Frétt

| 31.03.2000 | 15:19Sýknaðir af ákæru um líkamsárás

Í dag var í Héraðsdómi Vestfjarða kveðinn upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn þremur ungum mönnum á Ísafirði. Einn hlaut skilorðsbundið fangelsi, annar var dæmdur til sektargreiðslu og sviptingar ökuréttinda en ákvörðun um refsingu hins þriðja var frestað.
Tveir mannanna eru 18 ára og einn 19 ára. Ákæruefni eru rakin í frétt á fréttavef Bæjarins besta 2. mars sl. Meðal annars var ákært fyrir líkamsárás, þjófnaði, skemmdarverk og liðveislu við afbrot. Öll hin meintu brot voru framin á Ísafirði á síðasta ári.

Tveir mannanna þriggja voru kærðir fyrir meinta líkamsárás en þeir voru sýknaðir af öllum sakargiftum ákæruvaldsins í því efni. Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða segir m.a. um það ákæruatriði (nöfn eru hér skammstöfuð):

„Samkvæmt dagbók lögreglunnar á Ísafirði kom BHS á lögreglustöð sunnudaginn 6. júní 1999 klukkan 07:40 og bað um aðstoð. Segir í dagbókarfærslunni að BHS hefði verið með blóðnasir og bólginn í framan. Hefði hann sagt ákærðu JGÁ og ÓGK hafa ráðist á sig og sparkað í andlit sitt. Lögreglumaður ók BHS á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. [...] BHS fór heim til sín að skoðun lokinni, hefur ekki leitað vegna þessa máls aftur á Slysadeild. [...]

Þann 7. júní 1999 kom BHS á lögreglustöðina á Ísafirði og kærði ákærðu JGÁ og ÓGK fyrir líkamsárás. Skýrði hann svo frá atvikum að hann hefði verið gestkomandi að Aðalstræti 8, er ákærðu hefðu komið þar inn og ráðist á hann. Hefðu þeir dregið hann út úr húsinu og á gangstéttina fyrir framan húsið, hent honum þar í götuna og sparkað í hann, stappað á höfði hans, síðan hellt bjór aftan á bakið á honum, tekið peningaveski hans með 4.500 krónum og debetkorti og horfið að því búnu á braut. Á meðan hefðu húsráðendur, þeir ÁS og ÁG, setið inni í stofu hússins að Aðalstræti 8 og ekki skipt sér af því sem fram fór. [...]

Ákærði JGÁ skýrði svo frá atvikum að hann hefði komið í Aðalstræti 8 milli klukkan 6 og 7 um morguninn ásamt meðákærða. Hefðu þeir séð þar ljós og litið inn. BHS hefði verið þar fyrir auk ÁG og ÁS. Hefðu þeir allir verið ölvaðir. Sjálfur hefði hann verið búinn að neyta áfengis um nóttina, sem og meðákærði. Hann myndi þó vel eftir atvikum. BHS hefði verið ófriðlegur og atast í þeim ákærðu með orðum. Hefði ákærði m.a. sagt honum að eitthvert fótboltalið væri lélegt og BHS reiðst því mjög. Hefði hann síðan sparkað milli fóta ákærða. Hefði ákærði þá „gefið honum á hann" og hent honum út. Kvaðst hann ekki hafa farið á eftir BHS út, en litið út örskömmu síðar, en þá hefði BHS verið farinn.

Ákærði ÓGK kvaðst hafa komið í Aðalstræti 8 ásamt meðákærða. Bar hann á sama veg og meðákærði um það hverjir hefðu verið þar. Hann sagði að þeir meðákærði hefðu verið búnir að neyta áfengis, og hefði hann fundið á sér einhver áfengisáhrif. Hann kvaðst ekki hafa komið nálægt BHS, sem hefði verið með einhver „læti" og sparkað í meðákærða, sem þá hefði hent honum út, með því að ýta honum út á undan sér. Hann hefði ekki séð hvort meðákærði hefði slegið BHS. Örskömmu síðar hefði hann litið út og þá hefði BHS verið farinn.

Kærandi, BHS, bar að hafa setið að drykkju með þeim ÁS og ÁG er ákærði JGÁ hefði komið og umsvifalaust rykkt í sig og dregið sig yfir borðið og út, þar sem hann hefði slegið sig niður, sparkað í andlitið á sér og trampað ofan á höfði sínu. Að árásinni afstaðinni hefði hann barið að dyrum að Aðalstræti 8, en ekki verið svarað. Hann hefði þá farið á lögreglustöð, en verið sagt að koma daginn eftir ef hann vildi kæra. Spurður um hvort ákærði JGÁ hefði verið einn, sagði hann að ákærði ÓGK hefði verið með honum, þeir hefðu báðir ráðist á sig. Nánar aðspurður sagði hann hins vegar að ákærði JGÁ hefði slegið sig og sparkað í sig, en ákærði ÓGK hefði staðið hjá. Neitaði hann því aðspurður að hafa verið að atast í ákærðu. Hann kvaðst halda að ákærðu hefðu tekið af sér veskið, því að það hefði verið horfið úr vasa sínum. [...]

Vitnið HBS bar að ÁG hefði skýrt sér frá því að ákærðu hefðu beðið hann að taka á sig árásina, þar sem ákærði JGÁ væri á skilorði.

Vitnið ÁS skýrði svo frá að hann hefði rekið út gesti sína, þá ákærðu og BHS, þar sem þeir hefðu rifist og verið með ófrið. Hefði hann síðan hringt í lögreglu, þar sem hann hefði heyrt rifist fyrir utan.

Vitnið ÁG skýrði svo frá að ákærð

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli