Frétt

| 12.08.2001 | 16:33Heimur versnandi fer (?)

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Eyjólf Jónsson, fyrrum lögregluþjón í Reykjavík (Eyjólf sundkappa), sem rifjar upp útihátíð í Bjarkalundi um verslunarmannahelgina árið 1962, þar sem hann var við löggæslustörf ásamt þremur öðrum lögreglumönnum að sunnan. Fróðlegt getur verið að bera saman bæði hegðun hátíðargesta og starfshætti lögreglu fyrr og nú, án þess að hér sé lagður nokkur dómur á slíkt.
Eyjólfur segir að lögregluþjónarnir hafi byrjað á því að koma sér fyrir í Bjarkalundi. „Við höfðum ekki áhyggjur af því að hafa ekki fjögur rúm til umráða því að til að byrja með stóð til að við tækjum vaktir – tveir og tveir í senn. Þegar til átti að taka voru rúmin heldur ekki mikið notuð því að við þurftum allir að standa vaktina nánast samfleytt alla helgina og gleyptum í okkur matinn á hlaupum. Markmið okkar var að hafa fulla stjórn á hátíðarhöldunum og þurfa ekki að leita til lögreglunnar á Ísafirði eins og við máttum gera í neyð.“

– – –

„Eftir að bera fór á alvarlegri ölvun og áflögum skiptum við liði til að hafa hemil á ólátaseggjunum. Við Bjarni vorum saman, byrjuðum á því að teyma versta ólátasegginn út í rjóður þar sem hann lofaði bót og betrun og slepptum honum síðan lausum. Pilturinn elti okkur í tvígang bölvandi og ragnandi og hélt áfram uppteknum hætti. „Hér dugar ekkert nema neyðarréttur“, sagði Bjarni að lokum. „Við verðum að „naflaslíta“ hann.“

Ég skellti piltinum í grasið, Bjarni tók af honum beltið og skar allar tölurnar af buxunum hans með vasahnífnum sínum. Þegar því var lokið sleppti ég takinu og pilturinn spratt á fætur til að hlaupa á eftir okkur Bjarna. Um leið missti hann náttúrlega buxurnar niður á hælana og féll fram yfir sig í grasið eins og heftur hestur. Bjarni sagði við mig að það væri sama hvað menn væru ölvaðir þeir vildu ekki verða sér til minnkunar á brókunum og fljótlega kom á daginn að hann hafði rétt fyrir sér.

Ekki þarf að orðlengja að alls fengu 23 sömu meðferð um kvöldið og einn tvisvar því að hann birtist aftur í nýjum buxum og hélt uppteknum hætti að ráðast á unglinga“, segir Eyjólfur og tekur fram að undir morgun hafi einn piltanna komið hlaupandi til lögregluþjónanna með buxurnar niður um sig. „Hann var mjög skelkaður þegar hann sagði okkur frá því að hann hefði sofnað á berangri og örugglega orðið fyrir árás kynferðisafbrotamanns á meðan hann svaf. Að sjálfsögðu létti honum töluvert við að frétta að ekkert slíkt hefði átt sér stað heldur hefði lögreglan „naflaslitið“ hann.“

Lögreglumennirnir þurftu að hafa hemil á heljarmenni um nóttina. „Jeppabifreið var ekið inn á svæðið og út úr henni kom mikið heljarmenni úr sveitinni. Maðurinn leit út eins og hann hefði verið dreginn upp úr fjóshaugnum, í skítugum og rifnum fötum. Hann öskraði ferlega og sló saman miklum bjarndýrshrömmum. Áður en við vissum af var hann búinn að rota þrjá menn“, segir Eyjólfur og bætir við að maðurinn hafi verið handjárnaður við eina hornsúluna á danspallinum. „Þarna stóð hann og öskraði af bræði frá miðnætti og fram á morgun.“

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli