Frétt

Guðjón A. Kristjánsson | 16.11.2004 | 13:42Eru gömul völd ógæfa þjóðarinnar?

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson.
Samráð olíufélaganna um verð, markað, útboð og sölu, sem birtist í 1000 blaðsíðna skýrslu Samkeppnisráðs hefur valdið þjóðinni miklum vonbrigðum. Sviksemin hefur sært fólkið í landinu. Þó að áratugum saman hafi verið til umræðu meðal þjóðarinnar að olíufélögin hefðu með sér verðsamráð á olíu og bensíni og að markaður skiptist milli olíufélaganna eftir flokkslínum viðskiptamanna olíufélaganna, töldu menn í þá tíð að þar væri flokkshollustan ráðandi frekar en að ákvarðanir væru hjá forstjórum eða stjórnum olíufélaganna. Það var jú löngum vitað að framsóknarmenn vildu helst versla við Esso og sjálfstæðismenn við Shell. Og fræg er sagan af framsóknarmanninum á Vestfjörðum sem sagðist frekar keyra um bensínlaus en nota Shell-bensín!

Sjaldan lýgur almannarómur

Það var einnig ávallt talið í rómi almennings að Esso (Olíufélagið) væri fjárhagslegur bakhjarl Framsóknar og Shell (Skeljungur) Sjálfstæðisflokksins. Olís var eitthvað óljósara þó margir kenndu það félag við Alþýðuflokkinn. Skýrsla Samkeppnisráðs sýnir okkur samfellt samráð olíufélaganna og að lög sem tóku gildi 1993 og bönnuðu slíkt voru að engu höfð. Á 9 blaðsíðum skýrslunnar er vinnulagið birt í sér töflu og ef menn hafa haldið að úr samráði um verð hafi dregið síðari árin, þá virðist það alröng ályktun. Samkeppnislög og nútímahugsun um samkeppni á markaði um verð virðast víðsfjarri í vinnulagi viðskiptajöfra frelsisins sem svo oft töluðu um frelsi og samkeppni á markaði. Í töflum á bls. 104-113 kemur fram að fundum um verðsamráð fjölgaði með nýrri öld úr 20-40 fundum á ári frá 1993-´99 í 72 fundi árið 2000 og í 60 fram til 14. des. 2001.

Ný viðhorf í samkeppnisviðskiptum á markaði sem stjórnvöld töldu sig vera að innleiða þróuðust í aukna verðstýringu og aukið samráð hjá olíugreifunum. Varla tvöfölduðu forstjórar og stjórnendur fundafjöldann um verðsamráð af engu tilefni, enda verður það ekki ráðið af skýrslunni. Um fundatöfluna segir orðrétt í skýrslu Samkeppnisráðs á bls. 113: ,,Framangreind tafla sýnir skýrlega reglubundin og umfangsmikil samskipti milli félaganna á árunum 1993-2001 varðandi atriði sem tengjast verðlagningu, markaðsskiptingu og gerð tilboða. Telur Samkeppnisráð að í þessu hafi falist áframhaldandi röð athafna sem hafi haft eitt og sama markmið (leturbeyting höfundar) sem var að draga úr samkeppni milli olíufélaganna.“ 99% landsmanna hafa semsagt orðið fyrir miklum vonbrigðum, við erum sár og svekkt. Framkvæmd viðskiptafrelsis í hinum gömlu valdablokkum olíufélaganna hefur ekkert breyst með nýjum mönnum.

Og hvað þá? Hvar erum við stödd?

Eigum við að treysta því að aðrar gamlar valdablokkir hafi ekki verðsamráð og annað samráð sem þeir telja að þjóni þeirra lokuðu sérhagsmunum? Er ekki kominn tími á að Alþingi breyti lögum eða setji ný sem taka burtu eins og kostur er þá möguleika að svipað geti gerst eða sé og hafi gerst í öðrum greinum og hjá olíufélögunum? Sá sem þetta ritar, hefur margflutt mál á Alþingi um fjárhagslegan aðskilnað fyrirtækja í veiðum og vinnslu og að markmiðið væri að ferskfiskmarkaðurinn verðlegði allan fisk með opinni sölu og samkeppni á markaði sem vissulega myndi auka heildarhagsmuni þjóðarinnar. Hvers vegna er hægt að nota kvóta sem greiðslu í fiskviðskiptum? Hvers vegna á að ákveða verðið á kvótanum með samráði þeirra fáu og stóru? Eða halda menn að þeir stóru, uppaldir í gömlu valdablokkunum, tali ekki saman um þau viðskipti, þær reglur og þau lög sem nú gilda? Hefur viðskiptalífið ekki verið að þróast þannig að sá heldur velli sem vinnur sem nánast með þeim stóru í veiðum, er þeirra undirsáti eða leiguliði?

Í verslunarblokkunum, er hann þeirra þjónandi og auðmjúkur framleiðandi og fær gott hillupláss í staðinn. Í fjármagnsaðgangi, með því að vera í réttum flokki, stjórnarflokkunum. Hundflagur undirsáti ráðamanna sem láta nokkuð af hendi rakna. Eigum við ekki líka að opna fjármál stjórnmálaflokkanna? Kannski er þar lykillinn að heiðarlegra og betra þjóðfélagi. Það viljum við sem störfum saman í Frjálslynda flokknum enda starfað með opið bókhald frá upphafi.

Guðjón Arnar Kristjánsson.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli