Frétt

mbl.is | 12.11.2004 | 13:21Bankarnir vinna fyrstu lotuna í valdastríðinu við Ecclestone

Bankarnir sem eiga þrjá fjórðunga hlutafjár í eignarhaldsfélögum sem kennd eru við formúlualráðinn Bernie Ecclestone unnu fyrstu lotuna í átökum við hann um forræði fyrirtækjanna, en deilan er nú fyrir breskum dómstólum. Áfrýjunardómstóll í London vísaði í dag frá dómi málskoti af hálfu tveggja eignarhaldsfélaga Ecclestone, Formula One Holdings (FOH) og Bambino Holdings, um að deila hans og bankanna skuli til lykta leidd fyrir svissneskum dómstólum en ekki breskum.

Þá var og hafnað beiðni um að þessum úrskurði yrði áfrýjað lengra - til lávarðadeildar breska þingsins - var og hafnað. Hefst því aðalmeðferð í þrætu Ecclestone og bankanna síðar í mánuðinum í London.

Carnwath dómari sagði það engum tilgangi þjóna að vísa málinu til svissneskra dómstóla; það myndi einungis tefja lyktir þess og auka kostnað allra.

„Deilan snýst í aðalatriðum um yfirráð yfir og framtíð Formúlu-1 kappaksturs,“ sagði hann er hann tilkynnti um úrskurð sinn í deilu um hvar varnarþing í deilumálinu væri.

Bankarnir þrír - Bayerische Landesbank, JP Morgan og Lehman Brothers - eiga 75% hlutafjár í eignarhaldsfélaginu SLEC sem á öll markaðsréttindi formúlunnar. Hin 25% á eignarhaldsfélagið Bambino Holdings, sem er í eigu Ecclestone og fjölskyldu hans.

SLEC á einnig FOH en bankarnir hafa stefnt félaginu fyrir ráðningu yfirstjórnenda þess og krefjast áhrifa á stjórn þess í samræmi við hlutafjáreign sína. Segja þeir að með núverandi fyrirkomulagi skipunar stjórnar FOH ráði þeir ekki ferðinni í félaginu.

Bankarnir eignuðust hlutabréfin við hrun þýsku fjölmiðlasamsteypunnar Kirch en hún skuldaði þeim 1,6 milljarða dollara. Hafi þeir fullnaðarsigu að lokum í stríðinu viuð Ecclestone mun losna um hreðjartök hans á viðskiptaveldi sem veltir milljörðum dollara.

Bílaverksmiðjur sem aðild eiga að Formúlu-1 fylgjast grannt með þrætunni. Þau hafa stofnað eigið fyrirtæki (GPWC) og hótað að segja skilið við núverandi íþrótt og stofna eigin mótaröð frá og með árinu 2008 verði ekki verulegar breytingar í millitíðinni á skiptingu tekna af Formúlu-1.

Talsmaður GPWC sagði í dag, að nýverið hafi samstarfsfélagið útnefnt markaðsráðgjafa og hefði nýr kraftur verið settur í áform félagins og undirbúning sjálfstæðrar keppni.

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli