Frétt

mbl.is | 05.11.2004 | 20:14Hald lagt á fíkniefni að verðmæti a.m.k. 476 milljóna frá 2002

Áætlað götusöluvirði fíkniefna, sem lögregla hefur lagt hald á undanfarin þrjú ár, nemur að minnsta kosti 476 milljónum króna, að því er kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi.

Þar segir jafnframt, að amfetamín og kókaín sé að stærstum hluta haldlagt á landamærum og því megi gera ráð fyrir að efnin hefði verið þynnt áður en þau hefðu farið í götusölu og þannig fengist mikið hærra verð fyrir þau en fram kemur í svarinu, sem er við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismanns.

Þá hafa peningar og önnur verðmæti sem nema um 2,3 milljónum króna, verið gerð upptæk í tengslum við fíkniefnamál á tímabilinu frá 2002 þangað til nú. Í svarinu segir að mörg mál séu enn í ákærumeðferð eða rannsókn, þannig að upptaka hafi ekki enn farið fram.

Í svarinu segir, að ekki sé til neinn ábyggilegur mælikvarði á hlutfall fíkniefna í umferð sem löggæslustofnanir leggja hald á, hvorki hér á landi né annars staðar og sé samanburður milli landa því erfiður. Þó megi ráða af samanburði að stjórnvöld á Íslandi standi öðrum þjóðum síst að baki í þessum efnum og jafnvel að hlutfall þess magns sem takist að leggja hald á hér á landi sé í hærri kantinum miðað við það sem almennt gerist í sambærilegum löndum Evrópu. Magn kannabisefna sem lagt sé hald á, að teknu tilliti til íbúafjölda og annarra forsenda, hátt verð á fíkniefnum og mikill fjöldi haldlagninga fíkniefna styðji að svo sé.

Fram kemur að götuverð á fíkniefnum sé afar hátt hér á landi og t.d. mun hærra en í Bretlandi. Á Íslandi kostar gramm af hassi um 1900 krónur, samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ, gramm af amfetamíni kostar 4 þúsund krónur, gramm af kókaíni 11 þúsund krónur og stykkið af e-töflum 2500 krónur.

Í Bretlandi kostar gramm af hassi um 400 krónur á götunni, ein e-tafla um 700 krónur, grammið af amfetamíni um 1100 krónur og grammið af kókaíni um 6.000 krónur. Annars staðar á Norðurlöndunum er verðið hærra en í Bretlandi, en samt lægra en á Íslandi. Gramm af hassi kostar í Danmörku um 800 krónur og hefur hækkað mikið á stuttum tíma og er sú hækkun rakin til nýrrar stefnu danskra yfirvalda um að taka harðar á meðhöndlun kannabisefna. Í Svíþjóð er verð á hassi um 800–1000 krónur grammið, amfetamín kostar milli 1000 og 3000 krónur grammið, e-taflan kostar um 1000–1500 krónur og kókaín kostar um 7000–9000 krónur.

Svarið í heild

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli