Frétt

| 14.08.2001 | 13:48Sonur Nisbets trúboða í heimsókn á Ísafirði

James Love Nisbet. Mynd: Saga Ísafjarðar, II. bindi.
James Love Nisbet. Mynd: Saga Ísafjarðar, II. bindi.
Bæjarins besta hefur borist sendibréf frá John Nisbet, öldruðum manni í Skotlandi, sem kom í heimsókn til Ísafjarðar í síðasta mánuði. Þeim sem hafa kynnt sér sögu Ísafjarðar kemur nafnið Nisbet eflaust kunnuglega fyrir sjónir. Húsið Hebron, sem nefnt er í bréfinu, stendur við Sólgötu nr. 9 og varð síðar betur þekkt sem Gúttó. Þar er nú prentverk og útgáfustarf. Bréf Johns Nisbets er dagsett 2. ágúst sl. og fer hér á eftir í heild í lauslegri þýðingu.
„Mig langar að þakka öllum þeim Ísfirðingum sem voru mér innan handar þegar ég kom í heimsókn fyrir skömmu ásamt dóttur minni og manni hennar. Ég kom í síðasta mánuði til Ísafjarðar vegna þess að foreldrar mínir bjuggu þar fyrir 90 árum og vonaðist til að geta fundið upplýsingar um starf þeirra þar. Einkum vil ég þakka bókaverðinum og safnverðinum á Sjóminjasafninu fyrir aðstoð þeirra, svo og prentaranum sem leyfði mér að skoða mig um í húsinu Hebron, sem foreldrar mínir byggðu en hýsir nú prentsmiðju. Ég tók ekki niður nöfnin en ég minnist aðstoðar þeirra með þakklæti.

Faðir minn, James Love Nisbet, kom til Ísafjarðar árið 1910 sem trúboði með The Christian Mission og sem læknir. Hann og móðir mín komu á fót lítilli kirkju í húsinu Hebron og tveir af bræðrum mínum fæddust á Ísafirði. Ég hafði aldrei komið að sjá bæinn og bjóst ekki við að þar væru neinar minjar um störf þeira. Ég varð hins vegar himinlifandi að finna margar heimildir í hinu frábæra skjalasafni ykkar – blaðafréttir og ljósmyndir. Ein af myndunum var af bróður mínum ársgömlum árið 1913 og ég gat hringt til hans í Skotlandi á 89 ára afmælisdegi hans og deilt með honum ánægjunni af að finna þetta.

Við ferðuðumst einnig um norðanverða Vestfirði og áttum alveg dásamlegt sumarfrí. Ef tök væru á að nefna þetta í blaði ykkar, þá gæfist mér færi á að láta í ljós þakklæti mitt.“

Nánari fróðleik um Nisbet lækni og trúboða og stórmerkan æviferil hans er að finna í Sögu Ísafjarðar eftir Jón Þ. Þór, II. bindi. Ekki virðist þó alveg fullkomið samræmi milli þess sem kemur fram í ritinu og bréfinu.

Í Sögu Ísafjarðar kemur fram að Nisbet hafi notið vinsælda meðal almennings á Ísafirði fyrir lækningar sínar en heldur minni hjá yfirvöldum enda stundaði hann ekki nám í læknisfræði fyrr en síðar. Hann dvaldist á Ísafirði til 1914 en fór þá í læknadeild Háskóla Íslands og lauk kandídatsprófi vorið 1917. Eftir það var hann aðeins tvö sumur (1917 og 1920) á Ísafirði.

„Á Ísafirði átti hann að fagna meiri ástsæld og virðingu en flestir aðrir samtímamenn, og söknuðu Ísfirðingar hans sárt, er hann hvarf á brott“, segir um James Love Nisbet í Sögu Ísafjarðar.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli