Frétt

Fréttablaðið | 11.11.2004 | 08:38Átta sveitarfélög á Vestfjörðum eiga sér vart framtíð

Setja má nær öll sveitarfélög á Vestfjörðum á úreldingarlista ef tekið er mið af kenningum tveggja bandarískra landfræðinga sem settar voru fram í lok níunda áratugarins. Kenningarnar miðuðust að því að meta hvort tiltekin sveitarfélög ættu sér framtíð eða hvort þau væru í raun dauðvona. Ef kenningarnar eru heimfærðar upp á Vestfirði má færa rök fyrir því að átta af ellefu sveitarfélögum á Vestfjörðum eigi sér enga framtíð. Það eru Bolungarvík, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Bæjarhreppur og Broddaneshreppur. Einungis Ísafjarðarbær, Tálknafjarðarhreppur og Hólmavíkurhreppur geta horft til framtíðar með nokkurri bjartsýni.

Kenningar landfræðinganna fólust í því að setja fram sex viðmiðunarmörk sem væru vísbending um það að sveitarfélag væri dauðvona. Ef sveitarfélagið uppfyllti tvö eða fleiri skilyrði gat það talist á góðri leið með að fara í eyði. Viðmiðunarmörkin eru eftirfarandi eftir að hafa verið heimfærð upp á íslenskar aðstæður:

1. Íbúar eru helmingi færri nú en 1980.
2. Íbúum hefur fækkað um tíu prósent eða meira á síðasta áratug.
3. Miðgildi aldursskiptingar er 35 ár eða hærra.
4. Skráð atvinnuleysi er einu prósenti yfir meðaltali atvinnuleysis á landsbyggðinni.
5. Laun eru tíu prósentum undir landsmeðaltali.
6. Endurnýjun íbúðarhúsnæðis er í samræmi við landsmeðaltal.

Veruleg fólksfækkun hefur átt sér stað á Vestfjörðum á undanförnum 24 árum. Alls hefur íbúum Vestfjarða fækkað um fjórðung þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um rúm tuttugu prósent að meðaltali. Raunfækkun íbúa á Vestfjörðum er því tæplega fjörutíu prósent, ef reiknað er út frá meðaltalsfjölgun íbúa á landsvísu. Ef íbúum Vestfjarða hefði fjölgað í samræmi við fjölgun á landsvísu undanfarinn aldarfjórðung ættu þeir að vera sextíu prósentum fleiri en þeir eru nú, eða vel rúmlega helmingi fleiri.

Mest er fækkunin í Árneshreppi, þar sem einungis þrír af hverjum tíu íbúum sem bjuggu þar 1980 eru þar enn. Íbúum í Vesturbyggð, Súðavíkurhreppi, Kaldrananeshreppi, Bæjarhreppi og Broddaneshreppi hefur fækkað allt frá þriðjungi og upp í rúmlega helming.

Skráð atvinnuleysi er yfir landsmeðaltali í sjö sveitarfélögum. Í fjórum þeirra var það yfir einu prósenti meira en meðaltal skráðs atvinnuleysis á landsbyggðinni, Súðavíkurhreppi, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Bæjarhreppi. Mest var atvinnuleysi í Kaldrananeshreppi, eða 6,7 prósent, sem er rúmlega tvöfalt á við meðaltal skráð atvinnuleysis á landsbyggðinni, sem er nálægt 2,8 prósentum.

Í nýútkominni skýrslu sem Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, lét vinna um atvinnu- og byggðarmál í Norðvesturkjördæmi kemur fram að á tímabilinu 1990 til 1997 hafi ársverkum fækkað um nær fimmtung á Vestfjörðum og er það mesta fækkun ársverka á landinu öllu.

Þegar reiknuð voru út meðallaun Vestfirðinga kom það í ljós að þau eru töluvert hærri en meðallaun á landsvísu og er munurinn rúm ellefu prósent. Meðal mánaðarlaun Vestfirðinga eru 225 þúsund en landsmenn allir fá að meðaltali 202 þúsund krónur í laun á mánuði. Hæstu meðallaunin á Vestfjörðum eru í Bolungarvík þar sem mánaðarlaun eru tæplega 250 þúsund að meðaltali. Lægstu launin eru hins vegar í Árneshreppi, eða tæp 162 þúsund. Meðallaun í öllum sveitarfélögum að undanskildum Árneshreppi eru yfir meðallaunum allra landsmanna.

Miðgildi aldurs allra Íslendinga er 33 ára. Það þýðir að helmingur Íslendinga er yngri en 33 ára og hinn helmingurinn eldri. Eftir því sem miðgildið er hærra, er minna af ungu fólki meðal íbúa. Með því að reikna út þessa tölu er því hægt að fá fram ágætis vísbendingu um aldursdreifingu byggðarlaga.

Miðgildi allra Vestfirðinga er hið sama og landsmeðaltal. Miðgildi fjögurra hreppa er aftur á móti yfir landsmeðalti og miðgildi þriggja er yfir þeim viðmiðunarmörkum sem landfræðingarnir settu fram í kenningu sinni, það er yfir 35 ár. Þetta eru Reykhólahreppur, með miðgildið 39 ár, Súðavíkurhreppur með 35 ár, Kaldrananeshreppur með 36 ár og Broddaneshreppur með 58 ár.

Athyglisvert er að skoða aldursdreifingu íbúanna nánar. Stærsta hlutfall íbúa undir þrítugu er í Ísafjarðarbæ, eða rúmlega 50 prósent. Til samanburðar eru Íslendingar undir þrítugu 44 prósent allra landsmanna. Broddaneshreppur hefur langminnsta hlutfall íbúa undir þrítugu á öllum Vestfjörðum, eða einungis tíu af hundraði. Þá er aðeins þriðjungur íbúa undir þrítugu í Vesturbyggð, Árneshreppi og Bæjarhreppi.

Meðalaldur mannvirkja segir til um hvort mikið sé reist af nýbyggingum. Meðalaldur bygginga á Vestfjörðum er sá hæsti á landinu og var 28 ár og 11 mánuðir 1994 en er 35 ár og 7 mánuðir árið 2002. Það þýðir að á Vestfjörðum hækkaði meðalaldur mannvirkjanna um tæpa tíu mánuði á ári. Til samanburðar hækkaði aldur bygginga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem öldrun bygginga er minnst, aðeins um tæpa fjóra mánuði á ári (ef engar byggingarframkvæmdir eiga sér stað og engin mannvirki eru lögð af eldast byggingar um eitt ár á hverju ári).

Í flestum landshlutum hefur öldrunin gengið í sveiflum en þróunin þó verið í þá átt að hægt hefur á öldruninni. Á Vestfjörðum hefur öldrunin hins vegar farið vaxandi.

Ekki var hægt að fá uppgefið tölur um endurnýjun íbúða í hverju sveitarfélagi fyrir sig á Vestfjörðum en því er haldið fram að öldrunartölur og þróun fermetraverðs skýri hvort um endurnýjun er að ræða eða ekki. Hækkun fermetraverðs frá því 1990 er langminnst á Vestfjörðum. Fermetraverð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað um tæp 18 prósent á Vestfjörðum samanborið við 140 prósenta hækkun á Vesturlandi, þar sem hækkunin er mest.

Samkvæmt tölulegum upplýsingum um öldrun og þróun fermetraverðs hefur nær engin endurnýjun íbúðarhúsnæðis orðið á Vestfjörðum undanfarinn áratug, þó svo að nokkuð sé um nýbyggingar í Ísafjarðarbæ.

Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur skrifaði greinar um kenningar og aðferðafræði bandarísku landfræðinganna í Viðskiptablaðið og einnig í tímaritið Vísbendingu fyrir nokkrum árum. Þar veltir hann fyrir sér kenningum Popper hjónanna í tengslum við byggðarþróun á Íslandi (þó án þess að kafa í tölfræðina eins og hér er gert) og spyr hvort það sé ekki mannúðlegra að hjálpa fólki við að flytja burt á sómasamlegum kjörum en að reyna með öllum ráðum að halda því kyrru við bág kjör?

"Það er kaldranaleg staðreynd að á mörgum stöðum úti á landi hefur fólk fjarað uppi með verðlausar húseignir og litla sem enga fjármuni eftir margra ára starf," skrifar Ásgeir og heldur því jafnframt fram að það sé til mikilla bóta ef umræða um byggðamál sé hrein og bein. "Það sem skiptir mestu máli er hagur fólksins sjálfs. Markmið byggðastefnu ætti ekki að vera það að telja hausa heldur að tryggja sómasamlegt lífsviðurværi fyrir þá sem búa úti á landi."

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli