Frétt

Stakkur 49. tbl. 2004 | 01.12.2004 | 11:05Lífvænleg sveitarfélög

Ýmsar kenningar eru uppi í stjórnmálafræðum. Ein er sú að mögulegt sé að spá fyrir um líflíkur sveitarfélaga. Hún var gerð að athugunarefni og til umfjöllunar í Fréttablaðinu og BB. Samkvæmt því er þar kom fram mátti ætla að mati tveggja bandarískra sérfræðinga að á Vestfjörðum ættu aðeins þrjú sveitarfélög sér framtíð, Ísafjarðarbær, Hólmavíkurhreppur og Tálknafjarðarhreppur. Kenningin byggir á því að skoða hvernig aldursskipting íbúa er í sveitarfélaginu og bera saman við aðra þætti, sem ekki verður farið nánar út í hér. Nú verður gerð tilraun til að sameina sveitarfélög á Íslandi á næstunni. Þau verða aðeins 95 eftir síðustu sameiningu í Húnavatnssýslu og Borgarfjarðarsýslu. Því ber að fagna. Meira þarf til að dugi. Fróðlegt verður að sjá hvert framhald verður á, ekki síst á Vestfjörðum. Sveitarstjórar í Reykhólahreppi og Hólmavíkurhreppi vilja sameiningu milli sýslna og að sjálfsögðu nýjan veg um Arnkötludal. Hvort sveitarfélögin á Vestfjörðum verða þrjú, fjögur eða fleiri mun ráðast á næstunni.

Eitt þeirra sem enn lifir er komið niður fyrir stærðarmörk sveitarstjórnarlaga. Það er Broddaneshreppur í Strandasýslu. Hin geta skrimt lagalega. En er það nóg? Það hlýtur að vera vilji allra að íbúar á Vestfjörðum lifi við bestu kosti sem bjóðast, að minnsta kosti miðað við aðstæður. Þess vegna er fróðlegt að skoða samanburð á skatttekjum sveitarfélaganna, sem fram kemur hér í blaðinu. Hæstu tekjur hefur Broddaneshreppur nærri 368 þúsund krónur á íbúa. Þau lífvænlegu samkvæmt kenningunni eru með eftirfarandi tekjur á íbúa; Tálknafjörður er lægstur, 275 þúsund, Ísafjarðarbær því næst, 278 þúsund og loks Hólmavík, tæp 300 þúsund. Þar fyrir ofan eru sex, en fyrir neðan tvö. Án þess að nokkur fræðileg rök verði leidd að því hvað þessar tölur segja er þó eitt ljóst. Íbúafjöldi og gerð hans skiptir greinilega miklu máli. Hagkvæmni stærðarinnar hlýtur að skipta máli. Bolungarvík er annað tveggja tekjulægstu sveitarfélaganna með 271 þúsund krónur á íbúa. Aðeins Bæjarhreppur er neðar með 191.505. En aldurssamsetning þar er einna verst samkvæmt kenningum þeirra bandarísku.

Tölur segja ekki allt. Því hefur oft verið haldið fram að auðvelt sé að ljúga með talnaleik og Sölvi Helgason reiknaði barn bæði í og úr konu. Þær eru því einkar vandmeðfarnar. Enginn fær því neitað að þær veita skýrar vísbendingar. Ýmis teikn eru á lofti um að bjartara kunni að vera framundan á Vestfjörðum. Bolvíkingar eru að endurheimta kvótann með einskærum dugnaði einstaklinga, ekki hins opinbera. Hið sorglega er að íbúum fækkar stöðugt. Einu viðbrögð okkar hljóta að verða ný sýn á tilveruna. Samstaða íbúanna skiptir öllu. Þar hefur sameining sveitarfélaga mikið að segja. Of lengi er fjármunum sóað með því að dreifa kröftunum. Skatttekjur á íbúa segja aðeins hluta sögunnar. Útkoman lækkar ef margföldunarstuðullinn lækkar í samræmi við fækkun íbúa. Það kallar að öðru óbreyttu á einföldun stjórnsýslu sveitarfélaganna.

Nú er komið að því að sýna kjark og að íbúarnir hugsi til framtíðar og taki þá afdrifaríku og reyndar vænlegustu ákvörðunina í stöðunni, að kjósa sameiningu og sókn fram á við. Hitt, að hver hokri í sínu horni, er gengið sér til húðar, því miður.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli