Frétt

bb.is | 08.11.2004 | 11:47Háskóli á Ísafirði meðal kosta í uppbyggingu í kjördæminu

Flutningur opinberra starfa út á land, sérhæfing í heilbrigðisgeiranum, ungmennafangelsi á Núpi í Dýrafirði og háskóli á Ísafirði eru nefnd í skýrslu nefndar um atvinnu- og byggðamál í Norðvesturkjördæmi sem kostir í uppbyggingu atvinnulífs í kjördæminu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins skipaði nefndina á sínum tíma og lagði hún skýrslu sína fram á kjördæmisþingi flokksins sem haldið var í Borgarnesi um síðustu helgi. Nefndinni var ætlað að „fara yfir og fjalla um ofangreind mál í kjördæminu s.s. stöðu og horfur, almennt um rekstrarumhverfið í kjördæminu sem og leiðir til úrbóta og brýnustu aðgerðir í því efni. Formaður nefndarinnar var Ívar Jónsson, prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst.

Flutningur opinberra starfa

Lagt er til að ríkisstjórnin samþykki að ákveðinn hundraðshluti opinberra starfa verði á landsbyggðinni. Þetta verði m.a. gert með því að styrkja þær ríkisstofnanir sem fyrir eru með því að flytja starfsemi þeirra alfarið út á land og hefja undirbúning við flutning annarra. Jafnframt verði samþykkt að amk. helmingur nýrra starfa sem verða til hjá hinu opinbera verði á landsbyggðinni. Við flutning stofnana hins opinbara út á land verði þess gætt að flutningur þeirra leiði til myndunar og/eða styrkingar stofnanaklasa á viðkomandi landssvæði. Í samræmi við þessa stefnu leggur nefndin til að Fiskistofa verði flutt til Ísafjarðar og þar þróist stofnanaklasi tengdur sjávarútvegi.

Sérhæfing í heilbrigðisgeiranum

Þá er hvatt til þess í skýrslunni að stjórnvöld beiti sér fyrir sérhæfingu í heilbrigðiskerfinu, þannig að áhersla verði lögð á að sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir í ólíkum landshlutum sérhæfi sig á tilteknum sviðum og í því sambandi hvatt til þess að á Ísafirði verði byggt upp öflugt rannsóknasjúkrahús.

Háskóli á Ísafirði

Þá er einnig lagt til að stofnaður verði háskóli á Ísafirði innan þriggja ára og stofnun háskólaseturs verði fyrsta skrefið í þá átt. Um háskóla á Ísafirði segir svo í skýrslunni: „Stofnaður verði háskóli á Ísafirði á sviði rekstrar- og verkfræði sjávarútvegs, vinnuvísinda, frístundafræða og fjölmenningarfræða. Einnig verði hugað að kennslu í listgreinum á háskólastigi. Samhliða verði haldið áfram að efla rannsóknir á svæðinu. Starfsemi háskólans á sviði rekstrar- og verkfræði sjávarútvegs verði byggð á nýrri miðstöð eldis- og veiðitækni á Ísafirði sem verði staðsett í og verði hluti af háskólanum. Vinnuvísindanám snýst um vinnuaðferðir og stellingar, skipulag vinnurýmis og stjórnun vinnustaða. Í slíku námi myndi nýtast þekking sérfræðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði til kennslu. Mikil þekking á sviði ferðamennsku og tómstundaiðkunar er til staðar á Vestfjörðum sem myndi nýtast háskólanum. Háskóli á Ísafirði verður því að vera með áherslu á tómstundaiðkun s.s. íþróttir, líkamsrækt, útivist og menningarneyslu. Sú mikla þekking sem er á Ísafirði á sviði lista tengist beint þessari áherslu og væri æskilegt að boðið verði upp á listnám við skólann. Gæta þarf þess að skýr verkaskipting sé milli háskóla á Ísafirði og Hólaskóla á sviðum eldisrannsókna og ferðamennsku.

Um leið og háskóli á Ísafirði verður stofnaður er mikilvægt að kannaðar verði forsendur þess að stofnuð verði alþjóðleg rannsóknarstofnun við skólann með þátttöku erlendra aðila sem tengi saman rannsóknir á sviði sjávarútvegs og umhverfismála. Slík stofnun myndi skapa háskólanum mikla sérstöðu innanlands og í alþjóðlegu samhengi.“

Ungmennafangelsi á Núpi

Í skýrslunni er lagt til að stofnað verði ungmennafangelsi á Núpi. Segir að Núpur sé ákjósanlegur staður þar sem leggja má áherslu á sálgæslu og menntun fanga.

Sameiningu orkufyrirtækja

Nefndin leggur til að kannaðar verði forsendur þess að starfsemi Rarik á Vesturlandi og Norðurlandi vestra sameinist Orkubúi Vestfjarða hf. „Höfuðstöðvar fyrirtækisins verði á Ísafirði, en rekstur starfsstöðva í kjördæminu verði um leið tryggður. Markmiðið með þessari tillögu er að byggja upp sterkt orkufyrirtæki í Norðvesturkjördæmi, sem væri betur í stakk búið til að takast á við aukna samkeppni í framleiðslu og sölu á raforku. Búast má við að velta O.V. myndi þrefaldast við þessa aðgerð. Orkubú Vestfjarða er mikilvægt fyrirtæki á Vestfjörðum, sem m.a. má marka af því að heildartekjur þess á árinu 2003 voru 1.010 milljónir króna og heildarlaunagreiðslur 336 milljónir króna til 64 starfsmanna“, segir í skýrslu nefndarinnar.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli