Frétt

mbl.is | 12.11.2004 | 08:083 karlmenn dæmdir í héraðsdómi til að greiða konu miskabætur sem sakaði þá um hópnauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær þrjá menn til að greiða konu samtals 1,1 milljón króna í miskabætur fyrir að hafa framið ólögmæta meingerð gegn henni og æru hennar. Konan kærði þá fyrir nauðgun en lögreglan í Reykjavík og ríkissaksóknari höfðu fellt málið niður og dómsmálaráðherra hafnað því að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Sambærilegur dómur mun ekki hafa fallið áður. Dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar

Mennirnir voru hvorki ákærðir né dæmdir fyrir nauðgun en voru engu að síður dæmdir til að greiða konunni miskabætur eftir að hún höfðaði sjálf skaðabótamál gegn þeim. Hún fór einnig í mál við ríkið þar sem hún taldi að rannsókn lögreglu hefði verið verulega áfátt en ríkið var sýknað vegna þess að ekki hefði myndast réttarsamband milli hennar og ríkisins.

Konan hélt því fram að þegar hún og einn mannanna voru ein í herbergi á heimili eins þeirra hefði hann tekið hana kverkataki en sleppt því síðan og beðið sig afsökunar. Síðan hefði hann skipað henni að afklæðast og hún ekki þorað að mótmæla af ótta við líkamsmeiðingar og reynt að leyna því að hún væri hrædd. Maðurinn neitaði því að hafa beitt ofbeldi og sagði að samfarirnar hefðu hafist með eðlilegum hætti. Hann hefði síðan kallað á annan mannanna í því skyni að hann tæki þátt í kynmökunum. Báðir komu þó inn og áttu við hana kynmök. Hinir mennirnir tveir sögðu að þeir hefðu engar hótanir eða háreysti heyrt, en maðurinn hefði reiðst seinna þegar konan neitaði honum um frekari kynmök, eftir að hin meinta nauðgun átti sér stað.

Af hálfu konunnar var því haldið fram að mennirnir hefðu allir nauðgað henni. Konan hefði verið hrædd um líf sitt og því metið aðstæður þannig, eins og konum væri ráðlagt að gera, að berjast ekki á móti. Mennirnir hefðu ekki mátt líta svo á að konan væri samþykk og að öllum mætti vera það ljóst að til þess að kynmök, af því tagi sem hér um ræði gætu talist eðlileg yrði ótvírætt samþykki að liggja fyrir.

Lögmaður mannanna hélt því fram, í samræmi við framburð þeirra, að samfarirnar hefðu farið fram með fullu samþykki konunnar. Hún hefði ekki á nokkurn hátt streist á móti heldur sýnt fullt samþykki til kynmakanna í vilja og í verki. Mennirnir hefðu aldrei orðið varir við neinn ótta hjá henni og hún auðveldlega getað neitað kynmökum ef henni sýndist svo. Við rannsókn á líkama hennar hefðu engin merki verið um að henni hefði verið þröngvað til kynmaka. Kynlíf færi fram með líkamlegri tjáningu, án orðræðna, og ekki væri með nokkru móti hægt að fallast á að sérstakt samþykki þyrfti að liggja fyrir áður en samræði hæfist, væri vilji sýndur í verki.

Í niðurstöðum dómsins segir að ekki sé hægt að líta svo á að upphaf samfaranna hafi verið afleiðing ofbeldis. Þá kynni að vera að kynmök fleiri en tveggja á sama tíma gætu talist eðlilegur þáttur í kynlífi. Hvað sem því liði yrði ekki öðruvísi litið á, eins og atvikum og atburðarás væri háttað, en mennirnir hefðu með aðförum sínum framið ólögmæta meingerð gegn konunni. Fram kom að hún varð fyrir andlegu áfalli við verknaðinn. Friðgeir Björnsson kvað upp dóminn, Hulda Rós Rúriksdóttir hdl. flutti málið fyrir konuna og Guðmundur B. Ólafsson hdl. fyrir hönd mannanna.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli