Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 08.11.2004 | 19:55Hækkum skattinn

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Það á að hækka fjármagnstekjuskatt. Hann er nú 10%, en til samanburðar er skattur á launatekjur yfir skattleysismörkum tæplega 40%. Þetta er mikill munur, reyndar allt of mikill munur. Norski hægri maðurinn Kare Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra, lét í sér heyra með eftirminnilegum hætti fyrir rúmu ári einmitt um þetta atriði. En norska skattkerfið er ekki ósvipað því íslenska að þessu leyti. Willoch telur að skattkerfinu sé með þessu beitt til þess að grafa undan mikilvægum gildum í samfélaginu, áður var sagt „vinnan göfgar manninn“ en nú gildir: „fjármagnið göfgar manninn“. Hann er þeirrar skoðunar að vinnulaun séu of hátt skattlögð meðan laun fjármagnsins njóti skattfríðinda.

Ég er sammála norska hægri manninum, þessi skattastefna verðlaunar þá sérstaklega sem afla sér tekna af fjármagni og ýtir undir það viðhorf að slík tekjuöflun njóti sérstakrar velvildar þjóðfélagsins og að tilgangurinn helgi meðalið við þá iðju. Litið er á óprúttnar aðferðir manna í fjármálaheiminum með umburðarlyndi og jafnvel velþóknun af því að af þeim fæst mikill gróði og hagsmunir annarra verða að víkja fyrir svo mikilvægu markmiði. Í þessu felst að athafnamennirnir á þessu sviði eru leystir undan því að bera nokkra ábyrgð og verðlaunaðir með lágum sköttum af risagróða. Willoch hitti naglann á höfuðið, það er verið að grafa undan mikilvægum gildum í samfélaginu. Vissulega mega menn græða vel, en það leysir þá ekki undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að fjármagna samfélagslegan kostnað, þvert á móti þeir eiga að greiða skatta eins og aðrir, að minnsta kosti ekki lægri, og vera stoltir af. Hvernig getur það verið sanngjörn útdeiling byrðanna að öryrkinn greiði tæplega 40% skatt af bótum sínum yfir skattleysismörkum en athafnamaðurinn greiði 10% skatt af sínum fjármagnstekjum þótt þær nemi tugum milljóna króna ? Svarið er einfalt, það er ekki sanngjarnt.

Á síðasta ári voru framtaldar fjármagnstekjur tæplega 64 milljarðar króna. Dreifing þeirra var þannig að 5% tekjuhæstu framteljendurnir töldu fram 46,5 milljarða króna eða 73% allra fjármagnsteknanna. Það gerir 4,2 milljónir króna pr. einstakling í þessum tekjuhópi. Af þessu tekjum greiddu menn aðeins 10% skatt. Þetta er ekki rétt skipting að mínu mati, menn eiga að greiða meira af fjármagnstekjum og hið eðlilega markmið er að skattgreiðslur af fjármagnstekjum verði sambærilegar við vinnulaun. Það á því ekki bara að huga að því að lækka skatta af vinnulaunum heldur á líka að hækka skattinn á fjármagnstekjurnar. Það er í fullu samræmi við eðlileg siðferðileg gildi í þjóðfélaginu. Það væri varlegt skref að hækka fjármagnstekjuskattinn úr 10% í 15% að þessu sinni og ekki telst það hátt miðað við skattlagningu fjármagnstekna í þeim 30 ríkjum sem eru innan OECD. Aðeins Íslendingar og Grikkir eru með lægri skatt en 15%, þrjár þjóðir eru með 15% skatt og í Bandaríkjunum er skatthlutfallið 19,7%. Þeir eru margir sem hafa tekjur af fjármagni og fer fjölgandi. Það er vel, en af þeim tekjum eiga menn að greiða skatta eins og hinir sem selja vinnuafl sitt. Auðvitað.

Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður.

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli