Frétt

| 09.08.2001 | 15:03Eldborgarmessan ógurlega

Þá er blessuð verslunarmannahelgin, sem er svo mörgum tilhlökkunarefni og sennilega enn fleirum kvíðvænleg, afstaðin. Eins og venjulega tókst allt með miklum stæl og allir voru ánægðir hver á sína vísu. Þó verður ekki framhjá ýmsum vanköntum litið. Áður er rétt að vekja athygli á því að verslunarmannahelgin leið á Vestfjörðum án nokkurra teljandi óhappa og enn hafa ekki borist fregnir af slysum í umferðinni í héraðinu. Lögreglan í Bolungarvík, Búðardal, á Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði hafði með sér náið og gott samstarf, og náðu störf hinnar sameinuðu löggæslu allt að Eldborgarhátíðinni og í Borgarfjörð. Almennt er það álit manna að kraftmikil löggæsla um allt land hafi átt sinn þátt í óhappalítilli umferð. Þó valt rúta á Fjallabaksleið nyrðri á Suðurlandi. Betur fór en á horfðist, en tvennt var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og sex aðrir munu hafa meiðst eitthvað. Spurningar vakna um réttmæti þess að flytja stöðugt fleiri ferðamenn inn á hálendið um vegi sem ekki voru gerðir fyrir mikla umferð stórra bíla.

Einnig vaknar sú spurning hver sé ábyrgð þeirra manna og fyrirtækja sem bjóða fólki afþreyingu, sem stundum kann að reynast hættuleg, samanber atvikið þegar tveimur gúmmíbátum hvolfdi undan fólki í Skaftá við Hunkubakka. Hver ber ábyrgð á fólki sem fjölmennir út í óbyggðir að því er virðist í hugsunarleysi og viðhefur ekki næga aðgát? Minna má á að um síðustu páska taldi lögreglan á Ísafirði um 70 snjósleða á Drangajökli.

Stærstu hátíðirnar voru að sjálfsögðu Kántríhátíðin á Skagströnd, sem sló öll met, um 12 þúsund gestir, þjóðhátíð í Eyjum og Eldborgarmessan ógurlega. Allir voru ánægðir með sitt, líka þeir sem stóðu fyrir smærri hátíðum eins og Sóbakka- og Ingjaldssandshátíðinni í Önundarfirði. Drýgst létu þó Eldborgarar á Kaldármelum, sem leyfðu sér ósköp pent að segja að hátíðin hefði farið vel fram, beint í kjölfar fregna um 10 meint kynferðisafbrot, dreifingu fíkniefna og ,,nauðgunarlyfsins? smjörsýru, sem að minnsta kosti 15 ungmenni urðu fyrir barðinu á. Sennilega hefur þeim verið ofar í huga að telja milljónirnar 50, sem inn komu, en að hafa áhyggjur af nokkrum stelpum, sem þó voru væntanlega að upplifa sína verstu lífsreynslu fram að nýliðinni verslunarmannahelgi.

Þá koma spurningrnar: Hvenær ætla háttvirtir alþingismenn að samræma íslensk lög þeirri breytingu sem alþingi gerði með lögræðislögum 1997 þegar sjálfræðisaldur hækkaði úr 16 árum í 18 ár? Nú teljast allir börn í skilningi laganna, sem ekki hafa náð 18 ára aldri, að því tilskyldu að þeir hafi ekki gengið í hjúskap fyrir þann aldur. Eldborgarmessan ógurlega sýnir að 16 ára börn eiga ekkert erindi á slíka samkomu frekar en 17 ára börn hafa eitthvað þangað að sækja, nú eða keyra bíl. Engu barni ætti að leyfast að fara á útisamkomu á fylgdar foreldra eða annara forráðamanna.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli