Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 08.11.2004 | 19:58Dómstóll götunnar eða réttarfar

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Það ríkir mikil reiði í garð olíufélaganna í kjölfar skýrslu Samkeppnisstofnunar Skýrslan kveður á um meint verðsamráð olíufélaganna og á grundvelli hennar telur Samkeppnisráð að fyrir það beri þau að gjalda milljarða króna. Þetta er hluti af því regluverki og því fyrirkomulagi sem við höfum sett upp með löggjöf. Því er ætlað að tryggja réttláta málsmeðferð, að menn fari að lögum og að þeir sem bornir eru sökum eigi rétt.

Það er mjög mikilvægt að menn hafi þetta í heiðri. Það er hins vegar ekki gert hjá dómstólum götunnar. Þeir munu hins vegar verða ákaflega vel virkir á næstunni, ef að líkum lætur og taka menn óhikað af lífi. Þetta eru sannarlega velmektardagar þessa dómstigs. En reynslan sýnir að sá dómstóll fer ekki eftir leikreglum en dæmir eitt í dag og annað á morgun. Hjá honum getur skúrkur dagsins í dag orðið hetja morgundagsins - og öfugt.

Öflugar stofnanir
Þegar samkeppnislöggjöfinni var komið á laggirnar fyrir ríflega áratug, voru efld eftirlitstæki samfélagsins á sviði viðskiptalífsins. Samkeppnisstofnun var búin til og fjármunir til hennar hafa verið tvöfaldaðir. Við erum með Kauphöll, Fjármálaeftirlit og umfram allt aðhald markaðarins, eins og við sjáum núna birtast okkur í gríðarlega harðri samkeppni á sviðum þar sem hún var ýmist ekki til eða hvorki fugl né fiskur.

Það er á þessum vettvangi sem mál af því tagi sem kennd eru nú við samráð olíufélaganna eru leidd til lykta.

Dæmin úr fortíðinni
Við þekkjum dæmi úr nýliðinni sögu, þar sem menn voru bornir þungum sökum, þar sem dómstólar götunnar fóru offari, þar sem stjórnmálamenn dagsins hoppuðu á vinsældarvagninn og tóku sér þar far. Menn voru jafnvel saklausir hnepptir í fangelsi eða sviptir störfum sínum í gerningahríðinni

Nýverið hafa þessir atburðir verið rifjaðir upp og öllum ljóst að þeir sem felldu þyngstu dómana og fóru fremstir í stóryrðunum hafa haft lítinn sóma af. Það væri hollt að minnast þessa núna.

Vegið og metið á jafnréttisgrunni
Ekkert af þessu breytir hins vegar því að eðlilegt er að olíuverðsmálin séu könnuð. Rétt eins og verið er að gera. Þýðingarmikið er að það sé gert á þeim forsendum sem lög gera ráð fyrir og lyktir málsins séu ákvarðaðar af til þess bærum aðilum.

Jafn eðlilegt er að umræða fari fram og menn hafi skoðanir. Það er einfaldlega þáttur í lýðræðislegu nútímasamfélagi. Í slíkri umræðu þarf hins vegar að gæta þess að öll sjónarmið komist til skila. Það er eitt þeirra hlutverka sem fjölmiðlar landsins eiga að sinna.

Við megum aldrei gleyma því að það er engin tilviljun að í fullburða réttarríkjum er andmælaréttur talinn mikils virði. Menn eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Málatilbúnað Samkeppnisstofnunar og andmæli olíufélaganna verða menn að vega og meta á efnislegum grundvelli og engum öðrum forsendum. Eða dettur einhverjum í hug að í dómsal megi aðeins leggja fram sjónarmið annars málsaðilans. Annað hvort sækjandans eða þá verjandans. Það sjá allir fáránleikann í slíku. Mat Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á hinu meinta verðsamráði ætti að vera jafn fréttnæmt og álit Samkeppnisstofnunar á hinu sama, svo dæmi sé tekið. Þarna reynir meðal annars á styrk fjölmiðlunarinnar í landinu.

Harðari samkeppni á fleiri sviðum
Það er síðan gleðilegt að við sjáum núna skýrari merki um harðari samkeppni og á fleiri sviðum en nokkru sinni áður. Breyttar leikreglur hafa leitt til harðvítugri samkeppni víðar en áður og slíkt hefur bætt kjör almennings. Svið sem áður lutu ríkiseinokun ( s.s fjarskiptaþjónusta) eða voru þrúguð af ríkisfákeppni (bankastarfsemin) lúta nú agavaldi mikillar samkeppni. Umtöluð olíufélög eiga nú sannarlega í harðri samkeppni.

Þessu valda lagabreytingar, sem við höfum knúið áfram vegna þeirrar vissu að samkeppnin en ekki valdboðið leiðir til lægra vöruverðs og betri lífskjara. Ef einhvern lærdóm má draga af olíuverðsmálinu er hann sá að við þurfum að standa dyggan vörð um öfluga samkeppnislöggjöf, sem afstýrir fákeppni á hvaða sviðum sem hún getur birst.

Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður ekg.is

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli