Frétt

bb.is | 15.11.2004 | 14:41Útilokað að eyða mink þegar ekki er vitað hversu stór stofninn er

Hugsanlegt er að skipulag og kostnaður við veiðar á mink færist af höndum sveitarfélaga til ríkisins en skipulag á veiðum á ref verði óbreytt. Þetta kom fram í ræðu Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á aðalfundi Æðarræktarfélags Íslands í síðustu viku. Ráðherrann telur það undarlegt að nánast engar rannsóknir hafi farið fram á mink hér á landi þótt enginn efist um að minkurinn sé vágestur í íslenskri náttúru. Rannsóknir á ref hafi hins vegar verið stundaðar á Hornströndum en gera þurfi betur í þeim efnum. Ráðherrann telur að draga megi þá ályktun að þeir fjármunir sem farið hafa til refa- og minkaveiða hafi ekki skilað sér. Útilokað sé að takast á við þetta vandamál þegar ekki liggi fyrir hvort minkastofninn er 8.000 dýr eða 40.000 dýr.

Sem kunnugt er hefur töluverð umræða farið fram að undanförnum um skipulag veiða á mink og ref. Skotlaun hafa verið fjármögnuð í sameiningu af ríki og sveitarfélögum. Að undanförnu hefur ríkið minnkað greiðsluþátttöku sína með þeim afleiðingum að sveitarfélög t.d. á Vestfjörðum hættu um tíma að greiða skotlaun með þeim afleiðingum að veiðar minnkuðu mjög. Svo virðist sem að í uppsiglingu sé breytt skipulag á veiðum á þessum dýrum. Í ræðu sinni sagði umhverfisráðherra m.a: „Veiðar á tófu og mink eru heimilar án takmarkana nema í friðlöndum, þar sem ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa þær ekki. Veiðarnar eru gjarnan stundaðar af atvinnuveiðimönnum en sveitarfélögin eru ábyrg fyrir framkvæmdinni. Ríkið hefur greitt hluta af kostnaði við þessar veiðar en á síðustu tveimur árum hefur framlag ríkisins verið skorið niður út 50% í 30%. Hefur þetta jafnvel leitt til þess að sum sveitarfélög sinna aðeins lágmarks veiðum og önnur hafa nánast lagt þær niður. Velta má fyrir sér hvort rétt sé að þau sveitarfélög sem þannig eru í sveit sett að þau þurfi að kljást við þann vanda sem fólginn er í tjóni af völdum refs og minks eigi að standa undir kostnaði við veiðarnar ekki síst í tengslum við minkaveiðar þegar haft er í huga að stærstu og fjölmennustu sveitarfélög landsins, sem helst hafa fjármuni, þurfa ekki glíma við þennan vanda.“

Þá segir ráðherrann í ræðu sinni frá tillögum tveggja nefnda sem fjölluðu m.a. um minka- og refaveiðar.„Báðar þessar nefndir hafa skilað tillögum sem lagðar hafa verið fram í ríkisstjórn og eru þar til umfjöllunar. Tillögur nefndanna eru ólíkar að því leytinu til að tillögur minkanefndar gera ráð fyrir verulegum lagabreytingum og tilfærslu málaflokksins frá sveitarfélögum til ríkisins auk stórfelldra rannsókna á stofnstærð minksins en tillögur refanefndar eru að notast verði áfram við sama stjórnkerfi og áður en að aukið fé verði sett í veiðarnar af hálfu ríkisins, þ.e.a.s. sama fé og áður, auk þess sem varið verði auknu fé til rannsókna.“

Um rannsóknir á þessum dýrum sagði ráðherra í ræðu sinni:„Ég vek athygli á því, svo undarlegt sem það kann að hljóma, að nánast engar rannsóknir hafa farið fram á mink hér á landi þótt enginn efist um að minkurinn sé vágestur í íslenskri náttúru. Hér ber að hafa í huga að um margra áratuga skeið hefur verið reynt að eyða honum og til þess hefur verið varið hundruðum milljónum króna án þess að menn gerðu sér nægjanlega grein fyrir við hvaða vanda væri að glíma. Refarannsóknir hafa hins vegar verið stundaðar með markvissum hætti á undanförnum áratugum á tilteknu svæði þ.e.a.s. á Hornströndum en gera þarf betur. Draga má því þá ályktun að þeir fjármunir sem farið hafa til refa- og minkaveiða hafi ekki skilað sér. Alla vega er ljóst að ekki er hægt að meta árangurinn. Ég tel afar mikilvægt að stjórnvöld sem og hagsmunaaðilar sem hér eiga hlut að máli hafi sem gleggstar upplýsingar um vandann og leiðin til þess er að markvissar rannsóknir á stofnstærð minks og refs verði framkvæmdar sem fyrst. Það er útilokað að takast á við þetta vandamál af alvöru ef t.d. ekki liggur fyrir hvort minkastofninn er 8.000 dýr að hausti eða 40.000 dýr hvað þá meira eins og heyrst hefur.“

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli