Frétt

mbl.is | 01.12.2004 | 08:06Fimmtán kílóum af hassi smyglað til landsins í dekkjum

Bankalán, yfirdráttur og úttektarheimild á greiðslukorti upp á um 650.000 krónur var höfuðstóllinn sem rúmlega tvítugur maður notaði til að kaupa um 2 kíló af hassi í Danmörku í júní í fyrra og flytja til landsins. Ágóðann af sölunni notaði hann til að kaupa fimm kíló af hassi tveimur mánuðum seinna og í desember var hann kominn með nægt fé til að flytja inn átta kíló. Þessum viðskiptum mannsins lauk þegar tollgæslan í Reykjavík fann síðustu sendinguna í vöruafgreiðslu við Sundahöfn. Aðalmeðferð yfir manninum, föður hans og tveimur öðrum sem ákærðir eru í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Í fyrstu ferðinni tók höfuðpaurinn sér far með Norrænu til Danmerkur, keypti 2 kíló af hassi og faldi það í varadekkinu á bifreið sinni áður en hann hélt aftur heim. Næsta sending kom í september en þá flaug maðurinn til Kaupmannahafnar, keypti hassið af sömu aðilum í borginni og bjó um það í dekkjum sem hann keypti ytra. Fram kom að hann hafði lengi unnið á hjólbarðaverkstæði og því átti hann ekki í neinum vandræðum með að koma hassinu fyrir í dekkjunum án þess að hafa til þess sérstök verkfæri. Raunar valdi hann dekkin sérstaklega með það í huga að auðvelt væri að koma þeim upp á felgur.

Í báðum tilvikum gekk smyglið að óskum og vikurnar eftir að hassið kom til landsins sáu félagar hans og jafnaldrar um að selja það fyrir hann. Þeir hjálpuðu honum síðan við að skipta ágóðanum í danskar krónur til að undirbúa áframhaldandi fíkniefnaviðskipti. Mennirnir tveir fengu grammið á 1.500 krónur og máttu sjálfir hirða ágóðann af sölunni, ef einhver varð, auk þess sem höfuðpaurinn sá þeim fyrir hassi, mat og sígarettum. Þremenningarnir játuðu að mestu ef ekki öllu leyti sinn þátt í málinu fyrir fjölskipuðum héraðsdómi í gær.

Faðir höfuðpaursins er ákærður fyrir að hafa í félagi við son sinn skipulagt smygl á 8 kílóum af hassi en sú sending fannst við tollskoðun, eins og fram hefur komið. Faðirinn neitaði sök og sagðist eingöngu hafa leyft syni sínum að nota nafn sitt á vörusendinguna þar sem sonurinn hefði ekki verið viss um að vera kominn til landsins á undan sendingunni. Hann kvaðst ekkert hafa vitað um hassið og sonur hans bar á sama veg.

Framburður sonarins hjá lögreglu var talsvert frábrugðinn því sem kom fram fyrir dómi í gær. Lögreglumaðurinn sem handtók hann greindi frá því að hann hefði m.a. rætt um að faðir hans hefði sagst ætla að taka á sig sök í málinu ef eitthvað færi úrskeiðis og ekki annað á honum að skilja en að faðirinn væri fullkomlega meðvitaður um smyglið. Þessu neitaði sonurinn fyrir rétti í gær. Fyrir dómi kom fram að hann hefði átt við þunglyndi að stríða og sagði lögreglumaðurinn að þegar hann var handtekinn hefði hann brotnað niður og rætt um að hann vildi helst koma sér fyrir. Gæta hefði þurft sérstaklega að honum.

Þegar seinni ferðirnar tvær voru skipulagðar bjuggu allir ákærðu saman í íbúð í Hraunbæ. Aðspurður kvaðst faðirinn ekki hafa mikið orðið var við hassreykingar á heimilinu en hann hefði mikið verið fjarverandi vegna vinnu. Hjá fulltrúa ríkissaksóknara kom á hinn bóginn fram að "stæk kannabislykt" hefði verið í íbúðinni þegar lögreglan lét til skarar skríða.

Auk refsingar krefst ríkissaksóknari þess að fjármunir að upphæð rúmlega 2,8 milljónir verði gerðar upptækar hjá höfuðpaurnum og 1,7 milljón hjá einum samverkamanni hans.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli