Frétt

Stakkur 47. tbl. 2004 | 17.11.2004 | 09:22Fyrirgefðu Magnús Reynir

Í síðustu viku birtist yfirlýsing frá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, sem nú er bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins á Ísafirði og hefur mikla reynslu af bæjarmálum á Ísafirði og í Ísafjarðarbæ. Hvatinn að yfirlýsingu hans, sem lesendur eru hvattir til að kynna sér (BB 45. tbl. 10. nóvember 2004), er Stakkur í afmælisblaði BB, hinn 14. nóvember 2004 (46. tbl. 21. árgangs). Þar sagði meðal annars að margir hefðu kveinkað sér að óþörfu, einkum stjórnmálamenn bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Þar var einnig vikið að því að aðall blaða væri að veita aðhald og voru nokkur nöfn tilgreind, sem nefnd hafa verið síðasta áratuginn sem líklegir höfundar, þar á meðal nafn Magnúsar Reynis. Það var ekki tekið hér með honum til hnjóðs, heldur til hróss og virðingar, eins og öðrum tilnefndum. Margir hafa getið sér til að hann kynni að vera sá eða einn þeirra sem halda um pennann. Það er miður að hann skuli hafa tekið nærri sér að vera getið í þessu samhengi. Fyrirgefðu Magnús Reynir Guðmundsson!

Hann gefur Stakki nafnið ,,óhróðurspistill”. Það er hans mat og við það situr. Lengi vel voru ritaðir nafnlausar greinar, en undir dulnefni, í bæjarblöðin á Ísafirði. Þótti mörgum það gott á sínum tíma. Var þá stundum vegið að einstökum persónum. Það er gerir Stakkur ekki og mun ekki gera. Hitt er annað mál að gagnrýni kemur fram. Öll samfélagsumræða hlýtur að vera því marki brennd, að sitt sýnist hverjum og seint verða allir menn sammála. Reyndar er þar ein undantekning á samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðisins um ábyrgð forsvarsmanna olíufélaganna. Nánast hver einasti þátttakandi vildi kalla þá til ábyrgðar eða 99%. Samtíminn er einnig undir þá sök seldur að verða sögunni að bráð. Dómur hennar er oftar en ekki annar en okkar sem lifum atburði og hrærumst í miðju átaka, umræðna og ákvarðana og hljótum þau örlög að lúta þeim. Því hefur oftar en ekki verið haldið fram hér, að engu öðru verði trúað en því að allir sem fari með mál almennings og ákvarðanir þar að lútandi geri það eftir bestu samvisku og að sjálfsögðu þekkingu, sem eðli málsins samkvæmt er háð stund og stað.

Með þessari framsetningu er ekki vegið að nokkrum einstökum manni eða mönnum yfirleitt. Einungis er um staðreynd að ræða sem ekki verður umflúin. Öll erum við á sama báti hvað þetta varðar. Í upphafi var vikið að reynslu Magnúsar Reynis á sviði bæjarmála. Hann var um langt skeið bæjarritari á skrifstofu bæjarstjórnar Ísafjarðarkaupstaðar, sem var forveri núverandi Ísafjarðarbæjar. Þar gekk Magnús Reynir næstur bæjarstjóra að völdum þegar að því kom að sinna starfi fyrir bæjarstjórnina og framkvæma ákvarðanir hennar samkvæmt umboði kjósenda.

Talsverðan hluta þess tíma var hann einnig varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og sat fundi bæjarstjórnar sem slíkur. Það er því eðlilegt að leggja við eyrun þegar Magnús Reynir talar. Margt er honum til lista lagt og hann er þekktur og virtur sem snjall tónlistarmaður. Að honum hefur ekki verið vegið hér fremur en öðrum, hvort heldur stjórnmálamönnum eða þeim er annað starf stunda.

Stöðug framþróun leiðir nýjar staðreyndir í ljós, aðra sýn á liðna atburði, en til baka verður ekki snúið. Það vill þó stundum svo til að sannleikurinn er bitrastur okkur öllum. Svo einfalt er það.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli