Frétt

bb.is | 09.11.2004 | 10:30„Margföldunaráhrif háskóla meiri en stóriðju“

Háskóli myndi hafa meiri margföldunaráhrif á Vestfjörðum en stóriðja, að mati nefndarmanna.
Háskóli myndi hafa meiri margföldunaráhrif á Vestfjörðum en stóriðja, að mati nefndarmanna.

Í skýrslu svokallaðrar Norðvesturnefndar Framsóknarflokksins sem lögð var fram á kjördæmisþingi flokksins um síðustu helgi kemur fram að rannsóknir hafi sýnt að margfeldisáhrif af háskóla séu meiri en af stóriðju. Meðal þeirra kosta sem nefndir eru í skýrslunni af háskólastarfi er að starfsemi þeirra leiði til aukinnar samkeppni og lægra vöruverðs. Einnig er nefnt að háskóli bæti ímynd síns byggðarlags. Í skýrslunni segir m.a.: „Um leið og háskóli á Ísafirði verður stofnaður er mikilvægt að kannaðar verði forsendur þess að stofnuð verði alþjóðleg rannsóknarstofnun við skólann með þátttöku erlendra aðila sem tengi saman rannsóknir á sviði sjávarútvegs og umhverfismála. Slík stofnun myndi skapa háskólanum mikla sérstöðu innanlands og í alþjóðlegu samhengi.“

Í umræðunni hefur verið stofnun háskólaseturs á Ísafirði en nefndarmenn telja það ekki nægja: „Þegar til lengri tíma er litið er mikilvægt að háskóli sé stofnaður fremur en háskólasetur í tengslum við Háskóla Íslands. Háskólar leika mikilvægt hlutverk í byggðaþróun þar sem þeir stuðla að því að svæðisbundin þekking sé hagnýtt til hins ýtrasta. Þeir stuðla einnig að því að sérfræðingar starfi og búi á viðkomandi svæði og tryggja þannig varanleg samskipti við atvinnulíf svæðisins og nærsamfélag. Háskólar stuðla því að því að staðbundin þekking vaxi og dafni á svæðinu. Forsenda vaxtar staðbundinnar þekkingar og nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi sem af henni sprettur er að traust til langs tíma skapist milli aðila.“

„Háskólasetur, sem eru hluti af utanaðkomandi háskólum er ekki eins fært um að skapa slíkt traust og hámarka um leið vöxt svæðisbundinnar þekkingar sem skilar sér í öflugri svæðisbundinni nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi. Staðbundnir háskólar leika því gjarnan mikilvægt hlutverk, ásamt öðrum aðilum stoðkerfis atvinnulífsins, í þróun framsækinna fyrirtækjaklasa í atvinulífinu. Þetta á ekki síst við um smáa háskóla sem eru mun hreyfanlegri en stærri skólar og eiga auðveldara en þeir með að aðlaga starfsemi sína að þörfum og þróun atvinnulífs viðkomandi svæðis og nærsamfélags. Nefndin leggur því áherslu á að sérstakur háskóli sé stofnaður á Vestfjörðum. Slíkur skóli yrði mikilvægt tæki í byggða- og atvinnustefnu sem stuðlar að sérhæfingu milli landshluta.“

Háskóli hefur mikil áhrif á umhverfi sitt að mati nefndarmanna. Í skýrslunni segir um það atriði m.a.: „Auk þess sem að ofan er nefnt hafa háskólar bein efnahagsleg áhrif á viðkomandi svæði með margföldunaráhrifum sínum sem birtast í tekjuhærri störfum og margföldunaráhrifum gegnum þjónustu við skólana, nemendur og starfsmenn. Rannsóknir hér á landi benda til að margföldunaráhrifin séu meiri en af stóriðju. Auk beinna efnahagslegra áhrifa eru óbein áhrif háskóla mikil. Háskólar sporna gegn byggðarröskun. Nálægð háskólastofnunar auðveldar almenningi á landsbyggðinni að stunda háskólanám. Slíkt spornar gegn byggðarröskun ef marka má t.d. reynsluna af Háskólanum á Akureyri.“

„Starfsemi háskóla rennir stoðum undir alþjóðleika atvinnu- og mannlífs. Erlendir skiptinemar og kennarar koma árlega í byggðarlagið auk þess sem nemendur og starfsfólk háskólans fer utan til starfa. Kennarar og sérfræðingar háskóla eru hluti af alþjóðlegu háskólastarfi með þátttöku sinni alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og geta miðlað nýjustu þekkingu og tækni á sínu sviði inn í fyrirtæki og mannlíf byggðarlagsins. Háskólar bæta ímynd byggðarlags og svæðis sem fjölbreytts vinnumarkaðar. Slíkt laðar gjarnan að einstaklinga með fjölbreytta þekkingu sem eru annað hvort í atvinnuleit eða í leit að staðsetningu fyrir fyrirtæki sitt.“

„Háskólum fylgir mannfjöldaaukning vegna fjölda stúdenta, starfsfólks og vegna margföldunaráhrifa. Um leið eykst hagkvæmni í rekstri vegna stærðarhagkvæmni. Fólksfjölgun fylgir fjölgun fyrirtækja sem leiðir til aukinnar samkeppni og lægra vöruverðs. Samantekið má segja að starfsemi háskóla stuðli óbeint að lægra vöruverði og hærra þjónustustigi á svæðinu. Áhrif háskóla eru auk þess bæði menningarleg og stjórnmálaleg. Háskólastúdentar eru gjarnan mjög virkir i íþrótta- og menningarlífi. Þeir taka virkan þátt í stjórnmálum og eru oft uppspretta röksemda og þekkingar sem nýtist í hugmyndafræðilegri baráttu byggðarlaga og svæða fyrir tilveru sinni.“

hj@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli