Frétt

| 29.07.2001 | 09:15Illa farið með Íslendinga

Sjávarútvegsráðherra þjóðarinnar má nú vart mæla vegna harms sem hann ber í brjósti sér vegna þeirra ranginda sem Íslendingar eru að hans sögn beittir þessa dagana í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Þar er víst verið að svína á okkur með fundartæknilegum bellibrögðum sem sænski formaðurinn Bo Fernholm stendur fyrir. Ráðherrann gleymir að vísu einu smáatriði sem er að málstaður okkar er slæmur og aðferðir okkar liðs í meira lagi vafasamar.
Forsaga málsins er sú að Ísland sagði sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu árið 1992 þegar ráðið samþykkti að banna hvalveiðar með öllu á þeim forsendum að þessi ágætu spendýr væru í útrýmingarhættu. Íslendingar hafa svosem ekki veitt hvali síðan og raunar höfum við þannig ekki brotið gegn samþykktum ráðsins. Stjórnvöld hafa heldur ekki ákveðið það með formlegum hætti að breyta útaf þeirri stefnu. Þrátt fyrir það byggist umsókn Íslands til Alþjóða hvalveiðiráðsins á því að ráðið samþykki það skilyrði Íslands að við útilokum ekki að taka upp hvalveiðar að nýju. Það er nokkuð einkennilegt að horfa upp á íslenska sendinefnd á alþjóðavettvangi fara í slíkt stríð án þess að fyrir liggi vilji löggjafans í málinu.

Helstu bandamenn Íslands í þessu máli eru Japanir, Norðmenn og Rússar. Rússar skulduðu þátttökugjöld og fengu þess vegna ekki að greiða atkvæði og brestur mig þekkingu til að meta hvort þar sé um að ræða eðlilega ákvörðun eða hluta af ofbeldi friðunarsinna gegn hvalveiðisinnum. Framganga vina okkar Japana hefur vakið verðskuldaða athygli en þeir eru sagðir hafa keypt atkvæði flestra ríkja við Karabíska hafið til stuðnings hvalveiðum. Má þar nefna ríki eins og Dominicu, Antigua og Salómonseyjar sem fengið hafa þróunaraðstoð í skiptum fyrir skoðun sína á hvalveiðum. Masayuki Komatsu, alþjóðafulltrúi hins japanska LÍÚ, lét hafa það eftir sér í útvarpi í Ástralíu á dögunum, að sér þætti ekkert óeðlilegt við það að sett væru skilyrði af þessu tagi fyrir þróunaraðstoð. Sjávarútvegsráðherra Íslands hefur hvergi lýst vanþóknun sinni á þessu lýðræðisofbeldi enda þjónar þetta hagsmunum Íslands að hans mati. Ef marka má umfjöllun erlendra fjölmiðla er þessi framganga Japana ein ástæða þess að friðunarsinnar taka hvalveiðisinna engum vettlingatökum og vilja koma í veg fyrir að hægt sé að kaupa atkvæði einstakra meðlima Alþjóða hvalveiðiráðsins.

Þegar þjóðrembu sjávarútvegsráðherra sleppir virðist standa eftir að Alþjóða hvalveiðiráðið sé í raun óstarfhæft og ástæður þess megi rekja til bæði friðunarsinna og hvalveiðisinna. Það má vel vera að sjávarútvegsráðherra hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að vel sé hægt að stunda hvalveiðar undir merkjum sjálfbærrar þróunar. Ef það reynist rétt munu augu alþjóðasamfélagsins án efa opnast fyrir því smátt og smátt. Það er hins vegar tæplega okkur í hag að fara niður á það lága plan sem margir virðast vera á um þessar mundir. Það má vel vera að það taki styttri tíma að aflétta hvalveiðibanni með því að vera í slagtogi með bellibragðameisturum en með því að vera málefnalegur. Það er hins vegar engum til sóma og mun án efa koma okkur í koll síðar meir. Í veði er orðspor okkar á alþjóðavettvangi og það eitt og sér er örugglega meira virði en þær tekjur sem fá má af hvalveiðum.

KREML

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli