Frétt

mbl.is | 08.11.2004 | 16:26Starfsmönnum Landsvirkjunar í Búrfelli og Hrauneyjum fækkað um 19

Starfsstöð Landsvirkjunar í Hrauneyjum verður lögð niður um næstu áramót og verður rekstur hennar sameinaður starfsstöðinni í Búrfelli. Í dag er heildarfjöldi starfa í stöðvunum 56 en eftir sameiningu er gert ráð fyrir 37 ársverkum að sumarvinnu frátalinni. Nemur fækkunin því 19 störfum þegar áhrif breytinganna verða að fullu komin fram. Er níu starfsmönnum sagt upp nú en auk þeirra er öllum öðrum starfsmönnum í Hrauneyjum og í Búrfelli boðinn starfslokasamningur.

Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að Landsvirkjun rekur fimm aflstöðvar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og til þessa hafa verið þar tvær starfsstöðvar, önnur við Búrfell og hin í Hrauneyjum. Á undanförnum misserum hefur það verið til skoðunar hvort skynsamlegt geti verið að sameina þessar starfsstöðvar í eina og reka aflstöðvarnar fimm frá einni starfsstöð.
„Til þess að komast að niðurstöðu um þetta efni hefur farið fram mat á kostum þess og göllum að sameina starfsstöðvarnar. Matsvinnunni er nú lokið og ákveðið hefur verið að sameina rekstur aflstöðva í Þjórsá og Tungnaá. Ákvörðunin hefur það í för með sér að starfsstöðin í Hrauneyjum verður lögð niður um næstu áramót og verða allar stöðvarnar reknar frá starfsstöðinni í Búrfelli frá sama tíma,“ að því er segir í fréttatilkynningu.

Þar kemur fram að rekstur Hrauneyjafossstöðvarinnar hófst árið 1981 og starfsstöðin í Hrauneyjum hefur verið rekin frá þeim tíma með óbreyttri mönnun og verklagi að mestu. „Miklar tækniframfarir hafa orðið á þeim 23 árum sem liðin eru frá því að starfsemin hófst í Hrauneyjum. Þannig hefur tækni til fjarstýringar, fjarvöktunar og fjargreiningar á truflunum og bilunum í stöðvum tekið stakkaskiptum. Samgöngur hafa stórbatnað, bæði vegakerfið og svo farartækin sjálf. Samskiptatækni hefur einnig breyst í grundvallaratriðum með tilkomu tölvutækninnar og að síðustu má geta þess að veðurspár eru nú áreiðanlegri en áður og spá má um veðurbreytingar lengra fram í tímann.

Landsvirkjun hefur því komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé og mun hagkvæmara að reka allar stöðvar í Þjórsá og Tungnaá frá einni starfsstöð. Valið stóð á milli starfsstöðvarinnar í Hrauneyjum og í Búrfelli. Sá grundvallarmunur er á þessum tveimur starfsstöðvum að Hrauneyjar eru inni á hálendinu en Búrfelli í byggð. Starfsmannaaðstaða er mun betri í Búrfelli en í Hrauneyjum og forsendur til að bæta hana enn frekar eru allar Búrfelli í vil. Að lokum má benda á það að fjórar nýjar virkjanir eru nú í undirbúningi í Þjórsá og Tungnaá og verða þrjár þeirra í Þjórsá neðan við Búrfell. Verði af byggingu þeirra mun Búrfell því liggja miðsvæðis í kerfi 9 vatnsaflsstöðva á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár,“ að því er segir í tilkynningu Landsvirkjunar.

Sameining svæðanna hefur átt sér langan aðdraganda. Þannig var rætt um að sameina svæðin um miðjan síðasta áratug þegar ákvörðun var tekin um endurbætur í Búrfellsstöð en hugmyndin komst ekki í framkvæmd. Á miðju ári 2001 var starfsmönnum í Hrauneyjum tilkynnt að áformað væri að skoða kosti þess og galla að sameina svæðin. Starfsmenn voru upplýstir um það að tekin yrði endanleg ákvörðun um sameiningu svæðanna fyrir lok ársins 2004. Í kjölfarið var unnið ítarlegt mat á kostum og göllum sameiningar svæðanna þar sem horft var til allra helstu þátta í rekstrinum og var rekstraröryggi stöðvanna þeirra á meðal. Niðurstaða úr könnuninni liggur nú fyrir og er það mat Landsvirkjunar að kostir sameiningar fyrir reksturinn séu afgerandi.

Eins og að framan greinir felur ákvörðunin um sameiningu það í sér að starfsstöðin í Hrauneyjum og störfin þar verða lögð niður. Meirihluta starfsmanna í Hrauneyjum eru boðin önnur störf innan Landsvirkjunar en 9 starfsmönnum verður sagt upp störfum. Niðurstaðan var kynnt á fundi í Hrauneyjum í dag og í kjölfarið hefur hverjum starfsmanni verið gerð grein fyrir sinni stöðu, að því er segir í fréttatilkynningu.

„Heildarfjöldi starfa á Tungnaár- og Þjórsársvæði er nú 56 en eftir sameiningu er gert ráð fyrir 37 ársverkum að sumarvinnu frátalinni. Nemur fækkunin því 19 störfum þegar áhrif breytinganna verða að fullu komin fram. Auk þeirra níu sem sagt er upp er öllum öðrum starfsmönnum í Hrauneyjum og í Búrfelli boðinn sanngjarn starfslokasamningur að mati fyrirtækisins. Þeim sem sagt er upp og þeim sem kjósa að hætta mun Landsvirkjun veita aðstoð eftir megni við að finna önnur störf. Með boðinu um starfslok er verið að nýta möguleika sem fela í sér val starfsmanna sjálfra svo fækka megi beinum uppsögnum,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli