Frétt

Leiðari 31. tbl. 2001 | 01.08.2001 | 13:18Fegurð færir innri fögnuð

Þótt mengun andrúmslofts og úthafa beri hæst í umræðu þjóðanna um framtíð mannsins á jarðarkringlunni, er ljóst að nánasta umhverfi hans skiptir líka máli. Sjórinn gleypir ekki lengur allt og óbyggðum svæðum er ekki ætlað að vera ein allsherjar ruslakista.

Fækkun vinnustunda til að hafa í sig og á hefur leitt til þess að við fórum ekki einasta að taka betur eftir nánasta umhverfi okkar, heldur fór það að skipta meira máli. Smátt og smátt hafa augu okkar opnast fyrir því sem betur má fara. Óþarfa hlutir allt í kring, engum lengur til gagns en öllum til ama, stinga í augu. Mengun einskorðast ekki lengur við loft, sjó og vötn heldur einnig það sem fyrir augu ber.

Landlítil sveitarfélög eiga oft við vandamál að stríða sem tengjast þessu nýja viðhorfi, sjónmenguninni. Ísafjarðarbær er þar engin undantekning. Fyrir skömmu vakti Sóknarnefnd Ísafjarðarkirkju athygli bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á þeirri „sjónmengun sem blasir við í Engidal við Skutulsfjörð“. Sóknarnefndin kvað þetta „einkum áberandi þegar fólk kemur gangandi úr kirkjugarðinum á Réttarholti eftir að hafa vitjað leiða ástvina sinna. Þá horfir það yfir ána og sér tvo stóra ruslahauga blasa við sér“, eins og segir í bréfi sóknarnefndar.

Ekki skal lasta bæjaryfirvöld sem bregast fljótt við ábendingum sem þeim berast um hvað betur megi fara í bæjarfélaginu. Í þessu tilfelli þykir þó rétt að benda ráðamönnum Ísafjarðarbæjar á að endurskoða snaggaralega ákvörðun um undirbúning og útboð á jarðvegsmönum á athafnasvæði Sorpbrennslunar Funa. Viðbrögð bæjarráðs benda til að nú hafi þótt mikið liggja við. En jafnvel þótt vitundin um að hægt hafi gengið í ákveðnum tilvikum sé til staðar getur verið gott að hlaupa ekki upp úr skónum. Hafa bæjaryfirvöld hugmynd um hvað þessi skyndiákvörðun þeirra kostar? Hvar á að taka allan þann jarðveg sem til þarf? Óttast bæjaryfirvöld ekki að þetta leiði af sér slíka röskun á umhverfinu að „sjónmengun“ blasi við þegar upp verður staðið?

Áhugasamur maður um velferð bæjarins hefur komið með „tillögu til úrbóta sem er fljótvirk og kostar ekki stóran pening“ eins og hann sjálfur kemst að orði. Hvað sem fullyrðingu hans líður er rík ástæða til að skoða hugmyndina nánar, en hún gengur út á gróðursetningu trjábelta í stað jarðvegsmana eins og bæjarráð leggur til.

Auðvelt er að ímynda sér að trjábelti verði fólki, sem vitjar leiða ástvina sinna í kirkjugarðinum á Réttarholti, meira augnayndi en uppmokaðir hljóðmúrar, jafnvel þótt grasi grónir séu.

Í þessu máli mega bæjaryfirvöld ekki að rasa um ráð fram þótt þeim finnist tíminn knappur og fyrr hefði mátt taka til hendi.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli