Frétt

mbl.is | 02.11.2004 | 08:37Skorar Eiður í fjórða leiknum í röð?

Fjórða umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld og geta nokkur lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Chelsea og ítölsku liðin AC Milan og Inter hafa öll fullt hús stiga og nái þau að leggja andstæðinga sína eru þau örugg í 16 liða úrslitin. Eiður Smári Guðjohnsen getur skorað fyrir Chelsea fjórða leikinn í röð en Lundúnaliðið sækir CSKA Moskvu heim til Rússlands.

Þegar liðin áttust við á Stamford Bridge fyrir hálfum mánuði skoraði Eiður eitt mark í 2:0 sigri og hann skoraði svo þrennu gegn Blackburn og eitt mark á móti WBA um nýliðna helgi, 4:1.

Engin meiðsli eru í herbúðum Chelsea að öðru leyti en því að Didier Drogba er að jafna sig eftir meiðsli og verður ekki með.

Chelsea hefur 9 stig í efsta sæti, CSKA hefur 4. Evrópumeistarar Porto eru með aðeins 1 stig og verða að sigra Paris SG á heimavelli til að eygja möguleika á að komast áfram

Mikil spenna ríkir í E-riðlinum. PSV trónir á toppnum með 6 stig, Arsenal hefur 5, Pantahinaikos 4 og Rosenborg 1. Englandsmeistarar Arsenal fá Panathinaikos í heimsókn en meistararnir hafa heldur betur hikstað í undanförnum leikjum. 2:2 jafntefli var niðurstaðan í rimmu liðanna í Aþenu fyrir hálfum mánuði og í kjölfarið tapaði Arsenal fyrir Manchester United og náði aðeins jöfnu gegn botnliði Southampton. Sol Campbell var ekki með í leiknum gegn Southampton vegna meiðsla og óvíst er hvort hann verði klár í slaginn í kvöld. Að öðru leyti eru allir liðsmenn Arsenal heilir.

Í Eindhoven taka heimamenn í PSV á móti nýkrýndum Noregsmeisturum Rosenborg. Rosenborg dugar ekkert annað en sigur til að eiga möguleika á að komast áfram.

Sannkallaður stórleikur er á dagskrá í F-riðlinum þegar Barcelona og AC Milan eigast við á Nývangi í Barcelona. Börsungar eiga harma að hefna en þeir töpuðu fyrsta og eina leik sínum á leiktíðinni þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Mílanóliðinu fyrir hálfum mánuði, 1:0, þar sem Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko skoraði. AC Milan hefur unnið alla þrjá leiki sína og hefur 9 stig, Barcelona er með 6.

Í Glasgow fær Celtic Shaktar Donetsk í heimsókn og þar freista Skotarnir að ná í sín fyrstu stig í keppninni.

Inter getur tryggt sér farseðilinn í 16 liða úrslitin takist liðinu að leggja Spánarmeistara Valencia að velli á San Síró í Mílanó í G-riðlinum. Spánverjarnir fengu háðulega útreið þegar liðin áttust við á Mestalla vellinum í Valencia fyrir hálfum mánuði. Lokatölur urðu, 5:1, Inter í vil og sjálfsagt vilja lærisveinar Claudio Ranieris snúa blaðinu vil. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Spánarmeisturunum og fari illa hjá þeim í kvöld hitnar enn meira undir ítalska þjálfaranum. Það er skarð fyrir skildi hjá Valencia að miðjumaðurinn Pablo Aimar getur ekki leikið vegna meiðsla.

Inter hefur 9 stig, Þýskalandsmeistarar Werder Bremen, sem taka á móti Anderlecht, hafa 6 stig, Valencia 3 og Anderlecht er án stiga.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli