Frétt

mbl.is | 22.11.2004 | 13:07Launuðu greiðann með því að stela bílnum

Maður tilkynnti lögreglunni í Reykjavík um helgina, að bíl hans hafi verið stolið þegar hann var að afhenda pizzur en hann hafi tekið farþega upp í bílinn, skilið hann eftir í gangi á meðan hann sinnti starfi sínu og þá notuðu farþegarnir tækifærið og óku á brott. Bifreiðin fannst svo óskemmd í bílastæði skammt frá. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglunnar í Reykjavík yfir helstu verkefni helgarinnar. Þar segir, að talsvert hafi verið að gera hjá lögreglunni í umferðarmálum um helgina en afskipti voru höfð af 52 ökumönnum vegna ýmissa umferðalagabrota.

12 ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og rætt var við 14 ökumenn sem notuðu farsíma án handfrjáls búnaðar. Samtals voru 57 umferðaróhöpp um helgina, eignatjón var í 54 þeirra.

Lögreglan segist á næstunni ætla að vera með mikið eftirlit og verði sérstaklega kannað með ökumenn og ástand þeirra.

Á föstudagsmorgni varð þriggja bíla árekstur á Grensásvegi. Bifreiðunum var öllum ekið í sömu átt en óhappið var á þann veg að bifreið var ekið aftan á aðra sem svo kastaðist á þriðja bílinn. Engin slys urðu á fólki.

Sama dag var bifreið ekið á ljósastaur á Breiðholtsbraut. Ökumaður var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsli.

Á laugardaginn var tilkynnt um ökumann í Grafarvogi sem missti stjórn á bifreið sinni og ók inn í garð. Tjón varð á gróðri en enginn slasaðist. Sama dag var ekið á gangandi vegfaranda sem var fluttur á slysadeild en meiðsli hans voru minni háttar.

Á sunnudaginn umferðarslys í Hvalfjarðargöngum. Bifreið var ekið utan í vegg ganganna. Farþegi og ökumaður bifreiðarinnar voru flutt á slysadeild en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg. Loka varð göngunum um tíma en talsverðar skemmdir urðu á bifreiðinni svo og steypuklæðningu ganganna.

Lögreglan sinnti ýmsum öðrum verkefnum um helgina og ná nefna að 16 sinnum þurfti að hafa afskipti af fólki vegna hávaða innandyra. Tilkynnt var um 6 líkamsárásir og 10 innbrot m.a. í tískuvöruverslun í miðborginni þar sem verðmætum fatnaði var stolið.

Tilkynning barst á föstudagsmorgni um að flætt hafi úr baði í íbúðarhúsi í Breiðholti og hafði vatn runnið fram á stigagang. Kalla þurfti á aðstoð við að hreinsa upp vatnið og urðu talsverðar skemmdir á gólfefnum.

Sama dag var tilkynnt um heimilisófrið í Vesturbæ, húsgögn kæmu þar fljúgandi út um glugga. Þegar lögreglan kom á staðinn til að kanna málið kom í ljós að þarna voru iðnaðarmenn við vinnu og lofuðu þeir að taka til eftir sig.

Á laugardag var tilkynnt um að maður hafi verið sleginn með hafnarboltakylfu. Lögreglan og sjúkrabíll fóru á vettvang og var maðurinn fluttur á slysadeild. Hann var með skurð á enni og fulla meðvitund. Lögreglan náði árásaraðilanum og lagði hald á hafnarboltakylfuna.

Lögreglan þurfti fjórum sinnum um helgina að aðstoða vegna vatnsskemmda. Á sunnudagsmorgni var tilkynnt um vatnsleka í Húsgagnahöllinni en þar hafði brunakerfið farið í gang með þeim afleiðingum að vatnsúðari fór af stað og úðaði vatni um allt. Sama morgun var tilkynnt um vatnsleka í húsi við Hverfisgötu en þar hafði krani inni á baðherbergi sprungið vegna kulda.

Lögregla aðstoðaði konu í Vesturbæ sem bað lögreglu að hjálpa sér að nálgast köttinn sinn en hann var kominn inn í hús sem verið var að innrétta. Lögreglumenn aðstoðuðu konuna og kötturinn komst til sín heima.

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli