Frétt

Leiðari 47. tbl. 2004 | 17.11.2004 | 09:19Ekki hvort – heldur hvenær

Um langlífi þeirra orða menntamálaráðherra, að ekki yrði tekið við skipunum frá miðaldra mönnum, skal engum getum að leitt. Hinu hafa trúlega flestir gleymt að þegar sameining sveitarfélaga var hvað mest á dagskrá á árum áður féllu ófáar ámóta ,,gáfulegar“ kveðjur í garð þáverandi félagsmálaráðherra. Ný hrina sameiningar stendur nú fyrir dyrum. 23. apríl n.k. verður efnt til kosninga um tillögu félagsmálaráðherra, sem fækkar sveitarfélögum úr 103 í 39, ef allt gengur eftir.

Bæjarins besta hefur ekki farið dult með þá skoðun að forsenda viðsnúnings þeirrar byggðaröskunar sem átt hefur sér stað, illu heilli, sé í aðalatriðum þríþætt: Í fyrsta lagi: Stækkun sveitarfélaga, hvar í felst að áður smáar og burðarlitlar einingar njóti, sem hlutdeild nýs samfélags, nábýlis öflugs byggðakjarna; án slíkrar kjölfestu er sameining í flestum tilfellum vita gagnslaus. Í annan stað: Greiðar og öruggar samgöngur ,,innan bæjar“, sem oftast spannar stórt landsvæði, sem og milli landshluta. Án þessa frumþáttar, sem samgöngurnar eru, getum við gleymt því að landsbyggðin haldi í horfinu, hvað þá að hún eflist. Og í þriðja falli: Aukin og fjölbreyttari atvinnutækifæri, sem leiða munu til fólksfjölgunar, sem auðvitað er markmiðið, sem að er keppt. Í stöðugt samþjappaðra samfélagi tækninýjunga á landsbyggðin ekki síðri möguleika en þéttbýlið á nýjum atvinnugreinum, ef rétt er á málum haldið og vilji er fyrir hendi.

Í hugum margra er spurningin um sameiningu Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, ekki hvort - heldur hvenær? Trúlega raunsætt mat. Möndullinn sem sameining þessara sveitarfélaga snýst um, öðru fremur, eru samgöngur. Meðan lífæðarnar milli þessara byggðarlaga liggja um jafn hættuleg svæði og fjallshlíðarnar sem skilja þau að er vart við því að búast að gengið verði til einnar sængur. Fram hjá þessu verður ekki horft.

,,Sjálfsmynd samfélags byggist ekki síst á þeirri mynd sem birtist í fjölmiðlum og getur þannig haft afgerandi áhrif á líðan og sjálfstraust íbúanna“ sagði Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar í afmælisblaði BB. Þrástagl um hættusvæði í hálfu og heilu bæjarfélögunum og fólksfækkun á Vestfjörðum hefur fram til þessa átt greiðari aðgang í sviðsljós fjölmiðla, en það fjölbreytta mannlíf sem hér þrífst. Svo virðist þó sem nú sé farið að sjást til sólar á sumum bæjum í þessum efnum.

Hvað sem frekari sameiningu sveitarfélaga líður geta Vestfirðingar borið höfuðið hátt. Þeir hafa áður staðið af sér boðaföll.
– s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli