Frétt

mbl.is | 30.11.2004 | 08:21Jólin á Nýfundnalandi hefjast með innreið Íslendinga

Í Montreal boðar jólasveinagangan hátíðarkomu í Ottawa þegar kveikt er á ljósunum á þinghússhæðinni. En á Nýfundnalandi markar ekkert betur að jólin séu í nánd en árleg innreið hundruð Íslendinga í verslunarleiðangri, segir í kanadískum fjölmiðlum í dag um upphaf aðventunnar í bænum St. John´s. „Þeir eru úti um allt, það eru þessir með sneisafullu innkaupakerrurnar,“ segir búðareigandi í Village Mall í frétt kanadísku fréttastofunnar Canadian Press. Þar segir að sjöunda árið í röð hafi ferðaskrifstofan Vestfjarðaleið Travel skipulagt verslunarferðir frá Reykjavík til St. John's.

Vopnaðir krítarkortum og girnd í fatnað frá Levis og Nikes sé búist við að Íslendingarnir verji um 600.000 kanadískum dollurum á sex dögum eða jafnvirði 30 milljóna. Séu það uppgrip í lítilli borg sem fáir leggi annars leið sína til á vetrarmánuðum.

Í fréttinni segir er haft eftir Sandy Hickman, formanni ferðamálanefndar borgarinnar, að nokkrar verslanir sendi mótttökusveitir út á flugvöll til að taka á móti Íslendingunum. „Þeir eru brjálaðir í bláar gallabuxur,“ segir Hickman.

Fyrsti hópurinn, um 200 manns, komu til St. John's í síðustu viku. Í flestum verslunum hangir skilti úti í glugga þar sem á stendur: „Velkomnir íslensku gestir“. Hillur hafa verið fylltar, starfsfólk er í startholunum.

„Hér fáum við vörur fyrir aðeins þrigjung þess sem hann kostar heima, hér er allt svo miklu ódýrara. Parið af Nike-íþróttaskóm kostar 20.000 krónur heima á Íslandi og ég á fjóra syni og kaupi því fullt af íþróttaskóm,“ er haft eftir Olgu nokkurri Magnúsdóttur.

Í íþróttavöruversluninni Sportchek segir Mike Peddle að Íslendingarnir kaupi skíði snjóbretti og jafnvel reiðhjól. „Ég varð dolfallinn fyrsta árið. Ef eitthvað var á útsölu og ekki fáanlegt í Evrópu keyptu þeir 10-15 stykki af sama hlutnum,“ segir Peddle sem fengist hefur við íslensku innrásina þrjú ár í röð, eins og það er orðað í frétt CP. Leikföng, dvd, hugbúnaður og heimilistæki rjúka út. Og ætli stærsti staki hluturinn sem verslaður var í ár sé ekki bifreið af gerðinni Ford Mustang. „Stærri hluti má senda heim með skipi og fá þá fyrir jól,“ er haft eftir Kristjáni Baldurssyni hjá Vestfjarðaleið.

Upphafið að verslunarferðunum er rakið til áhafnaskipta íslenskra togarasjómanna, segir í frétti. Þegar næsti hópur fer heim 1. desember hafi um 500 Íslendingar sinnt jólainnkaupum í St. John's. En svo mikið er keypt að ekki verður öllu komið heim í einu. Þannig varð flugvél frá Icelandair að skilja eftir um og yfir 100 töskur er lagt var upp til Keflavíkur frá St. John's um helgina, samkvæmt heimildum Fréttavefjar Morgunblaðsins (mbl.is). Í lestum flugvélarinnar var aðeins pláss fyrir rúmar 400 töskur farþeganna 200 sem með vélinni voru.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli