Frétt

| 03.08.2001 | 14:08Sameining kúfiskfyrirtækja til umræðu

Einar Oddur Kristjánsson. Mynd: visir.is
Einar Oddur Kristjánsson. Mynd: visir.is
„Þetta hefur borið á góma en er ekki að gerast í dag eða á morgun“, segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, í samtali við DV í dag um hugsanlega sameiningu hluta þrotabús Skelfisks á Flateyri við þann hluta Hraðfrystistöðvar Þórshafnar sem snýr að vinnslu á kúfiski. Á Þórshöfn gengur kúfiskvinnsla vel en samkvæmt heimildum DV er vilji fyrir því meðal ákveðins hóps hluthafa HÞ að sameinast Bragðefni ehf., arftaka Skelfisks, og taka yfir fyrri eigur fyrirtækisins.
Skelfiskur ehf. er nú í gjaldþrotameðferð og milljónakröfur hvíla á þrotabúinu vegna lífeyrisiðgjalda og skatta, að sögn DV. Hæst ber kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga sem á útistandandi 4,8 milljónir. Ríkissjóður hefur þegar greitt lífeyrissjóðnum 3 milljónir króna af þeim peningum. Sigurbjörn Þorbergsson skiptastjóri sagði í samtali við DV að hann hefði enn ekki lokið skiptum vegna þess að skaðabótamál vegna konu sem missti handlegg í verksmiðju fyrirtækisins væri í gangi.

Skel ÍS, skip Skelfisks, er nú í eigu fyrirtækisins Bragðefnis ehf. og liggur í Hafnarfjarðarhöfn. Skip Skelfisks var á sínum tíma boðið upp og Sparisjóðabankinn innleysti það til sín en seldi síðan nýju fyrirtæki í eigu sömu aðila. Skipið er annað tveggja sem hafa veiðileyfi á kúfisk á Íslandsmiðum. Hitt skipið er Fossá sem er í eigu Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Að auki eru tvö vinnsluleyfi á kúfisk; annað á Flateyri en hitt á Þórshöfn.

Fossá nýtir nú veiðileyfi Skeljar ÍS sem ekki hefur verið gerð út í annað ár. En leyfi Skeljar má endurvekja síðar samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu. Þar liggja verðmætin að mati þeirra sem vilja sameiningu við HÞ.

Ávinningur Þórshafnarmanna yrði sá að ráða þeim tveimur leyfum sem gefin hafa verið út til þessara veiða. Gangi þeir til kaupanna má jafnframt leysa þau greiðsluvandamál sem í þrotabúinu eru.

Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður er frumherji í þessum veiðum og stofnandi Skelfisks og var lengst af aðaleigandi fyrirtækisins. Hann fékk á sínum tíma einkaleyfi til veiða á kúfiski fyrir öllu norðvestanverðu Íslandi að tilstuðlan Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra en einkaleyfið rann út um aldamót. Hann er jafnframt einn eigenda Bragðefnis ehf. Nokkru fyrir gjaldþrotið hafði fyrirtækið gengið í gegnum nauðasamninga þar sem felld voru niður 80 prósent af skuldum. Eftir nauðasamningana breyttist nafn fyrirtækisins úr Vestfirskur skelfiskur í Skelfiskur.

Stjórn Skelfisks fyrir gjaldþrotið var skipuð þungavigtarmönnum úr íslensku efnhagslífi. Þar má nefna stjórnarformanninn, Ólaf B. Ólafsson, fyrrverandi formann Vinnuveitendasambandsins, og Gylfa Arnbjörnsson, fyrrum hagfræðing Alþýðusambands Íslands. Í varastjórn var einnig mikið mannaval en þar sátu m.a. Árni Vilhjálmsson í Granda og Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Þetta mannaval kom þó ekki í veg fyrir 200 milljóna króna gjaldþrot. Enginn þessara manna á sæti í stjórn hins nýja Bragðefnis.

„Ég held ég fari örugglega með rétt mál þegar ég segi að það séu engar slíkar kröfur í Skelfisk, þær voru allar greiddar“, segir Einar Oddur Kristjánsson í samtali við DV. Þetta sagði hann þegar hann var spurður um hvort Bragðefni ehf., arftaki Skelfisks á Flateyri, muni yfirtaka forgangskröfur, s.s. vegna lífeyrissjóðs starfsmanna. Bragðefni, sem keypt hefur mest af eignum Skelfisks úr þrotabúinu, hefur gert samning við Hraðfrystistöð Þórshafnar um samvinnu um kúfiskveiðar og er samstarf þegar hafið, að sögn Einars Odds.

„Verksmiðjan er komin til Þórshafnar og menn eru að reyna að sameina þessa þekkingu sem til er. Vitaskuld eru menn hræddir við miðin vegna þeirrar reynslu sem varð hér fyrir vestan og reyna að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Við erum sannfærðir um að þetta sé heilmikil auðlind og okkur er það metnaðarmál að þetta verði klárað með bravör“, segir Einar Oddur.

Vísir.is

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli