Frétt

frelsi is – Páll Jens Reynisson | 01.12.2004 | 10:34Leysum fjötra bænda

Landbúnaðarmál á Íslandi eru ekki auðveld viðureignar. Þar eru heilu atvinnugreinarnar njörvaðar niður í fjötrum ríkisstyrkja. Frelsisþenkjandi vesturlandabúar hljóta að spyrja sig hver séu rökin á bak slík kerfi. Í fyrstu þá virðast þau fá og eiga rætur í gamalli þjóðfélagsskipan sem er löngu liðin tíð. Forsendur fyrir beingreiðslum bænda byggja á tilvist gamals styrkjakerfis, sem stjórnvöld ásamt Alþýðusambandi Íslands, komu á um miðja síðustu öld, sem kjarabót inn í launasamninga. Það voru hræðileg mistök að gera vinnandi bændur að þrælum fyrir ríkisvaldið, í stað þess að þeir fengju að njóta frelsi markaðarins. Það er úrelt kenning að bændur séu sáttir við að liggja á ríkisspenanum. Staðreyndin er sú að flest allir bændur eru ósáttir við að vera öðrum háðir og vera taldir sníkjudýr. Þar að auki hefur engin önnur stétt sopið eins dýru verði fyrir grein sína. Kaupmáttur bænda hefur hrunið að raungildi síðustu fimmtán ár, og lifa sauðfjárbændur við fátækramörk.

Útlagður kostnaður ríkisins við landbúnaðarkerfið er um 13 milljarða króna. Ef þessir styrkir yrðu aflagðir mun byggðaröskun verða töluverð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir landsbyggðina. Því er um mikið vandamál að etja í þessum efnum.

Í öllum löndum OECD tíðkast samskonar styrkveitingar, sem er annað stórt vandamál. Því að það gefur augaleið að jafnræði milli framleiðsluþjóða á markaðnum getur ekki skapast á eðlilegan hátt, ef ein eða fáar þjóðir halda ríkisstyrkjum áfram til lengdar.

Því þarf sameiginlegt átak milli vestrænna landa í landbúnaðarmálum. Átak sem leiðir til afnáms ríkisstyrkja til landbúnaðar.

Sjálfstæðisflokkurinn ætti að móta skýra stefnu, taka frumkvæðið, og vera leiðandi í þessum málaflokki. Sjálfstæðismenn hafa utanríkisráðuneytið á sinni könnu og ættu að taka forystu með stjórnvöldum annarra landa í að koma þessu á burt.

Samstarfsflokkur okkar hefur sólundað fé skattborgaranna í ýmiskonar bitlinga, eins og umboðsmann íslenska hestsins og fegurri sveitir svo fáein dæmi séu nefnd. Það er alveg ljóst að þetta gengur ekki til lengdar og fyrirséð er að breytingar á núverandi kerfi verða ekki undir „maddömu“ Framsóknarflokksins. Ef að bændur eiga að geta notið ávaxta erfiði síns og búið við frjálsan markað verður Sjálfstæðisflokkurinn að taka forystu í landbúnaðarmálum.

Niðurskurðartillögur Heimdallar eru óraunhæfar eins og staðan er í dag, og minnir frekar á dagdrauma frelsisþenkjandi einstaklings, sökum þess að búvörusamningar eru gildandi til 2007. Það er staðreynd að við getum ekki staðið ein með frjálsan markað landbúnaðarafurða, því þá mætti jarðsyngja rætur okkar. Það verður að fá önnur lönd með, til að breytingar verði á, því annars þá verða íslenskir athafnabændur ekki frjálsir og samkeppnishæfir með afurðir sínar. Við viljum ekki að landbúnaðurinn og sjávarplássin sem byggðu land okkar verði að engu því þetta er arfleið okkar.

frelsi.is – Páll Jens Reynisson

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli