Frétt

Stakkur 45. tbl. 2004 | 10.11.2004 | 09:48Átök á Íslandi og í heiminum

Við lifum á tímum átaka. Kennarar hafa verið í verkfalli. Ekki er útséð um lyktir þegar þetta er skrifað. Engum dylst að þungt er í stétt kennara, sem telja sig ekki njóta sanngjarnra launa og hafa vafalaust eitthvað til síns máls. Hvernig sem launabaráttu þeirra lyktar er ljóst að verkfallið hefur skaðað börn Íslands. Það hefur einnig valdið mikilli óánægju sveitarstjórnarmanna vegna þess að lausnin mun hafa í för með sér mikil útgjöld fyrir sveitarfélögin, hver sem hún verður. Á sama tíma standa átök í Framsóknarflokki um tilvist Kristins H. Gunnarssonar alþingismanns, sem fyrr í haust var settur út úr þingnefndum á vegum flokksins, en er nú orðinn formaður stjórnar Tryggingastofnunar. Arafat getur ekki dáið vegna vandræða í Palestínu og deilna um útför hans. Bush var endurkjörinn í krafti kristinnar trúar og íhaldsamra viðhorfa í siðferðismálum. Margir urðu til að gagnrýna. Átök eru um framtíð borgarstjóra Reykjavíkur í tengslum við mikið hitamál, samráð olíufélaganna.

Af nógu er að taka þegar átök ber á góma. Stríð geisar í Írak og sér ekki fyrir endann á því. Í Afganistan slösuðust íslenskir friðargæsluliðar við skyldustörf, en héldu lífi og sýndu sjálfum sér og íslensku þjóðinni óvirðingu með því að klæðast ósmekklegum bolum við heimkomuna. Framkoma þeirra var í stíl við margt í umræðu nútímans, lágkúruleg. Ísland á því þátt að stríðsátökum, þótt í smáu sé og væntanlega í friðarskyni gert. En gæta verður sóma lands og þjóðar og velja til starfa menn sem kunna það. Tvennt ber þó hæst nú, samráð Olíufélaga og kennaraverkfall. Er ekki annað að sjá og skilja en hvoru tveggja beinist með einum eða öðrum hætti gegn almenningi þessa lands. Engum dettur í hug að leggja kennara og forstjóra olíufélaga að jöfnu, þótt foreldrar og börn hafi áhyggjur af menntun barna.

Útspil Vestfirðingsins sem stýrir Olís, að biðja þjóðina afsökunar og neita jafnframt að tjá sig var nokkuð nýstárlegt. Okkur viðskiptavinum þessara félaga svíður samt nokkuð að fá ekki bætt meint tjón okkar. Við getum þó glaðst yfir stórum höllum sem hýsa starfsemina og ekki skemma glæsilegar verslanir þeirra í Reykjavík og nágrenni fyrir. En létt er það í vasa. Hins vegar verður tvennt að umhugsunarefni. Ríkidæmi bíleigenda, sem lýsir sér í mikilli jeppaeign, sem margir eyða miklu bensíni benda til þess að mörgum bíleigendum sé nokk sama um bensínkostnað. Það sáu forstjórarnir líka. Hitt vekur athygli að núverandi borgarstjóri skuli afsaka sig með því að hafa verið látinn gera hlutina. Í hernaði hefur slíkt ekki dugað sem afsökun, þótt reynt hafi verið. Þó var enn furðulegra að heyra hann bera við ungum aldri, að hann hefði ekki verið nema 36 ára þegar hann stóð í verkunum hjá Olíufélaginu.

Kristins mál eru að komast í farveg. Kjördæmisráð Framsóknar samþykkti traust á hann og Magnús Stefánsson, enda eins gott. Þeir voru valdir í fyrra. Skólahald hefur riðlast og leita verður nýrra lausna til að koma í veg fyrir slík menntunarslys framvegis. Greinilega þarf að stokka upp spilin og gefa á ný. Það getur haft í för með sér breytingar sem ekki sést fyrir endann á. Bandaríkjamenn sjá um sig, en við verðum að leysa okkar eigin vandamál áður en við gagnrýnum aðra. Það er skýrt.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli