Frétt

Stakkur 50. tbl. 2004 | 08.12.2004 | 10:40Framtíð orbúskapar á Vestfjörðum

Framtíð Orkubús Vestfjarða er okkur eðlilega hugleikin. Orkubúið hefur verið leiðandi á sínu sviði og eitt af stærstu atvinnufyrirtækjum Vestfjarða um nærri þriggja áratuga skeið. Tilurð þess var afar merkileg, að sameina fyrirtæki Rafmagnsveitna ríkisins og sveitarfélaganna á Vestfjörðum í því skyni að herða á rafvæðingu í fjórðungnum. Það tókst. Á ýmsu hefur gengið og margir erfiðleikar yfirstignir og mörg vandamál verið leyst. Orkubú Vestfjarða nýtur virðingar og trausts Vestfirðinga, sem ekki geta hugsað sér að missa frá sér fyrirtækið. Engu að síður seldu sveitarstjórnir ríkinu sinn hlut fyrir gott verð. Það er heldur ekki hlutverk sveitarfélaga að annast raforkuframleiðslu. Flestir eru sammála því hvar í flokki sem þeir standa. En nú er okkur brugðið við hugmyndar Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem vill sameina Rarik, Landsvirkjun og Orkubú Vestfjarða.

En er sú hugmynd svo galin? Nei hún getur vart verið það. Þegar sveitarfélög tóku þá afdrifaríku ákvörðun að selja hlut sinn í Orkubúi Vestfjarða hlutu þeir sem þar réðu að gera sér grein fyrir því að þau völd sem fylgdu eignarhlut og stjórnarsetu myndu hverfa. Þeim mátti einnig vera það ljóst, að gefin loforð um að engu skyldi breytt yrðu að sjálfsögðu háð því að framtíðin er ætíð óviss og vandi um hana að spá.

Gefin loforð eru að sjálfsögðu góð og sá sem þiggur loforð vill að þau verði haldin. En margt breytist, þar á meðal sá rammi sem atvinnulífi er búinn. Ýmislegt er á hvörfum í raforkumálum á Íslandi. Aðskilnaður framleiðslu og smásölu rafmagns er að verða að veruleika. Íslenska ríkinu ber þrátt fyrir allt skylda til þess að fara vel með eignir íslenskra skattborgara og hafa þá hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Nú er að opnast tækifæri fyrir Landsvirkjun að annast smásölu rafmagns, auk framleiðslu og heildsölu ásamt sölu til stórra notenda. Það verður vart talið rangt af iðnaðarráðherra að skoða alla kosti í stöðunni. Það er einnig rétt að heimamenn láti sér ekki standa á sama um framtíð þessa óskabarns Vestfirðinga. Ráðherra byggðamála er einmitt Valgerður Sverrisdóttir. Hún hefur lofað að störfin hverfi ekki á brott. En meira að segja það loforð getur reynst erfitt að halda.

Stundum læðist að okkur, þessum almennu borgurum og kjósendum, að fulltrúar okkar í stjórnmálum, bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi sjái stundum ekki ekki skóginn fyrir trjánum og gleymi þó því smáa, sem skiptir okkur á Vestfjörðum máli, en sýnist lítið í sölum Alþingis og jafnvel smátt hjá sveitarstjórnum. Það er margt efnið að hugsa um þegar menn gegna stjórnun í þágu almennings og sumt tekur meira pláss og víkur þá hið minna. Valgerður hefur sem ráðherra raforkumála og iðnaðar staðið í ströngu og stóriðju með tilheyrandi virkjunum austur á landi við nokkurn mótbyr margra og hávaðasamra mótmælenda, sem telja sig tala fyrir landið sjálft.

En getur verið að stjórnmálamenn séu stundum of bláeygðir þegar verið er að semja um stór málefni, eins og gilti um sölu á eignarhlut sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða? Mátti þeim ekki vera það fullljóst að erfitt yrði að standa við það að breyta engu í rekstrinum. Það hefði meira að segja verið erfitt þótt engin væri salan. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir hins harða heims, þar ræður sá sterki.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli