Frétt

| 09.08.2001 | 11:48Fréttablaðið þriggja mánaða

Á fyrsta útgáfudegi Fréttablaðsins, mánudaginn 23. apríl sl. sagði ritstjórinn, Einar Karl Haraldsson, að það kæmi í ljós eftir þrjá mánuði hvort tilraunin heppnaðist. Nú eru þessir þrír mánuðir liðnir og eftir stendur sú spurning hvort tilraunin um ókeypis fréttablað á Íslandi hafi heppnast.
Allt frá fyrsta degi hafa hin faglegu vinnubrögð ritstjórnar Fréttablaðsins verið framar vonum. Undantekningalítið hafa fréttirnar verið ágætlega undirbúnar, vel skrifaðar og kjarni hvers máls komið skýrt fram. Aðrir þættir útgáfunnar hafa verið í ólagi, - í besta falli köflóttir.

Óljós ritstjórnarstefna

Ritstjórnarstefna blaðsins sem birtist í sjálfstæðri fréttaöflun og vali frétta á áherslusíður er óljós. Blaðið er stundum eins og ólátabelgur sem situr á strák sínum í boði betri borgara. Helgast það af því að Fréttablaðið býður sér inn á heimili fólks og vill því ekki troða ögrandi og neikvæðum fréttum upp á gestgjafa sína. Engu að síður er ritstjórn blaðsins oft að reyna að vinna samkvæmt hefð hasarblaða sem gerir sér helst mat úr svikum, prettum og hörmungum fólks. Þetta eru augljósar þversagnir sem hafa bitnað á blaðinu, einkum í fyrstu þegar blaðið reyndi að framreiða á forsíðu fréttir af óhamingju fólks sem aðlaðandi viðbit með morgunverði landans. Á síðustu vikum hefur blaðinu tekist betur upp enda forsíðan æ oftar lögð undir stjórnmál og önnur viðfangsefni sem þykja boðlegri.

Blaðið er ljótt

Framleiðslan á Fréttablaðinu hefur verið Akkilesarhæll þess allt frá fyrsta degi. Uppsetning og hönnun blaðsins er umdeilanleg þar sem mörgum þykir hún ruglingsleg, en hún er engan vegin illa unnin. Myndvinnsla og prentun blaðsins er á hinn bóginn til háborinnar skammar. Litmyndir eru yfirleitt til vansa í blaðinu, - þær registrera ekki og eru óskýrar. Prentun er oft slæm enda pappírinn ekki upp á marga fiska og því ekki við góðu að búast. Niðurstaðan er því að blaðið, sem er huggulegt frá hendi blaðamanna og hönnuða, er ljótt þegar lesandinn fær það í hendur. Þessi staðreynd á stóran þátt í því að auglýsendur eru enn ekki búnir að gera það upp við sig hvort að blaðið sé ruslpóstur eða virðulegur fjölmiðill.

Dreifing mætti vera betri

Dreifing Fréttablaðsins er risjótt. Það kom t.d. ekki heim í morgun og er það ekki í fyrsta skiptið sem það gerist. Kannanir sem Fréttablaðið hefur sjálft látið vinna gefa til kynna að dreifing blaðsins sé viðunandi þegar útbreiðsla þess er borin saman við aðra prentmiðla. Almenningur gerir hins vegar miklar kröfur til miðla af þessu tagi, - hann á að vera til taks þegar neytandinn þarf á honum að halda, - ekki öfugt. Til þess að miðill eins og Fréttablaðið nái fótfestu þarf hann að skila sér til allra, - alltaf.

Áðurnefndar kannanir blaðsins gefa til kynna að talsvert stór hópur Íslendinga flettir blaðinu og því virðist það hafa náð viðunandi markaðsstöðu. Hvort sú markaðsstaða dugi til þess að auglýsendur sýni miðlinum áhuga er annað mál. Því ráða þættir eins og t.d. útlit blaðsins og ímynd. Víst er þó að það tekur tíma að breyta markaðsstöðu ókeypis fjölmiðils í skiptanleg verðmæti.

Tap, - en hvað lengi?

Enn er tap á rekstri Fréttablaðsins. Líklegt er að kostnaður við útgáfu og dreifingu blaðsins sé nærri því sem áætlaður var í upphafi. Tekjur hafa hins vegar ekki enn mætt þeim kostnaði. Gert var ráð fyrir að blaðið þyrfti að selja allt að níu auglýsingasíður í hverju blaði til að endar næðu saman. Þann fjölda auglýsingasíða sjáum við einungis á mánudögum. Aðra daga er hlutfall auglýsinga lægra og þá eru áberandi auglýsingar frá fyrirtækjum tengdum Fréttablaðinu eins og t.d. Nota Bene og Vísir.is, en óvarlegt er að ætla að þær auglýsingar breytist í peninga í kistum Fréttablaðsins. Þá eru talsvert um gagnkvæmar auglýsingar, eins og t.d. frá Skjá einum, þar sem greitt er með úttektum hjá viðkomandi fyrirtækjum.

Eigendur Fréttablaðsins eru því enn að borga með hverju eintaki sem fer inn um lúgu höfuðborgarbúa. Þegar spurt er um framtíð blaðsins geta eigendur þess einir svarað. Hversu djúpa sjóði hafa þeir að ausa úr? Hversu lengi þola þeir neikvætt fjárstreymi? Þeir eru góðir ef þeir duga aðra sex mánuði.

Þá vaknar spurningin um hvort takast muni að snúa fjárstreyminu á þeim tíma þannig að peningar streym

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli