Frétt

bb.is | 29.11.2004 | 16:30Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga komin út í sjöunda sinn

Sögurnar eru nú orðnar 707.
Sögurnar eru nú orðnar 707.
Í dag kom út hjá Vestfirska forlaginu bókin „Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga“ sem Gísli Hjartarson á Ísafirði hefur skrifað. Er þetta í sjöunda skipti sem bók með þessu nafni kemur út hjá forlaginu og eru sögurnar sem Gísli hefur tekið saman og komið á prent nú orðnar 707 talsins. Þjóðsögur Gísla hafa heldur betur slegið í gegn á Vestfjörðum undanfarin ár og hafa bækurnar allar orðið allra söluhæstu jólabækur á Vestfjörðum frá upphafi útkomu þeirra í desember 1998. Einnig eru þjóðsögur Gísla orðnar eitt vinsælasta lesefni brottfluttra Vestfirðinga sem búsettir eru í öðrum landshlutum.

Eins og fyrr eru sumar sögurnar dagsannar, aðrar eru hinsvegar lognar, fótur er fyrir enn öðrum, en trúlega verða þær allar hrein sagnfræði um leið og þær eru á prent komnar. Gísli sagði í samtali við blaðið að söfnun sagnanna hefði gengið bærilega að vanda. Að hans mati eru þær flestar sprenghlægilegar og holl lesning og hin besta lækning fyrir sálarlífið. Aðspurður hvort ekki fari að þorna upp sagnabrunnurinn hér vestra segir Gísli ekki nein teikn á lofti í þá átt. „Sem betur fer eru hér ennþá til menn og konur sem gera mannlífið fjölskrúðugt og sjá spaugilegu hliðina á mannlífinu. Vonandi verða Vestfirðingar seint steyptir í sama mótið.“

Gísli segist ætla að halda áfram að safna sögum sem þessum. „Ég mun halda því áfram á meðan ég er öl- og reiðfær“.

Hér að neðan er ein hinna nýju vestfirsku þjóðsagna sem í bókinni birtast og ber hún nafnið „Örnefni í Djúpi“.

„Fyrir um ári var Sophus Magnússon, bifreiðastjóri á Ísafirði, á leið til Reykjavíkur á langferðabíl sínum með nokkra farþega. Ekkert hafði verið flogið vestur í nokkra daga sökum veðurs og tóku nokkrir menn sig saman og leigðu sér rútu. Stórhríð var á og gekk seint að komast inn Djúp. Eftir um tíu tíma var bíllinn kominn inn í Þernuvík í Ögursveit.

Í Þernuvík er nokkur sumarbústaðabyggð. Þar eiga bústaði Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður, Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður, Guðmundur Jakobsson rækjukarl í Bolungarvík og Álfhildur Jónsdóttir hjá Orkubúinu á Ísafirði. Þegar þetta var hafði kvisast að Jósefína Gísladóttir, Ína Gísla, eiginkona Úlfars Snæfjörð Ágústssonar í Hamraborg á Ísafirði, hygðist byggja sér bústað í Þernuvík og reis það hús nú á haustdögum. Þær stöllur Álfhildur og Ína eru miklir kvenskörungar svo að af þeim gustar, raunar hálfgerðar skessur stundum.

Þegar hér var komið sögu voru farþegar Sophusar orðnir órólegir og þurftu margir að fá að hringja heim og láta vita af sér í farsíma bílsins en þarna er ekkert GSM-samband. Þar á meðal var Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður.

Meðan Einar var að tala við konu sína spurði hann Sophus hvar þeir væru staddir. Sophus kvað þá vera í Þernuvík. Þá sagði Einar Kristinn í símann: Við erum komnir inn að Skessuhorni, elskan.“

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli