Frétt

| 03.08.2001 | 05:42Silkihanskar DV og Davíð

Í pistli sínum í Víðsjá Ríkisútvarpsins byrjaði Karl Th. Birgisson á því að hrósa Kolbrúnu Bergþórsdóttur, viðtölum hennar og viðtalslist – þar sem hún á við. Síðan sagði Karl: Þetta semsagt fín viðtalsaðferð fyrir sinn hatt, en hún á ekki alltaf við.
Um helgina birtist í DV viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Davíð Oddsson forsætisráðherra eins og alræmt er. Þetta var ágætlega til fundið enda ýmis mál sem brenna á forsætisráðherra sem athyglisvert er að fá viðbrögð hans við í lengra máli en kemst fyrir í ljósvakafréttum. En eins og það var góð hugmynd að taka viðtal við Davíð Oddsson, þá var það jafnvond hugmynd að fá Kolbrúnu Bergþórsdóttur til verksins.

Í viðtalinu spurði Kolbrún forsætisráðherra út í ýmis pólitísk alvörumál dagsins, svo sem efnahagsástandið, Alþjóðahvalveiðiráðið, komandi borgarstjórnarkosningar og auðvitað Árna Johnsen, en hún gerði það eins og henni er tamt – eins og taka hún væri að viðtal við persónuna Davíð Oddsson, en ekki forsætisráðherra Íslands á allnokkrum átakatímum í sögu þjóðarinnar. Með öðrum orðum eins og hún væri að spyrja hann út í fjölskylduna en ekki ríkisfjármálin, smásögurnar en ekki stóru málin.

Fyrir vikið var þetta viðtal handónýtt og hvorki samboðið Kolbrúnu né blaðinu. Þar var ekki að finna neinar krítískar spurningar, sem nauðsynlegt hefði verið að spyrja og fá svör við, og engum spurningum var fylgt eftir og voru þó næg tilefni til þess. Þannig komst forsætisráðherra upp með að tala um „menn sem hafa eitthvað annarlegt í farteskinu“ án þess að vera látinn útskýra hvaða menn hann átti við og hvað þeir væru eiginlega með svona annarlegt í farteskinu. Og þannig komst forsætisráðherra upp með að svara spurningum út í hött, til dæmis þegar hann var spurður hvort menntamálaráðherra bæri enga ábyrgð á störfum byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Svarið var svona:

„Ef þú færir í Hagkaup á vegum DV til að taka viðtal og styngir einhverju inn á þig í leiðinni, ætti Óli Björn Kárason þá að segja af sér ritstjórastarfi á DV? Finnst þér það?“

Svar Kolbrúnar var eitt aumingjalegt „Nei, mér finnst það ekki“, og þar með var það mál útrætt, rétt eins og þessi aulafyndni forsætisráðherra væri viðunandi svar við alvarlegu umhugsunarefni eða um væri að ræða sambærileg dæmi á einhvern hátt.

Og alveg í stíl við þetta komst forsætisráðherra óáreittur upp með að fabúlera um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hann sagði hafa axlað ábyrgð, þótt sögubækur segi okkur allt annað, og sleppa að nefna þann stjórnmálamann íslenzkan sem axlað hefur pólitíska ábyrgð með mestri reisn, Guðmund Árna Stefánsson, og var hann þó ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.

Eflaust er forsætisráðherra ánægður með viðtalið, að Kolbrún skyldi strjúka honum með silkihönzkunum sem fara henni svo vel þegar hún tekur viðtöl um skáldskap og fagrar listir. En rétt eins og okkur lesendum var ógreiði gerður með mjúku viðtali um alvörumál, þá er forsætisráðherra enginn greiði gerður með viðtali þar sem hann birtist okkur sem léttvægur og frekar illa innréttaður froðupólitíkus.

Við hljótum náttúrlega að vona að það sé ekki rétt mynd og þess vegna var þetta viðtal hvorugt af því sem viðtöl eiga að vera: Það var hvorki heiðarlegt né gott.

Strik.is / Pressan

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli