Frétt

bb.is | 01.12.2004 | 14:49Stjórn Fjórðungssambands hafnar bráðabirgðalausnum í samgöngumálum

Myndin sýnir hvar hægt væri að grafa jarðgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar.
Myndin sýnir hvar hægt væri að grafa jarðgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga telur að bættar samgöngur séu forsenda frekari sameiningar sveitarfélaga á Vestfjörðum og leggur áherslu á að fjármagn til samgöngubóta verði nýtt í varanlegar lausnir í stað bráðabirgðalausna. Þá segir stjórnin það hafa valdið vonbrigðum hversu langan tíma hefur tekið að fá niðurstöður í vinnu tekjustofnanefndar. Einnig vill stjórnin að horft verði til Vestfjarða sem heildar í tillögum um sameiningu sveitarfélaga. Stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða samþykkti á fundi í gær athugasemdir við þær tillögur sem lagðar hafa verið fram um hugsanlegar sameiningar sveitarfélaga á Vestfjörðum. Í athugasemdum Fjórðungssambandsins segir m.a.:

„Stjórn sambandsins leggur áherslu á að bættar samgöngur séu forsenda frekari sameiningar sveitarfélaga á Vestfjörðum og sú afstaða kemur ítrekað fram hjá sveitarstjórnum og íbúum. Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi verða að geta búið við öruggar samgöngur, að öðrum kosti er ekki um eitt þjónustusvæði að ræða. Góðar samgöngur eru einnig meginforsenda samkeppnishæfni atvinnulífs á Vestfjörðum.“

Um áherslur í samgöngubótum segir: „Stjórn leggur áherslu á að við samgöngubætur verði horft til framtíðar en fjármagn verði sem minnst nýtt í bráðabirgðalausnir. Þetta felur í sér að grafa þarf jarðgöng eða leggja nýja vegi milli þéttbýliskjarna og milli atvinnusvæða. Fara þar oft saman verkefni er varða bættar samgöngur við önnur svæði landsins. Þetta á við um tengingu þéttbýlisins við Djúp, tengingu Djúps og Vestur Barðastrandasýslu og tengingu Reykhóla og Stranda. Í annan stað leggur stjórn FV áherslu á að lokið verði við núverandi samgönguverkefni s.s. veg til Drangsness og í Árneshrepp.“

Að undanförnu hefur verið að störfum tekjustofnanefnd sem rætt hefur hugsanlegar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga. Um störf þeirrar nefndar segir í athugasemdum stjórnarinnar: „Það hefur valdið vonbrigðum og gert erfitt að meta kosti sameiningar hve langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu af vinnu tekjustofnananefndar. Stjórn FV tekur hér einnig undir samþykkt Landsþings 2004 að lokið verði uppgjöri ríkis og sveitarfélaga vegna núverandi verkefna og tekjustofna þeim tengdum.“

Sem kunnugt er lagði sameininganefnd til að Reykhólahreppur sameinist sveitarfélögum á Vesturlandi. Um það segir í athugasemdum stjórnarinnar: „Tillögur sameininganefndar ganga út á að sameina sveitarfélög á Vestfjörðum út fyrir mörk hins eldra Vestfjarðakjördæmis. Stjórn Fjórðungssambandsins leggur til að litið verði til þess að Vestfirðir hafa um langa hríð verið eitt kjördæmi, þeir eru eitt skattstjóra- og dómsumdæmi og að sveitarfélög og íbúar í fjórðungnum eiga með sér margháttað samstarf og samvinnu á vettvangi fjórðungsins.“

hj@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli