í stað, þannig að þeim aðilum sem reka ferðaþjónustubáta verði búin sambærileg aðstaða. Að öðrum kosti er brotið gegn jafnræðisreglu stjórnsýslulaga... Engin lögmæt sjónarmið eru að baki því að veita einum ferðaþjónustuaðila mun betri aðstöðu en öðrum...“

Á fundi bæjarráðs í gærkvöldi var bókað vegna bréfs lögmannsins: „Bæjarráð beinir því til hafnarstjórnar að fyrirhugaðri stefnumótun í málefnum Ísafjarðarhafnar varðandi ferjusiglingar verði hraðað.“

Sjá einnig:

BB 09.08.2001
„Verið að svipta mig allri aðstöðu“

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli