Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 08.12.2004 | 10:50Ofurkrónan stenst ekki

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Við skulum hafa eitt alveg á hreinu. Þetta ofurgengi íslensku krónunnar stenst ekki. Hækkun íslensku krónunnar er enn eitt dæmið um þessa skelfing viðkvæmu markaði sem krónan leikur á, og hlutabréfaverðið ræðst af. Sveiflurnar verða ýktar og skrykkjóttar, uns markaðslögmálin hafa klárað verk sitt og tryggt jafnvægi. Um þetta eru mýmörg dæmi. Það þurfti bara fáeina spekinga og spjallþáttagesti til þess að almenningur hræddist, seldi hlutabréfin sín og stuðlaði að lækkun hlutabréfaverðs. Það er ekki lengur hægt að kasta á það tölu hvað fjármálamarkaðurinn tók oft tillit til frétta af fjárfestingaráformum í stóriðju, tók stöðu með krónunni og þrýsti verðgildi hennar upp.

Nú er hún svo ofursterk að öllum er ljóst að ekki stenst til lengdar. Spurningin er bara um hvenær aðlögunin á sér stað og hversu hratt.

Stóratburðir

Gáum að því hvað hefur gerst hér á landi. Til viðbótar við stóriðjuframkvæmdum, hafa farið fram hlutafjárútboð af stærðargráðu sem við höfum ekki þekkt fyrr. 300 milljarðar króna er áætlað að hlutabréfaútboðin nemi sem hafa orðið upp á síðkastið, eru að eiga sér stað eða eru fyrirsjáanleg. Þetta er helmingi hærri upphæð en nemur gjörvallri stóriðjufjárfestingunni á Austfjörðum, sem margir héldu að væri hagkerfi okkar um megn. Þó fengu færri en vildu. Fagfjárfestiar fóru bónleiðir til búðar, það voru ekki nægjanlega mörg hlutabréf í boði.

Út úr stútfullum peningageymslum bankanna hafa og runnið tug milljarðar króna til húsnæðisviðskipta og skuldbreytinga. Vitaskuld hefur þetta áhrif. Jafnvel þó drjúgur hluti hafi farið til skuldbreytinga og uppgreiðslu annarra lána.

Efasemdir viðraðar

Útlendingar hafa fjárfest í íslenskum skuldabréfum, aukið eftirspurn eftir krónunni og hækkað verðgildi hennar. Fyrir rúmum mánuði vöktu KB menn hins vegar athygli á því að bein eign útlendinga í innlendum skuldabréfum hefði dregist saman. ; „virðist því sem erlendir fjárfestar séu orðnir ragari en áður að taka stöður með krónunni“, skrifuðu þeir.

Íslandsbanki er farinn að viðra efasemdir sínar um að krónugengið standist. Og í skrifum KB banka nú nýverið eru viðraðar mjög stífar efasemdir, svo vægt sé til orða tekið um möguleika krónunnar upp þessum hæstu hæðum.

Er í vaxtahækkuninni fall krónunar falið?

Í hálffimm fréttum KB banka 3. desember er athygli á því vakin að nafngengi krónunnar sé hið sama núna og það var fyrir 11 árum, eða haustið 1993. Launavísitalan hefur hækkað um 93 prósent og verðlag um 38% á sama tíma. Segja þessar tölur okkur tvennt. Kaupmáttur hefur aukist gífurlega á þessum tíma. Og síðan hitt sem sagt er í skrifum greiningardeildar bankans: „Er mjög ólíklegt að núverandi raungengisstig geti haldist til lengdar.“

Færa þeir einnig rök að því að með hækkandi Seðlabankavöxtum, breytist ávöxtunarkrafan og hagnaðurinn af styrkingu krónunnar eyðist út. Þess vegna kann í vaxtahækkuninni og í styrkingu krónunnar að felast fall hennar. Athyglisverð er líka sú vísbending að vaxtahækkunin geti slegið á eignabóluna á höfuðborgarsvæðinu. Með öðrum orðum að grundvöllur verðsprengingarinnar á húsnæðismarkaðnum þar hrynji. Síðan hefur gengi krónunnar hækkað enn. En orð KB banka manna eru í fullu gildi. Þessi hækkun er ofris sem getur ekki staðist til lengdar.

Dæmisaga af dollarasvæði

Til viðbótar styrkingu krónunnar ýkist ástandið vegna þess hve staða bandaríkjadals er ræfilsleg. Hæst fór hann á sínum tíma í 110 kall. Nú er hann að dóla innan við 62 krónur. En hvaða áhrif hefur það?

Tökum dæmi sem allir skilja. Dæmi af framleiðslufyrirtæki sem framleiðir fyrir bandaríkjamarkað. Velta fyrirtækisins er ein milljón bandaríkjadala. Það var 110 milljónir íslenskar krónur fyrir fáeinum árum. Nú er veltan 60 milljónir. Það vantar 50 milljónir upp á tekjurnar. Á sama tíma hefur orðið kostnaðarauki. Laun hafa hækkað sem og aðrir kostnaðarliðir. Engin lífsins leið er að láta enda ná saman, hafi hagnaðurinn ekki verið stjarnfræðilegur fyrir. Það er þekkt að menn sveifla ekki vörum sínum svo glatt á milli myntsvæða. Erfiðleikar hrannast því upp

Munu neysluvörurnar ekki lækka?

En á þessu er önnur hlið. Aðföng eru keypt inn í dollurum. Innflutningur frá Bandaríkjunum verður þægilegur. Spennandi verður að sjá útrásarrisana, - sem ráða mestu um matarinnkaup okkar neytendanna í landinu, -bregðast við. Sjáum við ekki verðlækkun á matvörumarkaði, neysluvörumarkaði og almennt í vöruverði almennings ?

Nú ætti sú máttuga Samkeppnisstofnun að beina sínum haukfráu sjónum út á þessi mið, ásamt með Neytendasamtökunum. Hér er verðugt verkefni á ferðinni. Langt er síðan að neytendur hafa eygt aðra eins von um vöruverðslækkun.

Markaðurinn mun leita jafnvægis - eins og alltaf

Hið háa gengi krónunnar stuðlar að viðskiptahalla. Hann var fyrirsjáanlegur vegna mikillar fjárfestingar og gengu allir út frá honum. Hin harkalega hækkun krónunnar núna eykur hins vegar viðskiptahallann, með því útflutningsverðmætin minnka en innflutningur eykst.

Reynslan er síðan sú að markaðurinn leitar jafnvægis á þessu sviði sem öðrum. Þess er því að vænta að slíkt gerist hér á landi. Um það sáum við einmitt dæmi frá nýliðnum árum. Markaðurinn sýndi ýkt viðbrögð til að byrja með, en leitaði að sjálfsögðu jafnvægis að lokum.

Þetta mun vitaskuld líka gerast núna. Gömlu hagfræðilögmálin virka hér og nú eins og þau hafa gert fyrr og síðar. Markaðurinn leitar jafnvægis.

Einar K. Guðfinnssonekg.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli