Frétt

bb.is | 03.12.2004 | 16:02Iðnaðarráðherra stefnir að sameiningu Landsvirkjunar, Rarik og Orkubúsins

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur staðfest að stefnt sé að sameiningu Landsvirkjunar, Rarik og Orkubús Vestfjarða í kjölfar þess að ríkið kaupir hlut Akureyrarkaupstaðar og Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Á það sé stefnt til þess að tryggja samkeppni og sem hagkvæmastan rekstur þessara fyrirtækja. Í sameiningunni felist sóknarfæri þar sem slíkt fyrirtæki yrði fyrst og fremst landsbyggðarfyrirtæki. Hún treystir sér ekki til þess að segja hvort höfuðstöðvar hins nýja fyrirtækis verði á landsbyggðinni. Sem kunnugt er lýsti Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur því yfir að þær hugmyndir hefðu verið ræddar að Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða yrðu sameinuð. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur lýst furðu sinni á þessum hugmyndum og sagt að þær gangi gegn öllum þeim hugmyndum sem ræddar hafa verið í byggðamálum á Vestfjörðum.

Valgerður staðfesti í samtali við bb.is að stefnt sé að þessari sameiningu. Hún segir þær sameiningarhugmyndir til komnar vegna breytinga sem eru framundan á sviði raforkumála. „Ríkið á Rarik og Orkubúið að fullu og helminginn í Landsvirkjun og hefur verið að hugsa sér til hreyfings á markaðnum til þess að tryggja að hér verði meiri samkeppni. Einnig til að tryggja að reksturinn fari fram á sem hagkvæmastan hátt, bæði neytendum og skattgreiðendum til hagsbóta. Í mínum huga ber síðan að stefna að því að hið nýja sameinaða orkufyrirtæki verði hlutafélagavætt og þá er ekki útilokað að fleiri komi að þeim rekstri.“

Hún segist skilja mjög vel að sveitarstjórnarmenn vestra lýsi sínum skoðunum á þessum hugmyndum og hafi efasemdir um þær. „Þarna eru mörg störf og mikilvæg hjá Orkubúinu og höfuðstöðvar þess eru á Ísafirði. Ég lít svo á að í þessari aðgerð felist sóknarfæri. Við megum ekki gleyma því að þegar ríkið keypti hlut sveitarfélaganna í Orkubúinu þá var rætt um að sameina það öðrum orkufyrirtækjum. Þá var það bókað, að kæmi til sameiningar við önnur orkufyrirtæki, þá yrðu eftir störf á Vestfjörðum. Við erum því mjög vel meðvituð um þau mál sem brenna á Vestfirðingum“, segir Valgerður.

Aðspurð hvort reynslan sýni ekki að þegar fyrirtæki sameinist þá færist störf af minni stöðum segir Valgerður mikilvægt að hafa í huga að með nýjum raforkulögum eigi ekkert fyrirtæki tryggan markað heldur verði orkufyrirtæki að keppa sína á milli. „Ég bendi hinsvegar á að öll þessi þrjú fyrirtæki eru með megnið af sínum rekstri á landsbyggðinni.“

Valgerður vill hins vegar ekki slá því föstu að höfuðstöðvar hins nýja fyrirtækis verði á landsbyggðinni. „Ég vil ekki tjá mig um það mál Við förum með byggðamálin í þessu ráðuneyti og erum alltaf með störf á landsbyggðinni í huga. Mér finnst felast í þessari sameiningu sóknarfæri því við viljum ekki færa störf af landsbyggðinni. Sú umræða sem átt hefur sér stað innan stjórnsýslunnar er í þá átt að reyna að færa störf út á landsbyggðina. Hitt vitum við að þegar samkeppni hefst í raforkusölu þá þurfa öll raforkufyrirtæki að hagræða og því fylgir fækkun starfa. Með þessari aðgerð höfum við áhrif á að störfin verði í ríkum mæli á landsbyggðinni þrátt fyrir að ekki sé hægt að útiloka að einhver störf verði færð til. Það verður hins vegar ofarlega í huga þeirra sem munu móta þetta nýja fyrirtæki að mikilvægir rekstarþættir verði á landsbyggðinni.“

Aðspurð hvort lítið orkufyrirtæki eins og Orkubú Vestfjarða eigi þá enga von í þeirra samkeppni sem framundan er segist Valgerður ekki vilja orða það þannig. „Hitt hefur sýnt sig að stórar dreifiveitur eru hagkvæmari en litlar og það verður að tryggja að neytendur fái raforkuna á sem lægstu verði. Við verðum að gera það besta úr því nýja umhverfi sem við erum að stefna í.“

Valgerður segir þá gagnrýni ósanngjarna að ríkið sé með þessum sameiningarhugmyndum að stuðla að minnkandi samkeppni með fækkun orkufyrirtækja. „Við verðum að hafa það í huga að þessi fyrirtæki eru öll í eigu ríkisins og eru í dag ekki að keppa. Rarik og Orkubúið eru fyrst og fremst dreifingarfyrirtæki en Landsvirkjun í mikilli framleiðslu.“

Guðni Geir Jóhannesson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar hefur gagnrýnt mjög þessar sameiningarhugmyndir og sagt þær á skjön við allar þær hugmyndir sem fram hafa komið í byggðamálum á Vestfjörðum m.a. í nefndum sem starfað hafa í umboði Valgerðar sem ráðherra byggðamála. Einnig hefur hann gagnrýnt að ekkert samráð hafi verið haft um þessi mál. Valgerður segist skilja mjög vel þessa gagnrýni Guðna. Hún segist hins vegar aldrei hafa tekið undir þær hugmyndir að skipta Rarik upp í minni fyrirtæki. „Þær hugmyndir hafa verið ræddar í öllum landshlutum en ég hef ekki tekið undir þær. Ég ítreka það hinsvegar að mér finnst að með sameiningu þessara þriggja orkufyrirtækja felist sóknarfæri á landsbyggðinni.“

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli