Frétt

Björgvin G. Sigurðsson | 23.11.2004 | 15:27Aðgengi dreifbýlis að upplýsingabyltingunni

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson.
Yfir 22.000 Íslendingar hafa ekki aðgang að háhraða nettengingu og eru þar með sviptir tækifærum til að nýta sér möguleika fjarskiptabyltingarinnar. Fjöldi þeirra er í dreifbýli Vestfjarða og Suðurlands. Þessar tölur koma fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn minni um málið. Þar með er íbúum þessara byggðarlaga haldið frá raunverulegri þátttöku í fjarnámi, fjarvinnslu og öllu viðunandi aðgengi að möguleikum og tækifærum Netsins. Þarna er um að ræða dreifbýlið og smærri byggðarlög sem Síminn sér ekki hagnaðarvon í að tryggja aðgang að háhraða nettenginu. Enda Síminn í óðaönn við áhættufjárfestingar í gjaldþrota fjölmiðlafyrirtækjum sem eru þóknanleg Flokknum.

Öllum tryggð háhraðatenging

Á dögunum lagði ég fram þingsályktunartillögu á Alþingi til að breyta þessu. Hún fjallar um að Alþingi feli samgönguráðherra að undirbúa frumvarp til laga sem tryggi að allir landsmenn eigi kost á háhraða nettengingu óháð búsetu. Til að ná þessu markmiði skal áskilja að Símanum beri að tryggja öllum landsmönnum slíka þjónustu. Málið verði afgreitt fyrir þinglok í vor. Nú er bara að bíða og sjá hver vilji stjórnarflokkanna raunverulega er til að tryggja öllum landsmönnum sambærilega grunnþjónustu.

Háhraða nettenging flokkast sem grunnþjónusta í nútímasamfélagi rétt eins orkuveita og símaþjónusta. Einsog áður sagði þá metur Síminn það svo að ekki sé arðvænlegt að leggja ADSL-tengingar í byggðarlögum þar sem íbúar eru færri en 150. Þarna ráða gróðasjónarmiðin för en inntak þessarar tillögu er hins vegar að það sé skylda samfélagsins að tryggja öllum Íslendingum háhraðanettengingu óháð búsetu. Án þess er ekki um að ræða jafnstöðu við aðra um þátttöku í nútímasamfélagi. Því eiga stjórnvöld að skylda Símann til að veita, eða hafa milligöngu um að veita, slíka þjónustu.

Ósamkeppnishæfar byggðir

Á meðan svo háttar til að mikill fjöldi Íslendinga býr ekki við háhraðatengingar og góðan aðgang að upplýsingahraðbrautinni eru heimabyggðir þeirra ósamkeppnishæfar þegar kemur að vali fólks og fyrirtækja til búsetu. Byggðirnar eru annars flokks í þessu tilliti og íbúum þeirra er mismunað af hálfu samfélagsins. Þjóðin á Símann sem er eitt öflugasta fyrirtæki landsins. Hann á að sjálfsögðu að beita afli sínu og þrótti til að tryggja öllum landsmönnum möguleika á háhraðanettengingu í stað þess t.d. að fara með fjármuni sína í vafasamar áhættufjárfestingar í fjölmiðlarekstri, svo að dæmi sé tekið.

Kostur á háhraða nettengingu snýst að miklu leyti um sanngirni. Með því er verið að veita íbúum dreifbýlisins og smærri þéttbýlisstaða jafnstöðu, jöfn tækifæri á við aðra íbúa Íslands til að nýta sér þá ótal möguleika sem samskiptabyltingin hefur fært okkur nútímamönnum til menntunar, jöfn tækifæri til að afla upplýsinga, skapa atvinnutækifæri og eiginlega vinna við hvað sem er, að heiman að hluta. Fjarvinnsla, fjarnám og aðrir slíkir möguleikar nýtast ekki þeim sem ekki hafa öfluga nettengingu. Því er mikilvægt að stjórnvöld hafi forustu um að tryggja að allir eigi þess kost að hafa háhraðanettengingu, óháð búsetu.

Björgvin G. Sigurðsson er þingmaður Samfylkingarinnar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli