Frétt

bb.is | 17.11.2004 | 13:36„Menntamálaráðherra valdi að líta undan“

Kennarar stóðu svartklæddir í röð við Grunnskólann á Ísafirði: Mynd: Ísak Pálmason.
Kennarar stóðu svartklæddir í röð við Grunnskólann á Ísafirði: Mynd: Ísak Pálmason.
Mikil óánægja er meðal grunnskólakennara á norðanverðum Vestfjörðum með heimsókn menntamálaráðherra til Ísafjarðar gær. Þeim finnst hún hafa sýnt grunnskólunum og starfsmönnum þeirra lítilsvirðingu með því að heimsækja ekki grunnskóla á ferð sinni á sama tíma og ráðherrann gaf sér tíma til þess að heimsækja öll önnur skólastig og fleiri stofnanir. Verst þótti þeim að frétta að ráherrann tók flokkssystkini sín í Sjálfstæðisflokknum fram yfir kennara. Í gær kom Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í heimsókn til Ísafjarðar. Megin tilgangur heimsóknarinnar var að veita verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu á Ísafirði í gær.

Menntamálaráðherra kom með föruneyti sínu skömmu fyrir hádegi til Ísafjarðar. Hún hélt þá þegar í heimsókn í Menntaskólann á Ísafirði. Að því loknu hélt hún til hádegisverðar með samflokksmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Að lokinni verðlaunaafhendingunni í Safnahúsinu hélt ráðherrann í heimsókn á leikskólann Sólborg, Tónlistarskóla Ísafjarðar, Edinborgarhúsið og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Þegar ráherrann kom akandi að Tónlistarskólanum stóð í röð hópur svartklæddra grunnskólakennara m.a. frá Ísafirði og Bolungarvík. Vildu þeir með þeirri stöðu sinni vekja athygli á málum sínum. Ráðherrann stoppaði ekki hjá kennurunum heldur fór rakleiðis inn í Tónlistarskólann.

Sú staðreynd að menntamálaráðherra hafi ekki heimsótt grunnskóla í heimsókn sinni til Ísafjarðar hefur vakið sterk viðbrögð meðal kennara. „Mér hefði ekki þótt óeðlilegt að hún kæmi beint í grunnskólann til okkar í ljósi þess sem hefur verið að gerast undanfarnar vikur. Þess í stað ákvað hún að eyða tímanum frekar með flokksmönnum sínum. Kennarar hér vestra hafa tekið öðruvísi á málum undanfarna daga en félagar okkar á öðrum stöðum. Við höfum haft í frammi táknræn og þögul mótmæli til þess að raska ekki starfsemi skólanna meira en orðið er. Því urðum við bæði sár og reið þegar við urðum vitni að því þegar ráðherrann nánast labbaði yfir okkur án þess að tala við okkur“, sagði grunnskólakennari á Ísafirði í viðtali við bb.is.

Annar kennari á Ísafirði telur að þarna hafi heimamenn brugðist líka. „Það var mjög leitt að standa þarna í kuldanum og verða vitni að því þegar ráðherrann og bæjarstjórinn á Ísafirði komu saman og töldu ekki ástæðu til þess að eyða orðum á okkur eftir þessa löngu deilu sem við öll tengjumst.“

„Þorgerður Katrín hafði gott tækifæri til þess að sýna kjark sinn og átti auðvitað að labba til okkar sem stóðum þarna fyrir utan Grunnskólann. Þess í stað ákvað hún að líta undan og skjóta sér inn um hliðardyr skólans. Fylgdarlið hennar sem kom skömmu síðar fór inn um aðaldyr skólans. Það er mjög leitt að hún skyldi ekki vilja kynna sér stöðu mála hér fyrir vestan“, sagði kennari í Bolungarvík.

Guðbjörg Halla Magnadóttir formaður Kennarasambands Vestfjarða segir það hafa verið ákaflega óheppilegt að menntamálaráðherra skyldi ekki heimsækja grunnskóla í ferð sinni. „Hún heimsótti stofnanir á öllum skólastigum og því er það mjög skrítið að hún skyldi ekki koma við í grunnskóla á sinni ferð“, segir Guðbjörg.

Steingrímur Sigurgeirsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að heimamenn og starfsmenn ráðuneytisins hafi sett saman dagskrá heimsóknar ráðherra til Ísafjarðar. „Í stuttum heimsóknum sem þessum er reynt að heimsækja sem flestar stofnanir en ekki tekst að sinna öllu því sem áhugi er á að skoða. Það eru engin skilaboð fólgin í því að ráðherra heimsótti ekki grunnskóla í þessari ferð“, segir Steingrímur.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli