Frétt

mbl.is | 23.11.2004 | 08:081000. leikurinn hjá Sir Alex Ferguson

Næst síðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld með átta leikjum en þá verður spilað í A-, B-, C- og D-riðlum. Af liðunum sem verða í eldlínunni í kvöld eru Juventus og Lyon einu liðin sem hafa tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Í A-riðlinum stendur baráttan á milli þriggja liða um að komast áfram. Olympiakos og Liverpool hafa 7 stig og fast á hæla þeirra kemur Monaco með 6 stig en Deportivo La Coruna situr á botninum með aðeins 2 stig og á aðeins fræðilega möguleika á að komast áfram.

Monaco tekur á móti Liverpool í kvöld og í Grikklandi taka heimamenn í Olympiakos á móti Deportivo. Steven Gerrard kemur inn í byrjunarlið Liverpool að nýju eftir fótbrot en fyrirliðinn lék sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði þegar hann kom inná í síðari hálfleik í tapleik liðsins á móti Middlesbrough um nýliðna helgi.

Liverpool hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna meiðsla framherja sinna og sóknarleikurinn er því helsta áhyggjuefni Rafal Benítez knattspyrnustjóra liðsins. Mónakó hefur vegnað illa á leiktíðinni. Liðið tapaði á heimavelli fyrir Sochaux um helgina og hefur ekki unnið leik í frönsku 1. deildinni í tvo mánuði.

"Við vitum að með sigri höfum við tryggt okkur áfram í keppninni. Þetta verður hins vegar langt í frá auðveldur leikur þrátt fyrir að Mónakó hafi ekki gengið sem best. Í þeirra liði eru margir frábærir spilarar og við verðum að hafa góðar gætur á leikmanni eins og Saviola," segir Benítez, stjóri Liverpool.

"Leikurinn á móti Liverpool er algjör lykilleikur. Við verðum að sigra og ég trúi ekki öðru en að liðsmenn mínir mæti grimmir til leiks og selji sig dýrt. Það hefur ekki gengið vel hjá okkur en við höfum enn tíma til að snúa taflinu við," segir Didier Deschamps, þjálfari Mónakó.

Í B-riðlinum eru Dynamo Kiev, Real Madrid og Leverkusen öll með 7 stig en Roma hefur aðeins 1 stig og er úr leik í baráttunni um að komast áfram. Real Madrid og Bayer Leverkusen eigast við á Santiago Bernebau í Madrid og í Kænugarði eigast við Dynamo Kiev og Roma. Fróðlegt verður að sjá hvernig stórstjörnur Real Madrid verða stemmdar eftir útreiðina sem þær fengu gegn Barcelona en Börsungar niðurlægðu liðsmenn Real Madrid gjörsamlega. Madridingar vonast til að endurheimta varnarmanninn Ivan Helguera sem sárt var saknað í leiknum á móti Barcelona.

Í C-riðlinum er Juventus öruggt áfram en topplið ítölsku deildarinnar hefur unnið alla fjóra leiki sína. Juventus tekur á móti Ajax á Delle Alpi í Torinó í kvöld og þar dugar Ajax ekkert minna en sigur til að eygja möguleika á að komast áfram. Ajax, sem leikur í kvöld sinn 250. Evrópuleik, hefur 3 stig eins og Maccabi Tel Aviv en Bayern München, sem tekur á móti Ísraelsmönnunum, er með 6 stig og getur tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum fari svo að liðið leggi Maccabi á sama tíma og Ajax tekst ekki að leggja Juventus að velli. Óvíst er hvort Bæjarar geti teflt markavélinni Roy McKaay fram en hann meiddist í sigurleik Bayern á móti Kaiserslautern.

Í D-riðlinum verður kastljósið á Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United en Skotinn nær þeim glæsilega áfanga á Old Trafford að stýra liði United í 1.000. sinn þegar Lyon kemur í heimsókn. Lyon trónir á toppi riðilsins með 10 stig en Manchester United hefur 8 stig. Fenerbache er í þriðja sætinu með 3 stig, neðst er Sparta með 1 stig en neðstu liðin eigast við í Prag.

"Það er nánast kraftaverki líkt að sami maðurinn sé að stjórna liði í sínum 1.000. leik," segir Gary Neville. "Við verðum að færa stjóranum sigur í þessum tímamótaleik en til þess þurfum við að spila vel því lið Lyon er geysisterkt. Við viljum ekki þurfa að sækja þrjú stig til Tyrklands til að tyggja okkur farseðilinn í 16 liða úrslitin," segir Neville sem fékk að hvíla í sigurleiknum á móti Charlton á laugardaginn.

United hefur ekki tapað á heimavelli í Evrópukeppni í hart nær þrjú ár og með sigri í kvöld fylgir það Lyon í 16 liða úrslitin.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli