Frétt

mbl.is | 26.11.2004 | 13:07Borða fisk í raspi á aðfangadag

Hjónin Viera og Pavel Manásek halda jólin með tékknesku ívafi og baka til dæmis sérstaka jólaköku sem borðuð er með smjöri, sultu og hunangi. Viðtal við þau hjónin er meðal fjölbreytts efnis í 96 síðna jólablaði sem fylgir Morgunblaðinu á morgun. Hjónin Viera og Pavel Manásek frá Tékklandi hafa búið á Íslandi frá árinu 1991 og halda jól með tékknesku ívafi. Bæði eru lærð orgelleikarar og hafa fengist við margvísleg verkefni hér á landi tengd tónlist, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni þar sem þau bjuggu fyrstu árin eftir komuna til landsins.

„Ég baka kökuna á Þorláksmessukvöldi og við borðum hana á aðfangadagsmorgun og fram eftir degi,“ segir hún. „Stundum elda ég súpu í hádeginu og við borðum kökur og smákökur líka en aðalmáltíðin er um kvöldið.“

Jólakakan, á tékknesku Vánocka – sem er smækkunarending á tékkneska orðinu „jól“, er vinsæl á borðum Tékka á jólunum. Kakan er reidd fram með smjöri, sultu og hunangi, sem smurt er ofan á kökusneiðarnar og með þessu er drukkið kaffi, te eða heitt kakó.

Tékkar eru kaþólskrar trúar og borða ekki kjöt á aðfangadag. Þar er til siðs að borða vatnakarfa á aðfangadagskvöld og hafa Viera og Pavel haldið þann sið eftir að þau fluttu til Íslands. Fiskurinn er skorinn í hæfilega litla bita, velt upp úr raspi og pönnusteiktur og borinn fram með kartöflusalati.

Kalkúnninn er hins vegar uppáhaldsmatur Vieru á jólunum og hann er gjarnan hafður í matinn á jóladag og síðan snæddur fram eftir jólum. Tékkar hafa líka oft reykt svínakjöt á jólum líkt og tíðkast á Íslandi, með öðruvísi meðlæti þó, s.s. „soðnum hveitibollum“.

Spila í aðfangadagsmessu í Seltjarnarneskirkju
Viera hafði í nógu að snúast þegar hún tók á móti blaðamanni fyrir skemmstu enda voru fram undan tónleikar hjá henni í tengslum við áttunda stig í söngnámi sem hún er að ljúka frá Nýja Tónlistarskólanum undir handleiðslu Alinu Dubik söngkonu. „Svo byrja ég að hugsa um jólin strax og það er búið,“ sagði hún. Að nógu er að huga á aðventunni, en Viera er organisti í Seltjarnarneskirkju og spilar undir í aðfangadagsmessu. Undirbúningur jólanna hjá Vieru er með hefðbundnu sniði og eitt af því sem huga þarf að er smákökubakstur. „Ég geri alltaf 6–7 tegundir af smákökum. Ég baka ekki mikið af „þurrum“ smákökum heldur kökur með fyllingum og ýmsu skrauti,“ segir hún.

Viera býður blaðamanni og ljósmyndara upp á tékkneska jólaköku í lok viðtalsins og reiðir fram með henni rjúkandi kaffi sem hún lagar upp á gamla mátann í mokkakönnu. Krakkar þeirra Vieru og Pavels, Elísabet og Kristófer, kunna vel að meta baksturinn hennar mömmu og blaðamaður stenst ekki mátið og fær sér aðra sneið. Virkilega bragðgóð kaka og alls ekki of sæt, eins og tamt er stundum um íslenskan jólabakstur.

Jólakaka (Vánocka)
½ kg hveiti
110 g smjör
110 g sykur
11 g þurrger (eitt bréf) eða lifandi ger (ca. 40 g)
2 eggjarauður
250 ml mjólk (volg)
1 tsk vanillusykur
35 g möndlur
20 g rúsínur
5 g salt
egg til að smyrja köku

Deigið má gjarnan útbúa daginn áður en bakað er úr því. Öllu hráefninu er blandað saman og deigið hnoðað og látið hefast í 5–6 klst. Ef notað er lifandi ger er því blandað saman við sykur og volga mjólk þar til það hefur leyst upp og síðan er afgangnum af hráefninu blandað saman við og deigið látið hefast í 5–6 klst. Mælt er með því að fólk noti lifandi ger í stað þurrgers ef kostur er, en baksturinn verður mun betri fyrir vikið og þéttleiki brauðsins mun meiri. Því miður hefur reynst erfitt að fá lifandi ger á Íslandi í gegnum tíðina.

Að því búnu er deiginu skipt upp í níu jafn stóra hluta sem eru mótaðir í jafn langar lengjur og þær látnar hefast áfram í 10–15 mínútur áður en byrjað er að vinna með deigið. Fyrst er fléttað úr fjórum lengjum og þær settar á smjörpappír og rönd gerð eftir endilangri fléttunni með fingrunum. Þá er fléttað úr þremur lengjum og þær settar ofan á fyrstu fléttuna og rönd gerð ofan á hana einnig. Að lokum er fléttað úr tveimur síðustu lengjunum og þær lagðar ofan á. Þá er penslað með eggi og skreytt með möndlum. Kakan er bökuð við 200°C hita í 15 mínútur og síðan lækkað í 170°C og bakað áfram í 30 mínútur til viðbótar. Ágætt er að setja pinna í deigið, í endana og miðju, til að tryggja að kakan haldi formi sínu á meðan hún bakast. Jólakakan er borin fram með smjöri, sultu og ef til vill hunangi.

Kryddlögur:
100 g smjör
½ tsk salt
2 tsk paprikuduft
½ tsk nýmalaður pipar
½ tsk kúmen
½ tsk rósmarín (þurr)
½ tsk salvía (þurr)
hrært saman í litlum potti

Fylling:
200 g fínt brauð
1 dl mjólk
2 egg
1 rauð paprika fínt söxuð
nýmalaður pipar
1 rauðlaukur, saxaður
1 tsk rósmarín (þurr)
steinselja söxuð
salt
150 g beikon
½ tsk paprikuduft
öllu blandað saman

Látið kalkúninn þiðna vel og saltið innan sem utan. Setjið fyllinguna inn í kalkúninn og berið kryddlöginn vandlega á með pensli. Saumið fyrir svo fyllingin haldist í fuglinum.

Forhitið ofninn í 220ºC. Setjið örlítið af olíu í steikarpottinn/ á plötuna og steikið kalkúninn í ofninum í u.þ.b. 30 mín. Þá er hitinn lækkaður í u.þ.b. 140–50ºC og kalkúnninn vökvaður með soðinu á u.þ.b. 15–20 mínútna fresti og vatni bætt í soðið eftir þörfum svo það rétt þeki botninn á steikarfatinu. Eldunin tekur um 4–5 klst. (40–50 mín á hvert kíló). Kjötsoðið má síðan nota í sósu þegar kalkúnninn er tilbúinn.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli