Frétt

Stakkur 46. tbl. 2004 | 14.11.2004 | 14:20Bæjarins besta í 20 ár

Bæjarins besta fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Ævintýrið byrjaði smátt en óx skjótt og nú er BB eitt af framsæknari vikublöðum landsins. Vestfirðingar eru markhópur þess og fréttir eru fluttar úr fjórðungnum. Hvort tveggja setur blaðinu nokkrar skorður. Það er hið eina sinnar tegundar á Vestfjörðum. Helst er að pólitísku blöðin, sem koma þó afar sjaldan út, telji sig eiga beint erindi við Vestfirðinga fremur öðrum landsmönnum. Það er líka breytt með breyttum mörkum kjördæma. Ferðin sem hófst á vikulegu auglýsingablaði varð miklu lengri en margir spáðu og það varð reyndar furðu fljótt að alvöru blaði, sem hefur lifað önnur bæði eldri og yngri. Stakkur hefur fylgt Bæjarins besta rúman helming þess tíma sem að baki er, oftast vikulega. En hver er þessi Stakkur? Kannski honum sé sniðinn þröngur stakkur og vilji þess vegna ekki svipta af sér hulunni.

Í sjálfu sér skiptir ekki máli hver heldur um pennann, svo fremi að eitthvað sé skrifað af viti. Um það er reyndar deilt. Hinu verður ekki leynt, að stundum er erfiðara en ella að finna viðfangsefni við hæfi. Alltaf gerist eitthvað og sýnist sitt hverjum hvernig um skuli fjallað. Stakkur hefur farið sínar eigin leiðir og bent á það sem betur má fara, ekki síst veilur í málflutningi stjórnmálamanna, bæði á landsvísu og einnig heima fyrir í sveitarstjórnum, einkum á Vestfjörðum. Ekki hefur verið hikað við að grípa á lofti skort á rökfærslu fyrir útgjöldum og ákvörðunum. Þá hefur verið hrósað fyrir það sem vel er gert. Önn hefur verið alin fyrir Vestfirðingum og framtíð Vestfjarða. Margir hafa kveinkað sér að óþörfu, einkum stjórnmálamenn, hvort heldur þeir sitja á Alþingi eða í sveitarstjórn. Það er aðall blaða að veita aðhald. Oft hefur verið sett út á að Stakkur komi ekki fram undir nafni. Sá útásetningur er réttmætur jafnt sem réttlaus. Kjarni málsins er sá að eiga erindi við lesendur, segja þeim eitthvað og vekja þá til umhugsunar um málefni líðandi stundar og hag Vestfirðinga, jafnt og lands og þjóðar.

Margir hafa verið nefndir undir stakknum en enginn þeirra hefur viljað taka við heiðrinum. Hann hlýtur að vera Vestfirðingur. Meðal þeirra sem oft hafa verið nefndir eru Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og Hlynur Þór Magnússon. Nafnarnir Ólafur Helgi Kjartansson fyrrum sýslumaður Ísfirðinga og Ólafur Kristjánsson fyrrum bæjarstjóri í Bolungarvík hafa einnig hrotið af vörum ýmissa. Báðir hafa nú snúið sér að öðru. Ritstjórnin kynni að eiga þátt að máli en þá ber að lesa vikulegan texta hennar á öðrum stað í blaðinu.

Stakkur kom fyrstur fram opinberlega með þá hugmynd sem síðar varð að nýju kjördæmunum og lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Þó hefur hann lítið látið málefni samkynhneigðra til sín taka. Einhver gáfulegasta hugmynd sem komið hefur fram í seinni tíð er hugmynd Þorvaldar Kristinssonar um að hjónavígslur óháð kynhneigð fari fram hjá sýslumönnum, ekki trúfélögum. Þarna varð Stakkur á eftir en hann styður réttindi samkynhneigðra eins og allra minnihlutahópa og vill ýta undir umburðarlyndi. Okkur veitir ekki af, þessari örsmáu en duglegu þjóð. Til hamingju með afmælið, BB, og megi samfarir okkar verða góðar. Getið nú lesendur góðir hver heldur á pennanum þetta sinnið!

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli