Frétt

Stakkur 48. tbl. 2004 | 24.11.2004 | 09:34Kennaraáfallið – sagði barnið!

Ríkisstjórnin tók af skarið í kennaraverkfallinu, enda voru mál komin í óefni. Laugardaginn 13. nóvember setti Alþingi lög til þess að enda verkfallið, sem þá hafði staðið frá 20. september með viku hléi, allt of lengi að mati flestra. Kennarar hafa verið mjög ákveðnir í afstöðu sinni og reyndar vilja sumir nota orðið herskáir í baráttu sinni. Vissulega eiga þeir rétt á því að fara í verkfall. Þeir nýttu sér réttinn. Lok verkfallsins með setningu laganna var greinilega ekki óskastaða neins. En þannig hefur verkföllum sjómanna lyktað undanafarin áratug. Sjómenn voru ekki glaðir en ákváðu að fara að lögum. Hið sama var ekki uppi á teningnum hjá kennurum í grunnskólum landsins. Í raun eru fáir sáttir með stöðu mála, en lífið heldur áfram. Kennarar hafa notið nokkurrar samúðar meðal þjóðarinnar þrátt fyrir að margir foreldrar væru farnir að þreytast á því að börnin fengju ekki notið skólagöngu. En í síðustu viku mátti heyra að hegðun kennara gekk fram af mörgum.

Flestum er ljóst að eitthvað varð að gera til að binda endi á verkfall sem lamaði skólagöngu 45 þúsund skólabarna. Hinu verður vart neitað að harðneskjuleg viðbrögð kennara komu á óvart og sneru á augabragði áliti stórs hluta almennings gegn þeim. Hegðun fulltrúa kennarastéttarinnar við Alþingi laugardaginn 13. nóvember síðastliðinn kom mörgum verulega á óvart, bæði börnum og fullorðnum. Sjá mátti þá sem þar stóðu sýna af sér framferði, sem ekki hefði þótt sæmandi nemendum í grunnskólum. Fólkið yfir framan Alþingishúsið hrópaði og lét fremur illa ef marka mátti fjölmiðla. Flautað var og höfð uppi háreysti og banönum veifað. Tilgangurinn hefur væntanlega verið annar en að metta svanga alþingismenn. Sjá mátti fullorðið fólk rjúfa borða lögreglu. Sú framkoma hefði þótt ámælisverð ef börn hefðu verið að verki.

Kennarar á Ísafirði mættu svartklæddir til vinnu sinnar. Í Keflavík var kirkja opnuð fyrir þeim og talað var um áfallahjálp. En ekki lutu þeir landslögum og mættu til vinnu. Heilsufar kennara hefur verið mjög slæmt í síðustu viku. Uppsagnarbréf hrannast inn. Þann vilja kennara að láta af störfum ber að sjálfsögðu að virða. Það er ótvíræður réttur hvers manns að ljúka störfum, kjósi hann svo. Ljóst er að vandamál eru mörg og margvísleg. En vart hafa kennarar búist við því að þeir ættu stuðning foreldra og barna við það að brjóta lög landsins. Fyrir nokkru var það nefnt hér á þessum vettvangi að afleiðingar þessa verkfalls yrðu með þeim hætti að ekki sæist fyrir endann á þeim. Það er nú að rætast. Stokka þarf upp skólakerfi landsins og skoða út frá hagkvæmnissjónarmiðum hvernig það fé skuli nýta sem fer til kennslu. Mikið fé fer til húsnæðis og fyrir liggja tillögur um endurbætur og byggingar við Grunnskólann á Ísafirði sem kosta myndu einn milljarð króna. Skólar eru margir smáir og dýrir í rekstri.

Skólum þarf að fækka og þeir að stækka. Minnt er á ummæli borgarstjórans nýja þess efnis að ekki hafi verið vitlaust gefið. Verða þau ekki skilin á annan veg en þann að sveitarfélögin hafi verið ör í skólahaldi sínu. Er það endilega víst að þau séu best til þess fallin að reka skóla? Er ef til vill betra að kennarar beri nokkra ábyrgð á ráðstöfun fjár við rekstur grunnskóla? Af hverju vinna þeir ekki eins og annað fólk? - spyrja börnin. Það mun taka langan tíma að byggja upp glatað traust.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli