Frétt

mbl.is | 16.11.2004 | 08:14Hvar eru peningarnir?

Sem leiðtogi Palestínumanna síðustu fjóra áratugi stjórnaði Yasser Arafat fjármálaumsvifum sem fólust meðal annars í fjárfestingum í flugfélögum, bananaplantekrum og hátæknifyrirtækjum, auk þess sem peningar voru faldir í bankareikningum víða um heim. Jaweed al-Ghussein, fyrrverandi fjármálastjóri Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), segir að þessar eignir hafi numið þremur til fimm milljörðum dollara, sem svarar 200-340 milljörðum króna, þegar hann lét af störfum árið 1996.

Ekki er vitað hversu miklar þessar eignir eru núna og talið er að stór hluti þeirra hafi horfið. Nú þegar Yasser Arafat hefur gengið á fund feðra sinna óttast margir Palestínumenn að það sem eftir er af auðnum hverfi eða að virktavinir hans sölsi hann undir sig.

"Þetta eru peningar palestínsku þjóðarinnar," sagði palestínski þingmaðurinn Hassan Khreishe, sem kvaðst ætla að krefjast þess að palestínska þingið rannsakaði málið.

Það kann að reynast erfitt þar sem Arafat lagðist lengi gegn eftirliti með sjóðunum, m.a. peningum sem PLO fékk frá arabaríkjum á áttunda og níunda áratugnum og fjárhagslegri aðstoð Vesturlanda við heimastjórnina eftir friðarsamningana við Ísraela 1993.

Arafat lifði sjálfur sparsamlega en þurfti mikla peninga til að halda hollustu bandamanna sinna. Fjárfestingar og bankareikningar voru á nafni þeirra til að tryggja stuðning þeirra og einnig til að koma í veg fyrir að lagt yrði hald á eignirnar, að sögn al-Ghusseins.

Aðeins Arafat gat gefið heildarmynd af eignunum og ekki er vitað hvort hann hafi skráð þær eða gert erfðaskrá.

Mohammed Rashid, fjármálaráðgjafi Arafats, hefur neitað að palestínski forsetinn hafi verið auðugur. "Hann á ekki einu sinni tjald, hús eða aldingarð og ekki er til neinn reikningur sem við getum kallað persónulega eign á nafni Yassers Arafats," sagði Rashid í sjónvarpsviðtali skömmu áður en leiðtoginn lést.

Arafat var þó í sjötta sæti á lista tímaritsins Forbes yfir auðugustu "konunga, drottningar og einræðisherra heimsins" í fyrra og auður hans var áætlaður a.m.k. 300 milljónir dollara, sem svarar 20 milljörðum króna.

Fjárstreymið frá arabaríkjunum snarminnkaði árið 1990 þegar Arafat snerist á sveif með Saddam Hussein er Íraksher réðst inn í Kúveit. Al-Ghussein segir að Saddam hafi greitt Arafat 150 milljónir dollara, 10,2 milljarða króna. Hermt er að greiðslurnar til PLO hafi meðal annars verið notaðar til að fjárfesta í flugfélagi í Maldíveyjum, grísku skipafélagi, bananaplantekrum, demantanámu í Afríku og fasteignum víða um heim.

Eignirnar voru á nafni tuga bandamanna Arafats, að sögn fyrrverandi fjármálasérfræðings PLO á Gaza-svæðinu og palestínsks hagfræðings á Vesturbakkanum. Þeir byrjuðu að rekja peningaslóðina fyrr á árinu að beiðni nokkurra embættismanna Fatah-hreyfingarinnar.

Háttsettur palestínskur embættismaður sagði að stór hluti fjárfestinganna væri glatað fé. Sum fyrirtækjanna hefðu orðið gjaldþrota. Í öðrum tilvikum hefðu vinir Arafats hlaupist á brott með peningana. Nokkrir þeirra sem skráðir voru fyrir eignunum dóu og fjölskyldur þeirra erfðu þær.

Fyrrnefndur hagfræðingur á Vesturbakkanum, sem vildi ekki láta nafns síns getið, áætlaði að eignirnar næmu nú um 2,5-4 milljörðum dollara, 170-270 milljörðum króna.

Palestínska heimastjórnin fékk rúma 6,5 milljarða dollara, 440 milljarða króna, frá ríkjum heims á árunum 1994-2003 og í fyrstu var lítið eftirlit með því hvert fjármunirnir fóru. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) sagði í fyrra að 900 milljónir dollara, eða rúmir 60 milljarðar króna, hefðu ekki skilað sér til heimastjórnarinnar fyrstu sex árin. Peningarnir hefðu þess í stað verið lagðir inn á bankareikning sem Arafat réð yfir.

Hermt er að Yitzhak Rabin, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, hafi lagst gegn þessu fyrirkomulagi í fyrstu en ráðgjafar hans hafi sagt honum að Arafat þyrfti "mútusjóð" til að draga úr andstöðunni við friðarsamningana við Ísraela.

Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á svæðum Palestínumanna sagði að heimastjórnin hefði fengið umrætt fé til ráðstöfunar eftir að Salam Fayyad varð fjármálaráðherra hennar, en hann þykir hafa staðið sig vel í embættinu. Fayyad hefur skert "ráðstöfunarfé forsetaembættisins" á síðustu þremur árum úr 100 milljónum dollara (6,8 milljörðum kr.) á ári í 43 milljónir (3,1 milljarð).

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli