Frétt

mbl.is | 18.11.2004 | 11:14Breskur ráðherra gagnrýnir Karl prins fyrir „gamaldags“ viðhorf

Karl Bretaprins er „gamaldags“ og úr tengslum við breska menntakerfið, sagði Charles Clarke, menntamálaráðherra Bretlands, í dag, en fátítt er að háttsettir ráðamenn gagnrýni meðlimi konungsfjölskyldunnar. Gagnrýni Clarkes var svar við minnisblaði sem prinsinn skrifaði og kvartaði undan kennsluviðhorfum sem byggðust á „kerfi sem miðar allt við barnið og viðurkennir ekki að hægt sé að gera mistök“. Innihald minnisblaðsins var gert heyrinkunnugt þegar fyrrverandi aðstoðarkona á skrifstofu prinsins, Elaine Day, höfðaði skaðabótamál á þeim forsendum að sér hafi verið sagt upp störfum án sýnilegrar ástæðu.

Day lagði til að aðstoðarfólki með háskólamenntun yrði gefinn kostur á að verða einkaritarar hjá konungsfjölskyldunni, og var minnisblað Karls svar við tillögunni.

„Hvað er að fólki nútildags?“ skrifaði prinsinn. „Af hverju virðast allir halda að þeir séu færir um að gera hluti sem þá skortir algerlega kunnáttu til?“

Hann heldur áfram: „Þetta má rekja til kennsluviðhorfa í skólum og er afleiðing þess að kerfið miðar allt við barnið og viðurkennir ekki að hægt sé að gera mistök.“

Clarke sagði að Karl ætti að hugsa málið vandlega áður en hann færi út í rökræður um menntamál. „Ef ég á að segja eins og er, þá held ég að hann sé mjög gamaldags [...] og hann skilur ekki hvað er á seyði í breska menntakerfinu núna,“ sagði Clarke í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC.

„Það hefur ríkt yfirlætislegt viðhorf, gamaldags viðhorf sem segir að sumt fólk geti ekki gert suma hluti. Það er svo sannarlega slæmt þegar heilu hóparnir eru útilokaðir á þeim forsendum að þeir eigi enga möguleika, hafi engan metnað og ekkert sé hægt að gera við þá,“ sagði Clarke ennfremur.

Á minnisblaðinu segir Karl prins einnig: „Það halda allir að þeir geti orðið poppstjörnur, hæstaréttardómarar, frábært sjónvarpsfólk eða margfalt hæfari þjóðarleiðtogar án þess að þurfa neitt fyrir því að hafa eða búa yfir meðfæddum hæfileikum.“

Day starfaði á konunglegu aðsetri prinsins í London, Clarence House, í fimm ár. Hún segir að við hirðina ríki „játvarðskar“ hefðir. Hún sé „stéttskipt, sumir teljast betri en aðrir, allir vita hvað til síns friðar heyrir og ef maður gleymir því sér kerfið um að manni er refsað“.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli