Frétt

| 09.08.2001 | 11:45Logi segir fréttir

Fyrsta frétt Sjónvarpsins á þriðjudagskvöld fjallaði um Árna Johnsen. Nú voru það hurðir. Áður höfðum við heyrt um timbur, dúka, þakrennur, klósett, sturtu og hleðslusteina, svo nú er bara eftir að finna eldhúsinnréttinguna. Næsta frétt Sjónvarpsins snerist um mannfall í Palestínu. Ekkert sosum nýtt þar heldur. En svo fór Logi að segja okkur aðrar fréttir.
Skjár 1 ætlar að loka fréttastofunni, þótt Sólveig Bergmann og félagar hafi verið í stöðugri sókn og m.a. skotist framúr sykurlandsliðinu á Íslandi í dag. Sólveigu tókst með fjórum fréttamönnum það sem Sjónvarpinu tekst ekki með fjórum varafréttastjórum: Að gera fréttir að líflegu og upplýsandi afþreyingarefni. En maðurinn lifir ekki á vinsældum einum saman: Skjár 1 er í ólgusjó, það þarf að skera niður og fréttatíminn er auðvitað fokdýr íslensk framleiðsla. Lífið er töff. Næsta frétt Loga fjallaði svo um stórfellda skuldasöfnun Norðurljósa, sem halda úti Stöð 2, og kvaðst Logi hafa dúndurgóðar heimildir fyrir því að fyrirtækið hefði trassað að borga af 60 milljón dollara láni.

Ég veit að þetta er ekki beinlínis Loga Bergmann að kenna. En feikn kemur það pínlega út þegar Ríkissjónvarpið flytur hörmungafréttir af báðum helstu keppinautum sínum. Er ekki kominn tími til að Björn Bjarnason setjist yfir lögin um Ríkisútvarpið og geri tillögur um nokkrar knýjandi breytingar?

Flestum Íslendingum þykir trúlega vænt um Ríkisútvarpið, þótt stundum sé tregðan þar á bæ býsna þrúgandi. Það er erfitt að neita sér um að gerast einvaldur í huganum og gjörbreyta dagskrá og öllum áherslum (og jafnvel reka mann og annan) en nú skulum við einvörðungu staldra sem snöggvast við auglýsingarnar.

Það er forgangsverkefni að taka RÚV alfarið af auglýsingamarkaði. Hvað þarf eiginlega að tyggja þetta oft: Það er fáránlegt að stofnun, sem er rekin með nauðungaráskriftum, skuli keppa á markaði við fyrirtæki í eigu einstaklinga. Mig minnir að Þorsteinn Þorsteinsson markaðsstjóri og liðsmenn hans á RÚV hafi rakað saman upp undir milljarði á síðasta ári. Þeir peningar hefðu að verulegu leyti skilað sér til annarra íslenskra fjölmiðla, ef RÚV væri einfaldlega ætluð hæfileg upphæð á fjárlögum, en væri ekki daginn út og inn að slást við einkarekin fyrirtæki. Misrétti af þessu tagi stórskaðar vitanlega ímynd Ríkisútvarpsins og getur aðeins ýtt undir kröfur um að stofnunin verði einfaldlega lögð niður.

Og það vill enginn í alvöru. Ekki einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn, sem skipað hefur menntamálaráðherra síðasta áratuginn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfa hinsvegar að sýna öðru hvoru að þeir séu ofurlítið frjálslyndir, sumir að minnsta kosti, og því er sjálfsagt að reikna með liðveislu þeirra til að ýta RÚV af auglýsingamarkaðinum. Efalaust munu hinir nútímalegri af þingmönnum Samfylkingarinnar styðja þetta heilshugar, sömuleiðis Frjálslyndir og jafnvel stöku Framsóknarmaður úr sveit. Þjóðernissinnuðu íhaldsöflin í þingflokkum Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna munu ugglaust berjast af krafti gegn því að Ríkisútvarpið verði svipt auglýsingatekjum og rekið einsog önnur ríkisfyrirtæki, en Steingrímur er reyndar til alls líklegur á góðum degi.

Það ætti að vera létt verk að vippa þessu gegnum þingið.

Ég vona auðvitað að strákarnir á Skjá 1 plumi sig, og að Stöð 2 þoli ágjöfina. Mér finnst Logi Bergmann alveg skínandi fréttaþulur en mig langar ekki að heyra hann lesa fréttina um að nú sé búið að loka síðustu sjoppunni -- nú sé Ríkisútvarpið eitt eftir, einsog í þá gömlu góðu daga.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli