Frétt

| 14.08.2001 | 10:50Sín er hver sérvizkan

Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, er nú á heimleið eftir heimsókn sína til Moskvu. Á hinu hálfsmánaðarlanga lestrarferðalagi hins sérvitra kommúnistaleiðtoga, sem kvað kjósa þennan ferðamáta vegna flughræðslu, hafa norður-kóreskir og rússneskir leyniþjónustumenn með aðstoð lögreglu á hverjum stað lokað fyrir umferð um vegi og götur nálægt teinunum sem leið lúxuslestar leiðtogans hefur legið um. Í lestinni, sem var sérsmíðuð í Japan, eru 21 brynvarinn vagn, innréttaðir með öllum hugsanlegum nútímaþægindum. Mbl.is greindi frá.
Kim Jong Il mun ekki eiga langt að sækja flughræðsluna. Faðir hans, Kim Il Sung, hætti sér víst aldrei upp í flugvél af ótta við banatilræði.

Það er lífhræðsla sem liggur að baki sérvizkulegum háttum margra einræðisherra, eftir því sem greint er frá í þýzka dagblaðinu Welt am Sonntag. Þannig lætur Saddam Hussein Íraksleiðtogi alltaf nokkur hundruð nákvæmlega eins lúxusbíla aka þá leið sem hann þarf að fara um við opinber tækifæri, svo að ekki sé hægt að sjá í hvaða bíl valdhafinn sjálfur sitji. Er Saddams var vænzt í opinbera heimsókn til Jórdaníu fyrir nokkru varð Hussein þáverandi Jórdaníukonungur að láta sér lynda að fylgjast með fjöldanum öllum af tómum farþegaflugvélum lenda unz Saddam birtist loks út úr yfirlætislítilli þotu.

Saddam Hussein gistir sjaldan í einhverri hinna 60 halla sem hann hefur látið reisa sér. Lífhræðslan rekur hann til að nátta frekar hjá óbreyttum landsmönnum sínum, jafnvel í tjaldi úti í eyðimörkinni.

Á lúxusinn lætur hann þó ekki skorta frekar en flestir aðrir einræðisherrar; hann lætur færa sér nýja mjólk úr spenum hvítra kameldýra með þyrlu á hverjum morgni. Sagt er að hann eigi í fataskápnum yfir 200 sérsaumuð tízkujakkaföt og reyki Havana-vindla. Oft lætur Saddam tvífara koma opinberlega fram í sinn stað og hann hefur dreymt upphátt um að láta einrækta sig.

Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi er svo snjall að tengja persónulegt öryggi sitt við persónuleg þægindi með því að láta 40 sérþjálfaðar konur þjóna sér sem lífverði.

Gaddafi hefur af hégómagirnd ekki aðeins látið græða hár í síhækkandi kollvikin, heldur lætur hann ítalska tízkujöfra sjá um að sauma á sig alla einkennisbúningana sem hann klæðist. Er hann vaknaði einn daginn í loftkældu bedúínatjaldi sínu fann hann hjá sér köllun til að láta að sér kveða á sviði bókmenntafræði og sagðist hafa gert þá merku uppgötvun, að skáldið William Shakespeare hefði í rauninni verið arabi sem hét "Sheik Spear".

Hjá járnbrautaáhugamanninum Kim Jong Il má annars segja að stórmennskubrjálæðið sé í ættinni. Faðir hans Kim Il Sung heitinn lét á sínum tíma útbúa handa sér sæng fyllta dúninum af 700.000 spörfuglum. Er einræðisherrann var kominn á efri ár lét hann dæla blóði úr hreinum meyjum undir 25 ára aldri í æðar sér, í þeirri trú að það hjálpaði honum að ganga í endurnýjun lífdaga.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli